Rannsóknarleiðangri á Drekasvæðið lokið Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2016 17:00 Rannsóknaskipið Harrier Explorer kom við á ytri höfninni í Reykjavík þann 12. júní síðastliðinn áður en það hélt á Drekasvæðið. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Olíurannsóknarskipið Harrier Explorer er nú á leið til Stavanger í Noregi eftir tveggja vikna leiðangur á Jan Mayen-hryggnum. Skipið safnaði upplýsingum um jarðlög undir Drekasvæðinu með tvívíðum bergmálsmælingum fyrir kanadíska olíufélagið Ithaca, en það er í forystu fyrir öðru sérleyfinu, sem er í gildi til olíuvinnslu á íslenska landgrunninu. Þetta var annar rannsóknarleiðangurinn á níu mánuðum sem sérleyfishafar senda á Drekasvæðið. Síðastliðið haust fór rannsóknarskipið Oceanic Challenger þangað á vegum hins sérleyfishópsins, sem kínverska félagið CNOOC fer fyrir. Sá leiðangur stóð í fjórar vikur enda er leitarsvæði þess 2-3 sinnum stærra. Nú tekur við margra mánaða úrvinnslutími þar sem jarðvísindamenn Ithaca rýna í gögnin í leit að merkjum um kolvetni. Reynist niðurstöðurnar neikvæðar má gera ráð fyrir að leyfi verði skilað inn til íslenskra stjórnvalda. Reynist þær á hinn bóginn jákvæðar tekur við næsta skref olíuleitarinnar, þrívíðar bergmálsmælingar, til að kortleggja líklegar olíulindir með nákvæmari hætti, áður en ákvörðun verður tekin um boranir. Búist er við að CNOOC-hópurinn taki ákvörðun í haust um framhaldið. Þá munu væntanlega liggja fyrir niðurstöður leiðangursins í fyrrahaust. Fulltrúar þess hóps hafa skýrt frá því að þeir stefni að borun fyrstu holunnar árið 2020, að því gefnu að hljóðbylgjumælingarnar gefi fyrirheit um nægilegar kolvetnisauðlindir sem staðið geti undir vinnslu. Tengdar fréttir Hætta olíuleit við Færeyjar Olíuleit hefur verið hætt við Færeyjar, að minnsta kosti í bili, eftir að síðasta olíufélagið skilaði inn leitarleyfi sínu. 15. júní 2016 21:30 Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Olíurannsóknarskipið Harrier Explorer er nú á leið til Stavanger í Noregi eftir tveggja vikna leiðangur á Jan Mayen-hryggnum. Skipið safnaði upplýsingum um jarðlög undir Drekasvæðinu með tvívíðum bergmálsmælingum fyrir kanadíska olíufélagið Ithaca, en það er í forystu fyrir öðru sérleyfinu, sem er í gildi til olíuvinnslu á íslenska landgrunninu. Þetta var annar rannsóknarleiðangurinn á níu mánuðum sem sérleyfishafar senda á Drekasvæðið. Síðastliðið haust fór rannsóknarskipið Oceanic Challenger þangað á vegum hins sérleyfishópsins, sem kínverska félagið CNOOC fer fyrir. Sá leiðangur stóð í fjórar vikur enda er leitarsvæði þess 2-3 sinnum stærra. Nú tekur við margra mánaða úrvinnslutími þar sem jarðvísindamenn Ithaca rýna í gögnin í leit að merkjum um kolvetni. Reynist niðurstöðurnar neikvæðar má gera ráð fyrir að leyfi verði skilað inn til íslenskra stjórnvalda. Reynist þær á hinn bóginn jákvæðar tekur við næsta skref olíuleitarinnar, þrívíðar bergmálsmælingar, til að kortleggja líklegar olíulindir með nákvæmari hætti, áður en ákvörðun verður tekin um boranir. Búist er við að CNOOC-hópurinn taki ákvörðun í haust um framhaldið. Þá munu væntanlega liggja fyrir niðurstöður leiðangursins í fyrrahaust. Fulltrúar þess hóps hafa skýrt frá því að þeir stefni að borun fyrstu holunnar árið 2020, að því gefnu að hljóðbylgjumælingarnar gefi fyrirheit um nægilegar kolvetnisauðlindir sem staðið geti undir vinnslu.
Tengdar fréttir Hætta olíuleit við Færeyjar Olíuleit hefur verið hætt við Færeyjar, að minnsta kosti í bili, eftir að síðasta olíufélagið skilaði inn leitarleyfi sínu. 15. júní 2016 21:30 Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Hætta olíuleit við Færeyjar Olíuleit hefur verið hætt við Færeyjar, að minnsta kosti í bili, eftir að síðasta olíufélagið skilaði inn leitarleyfi sínu. 15. júní 2016 21:30
Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00
Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45