Lífeyrissjóðir kjósi með fótunum skjóðan skrifar 1. júní 2016 10:00 Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, hefur miklar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir reyni að hafa áhrif á stjórn og stefnu fyrirtækja, sem þeir fjárfesta í, með því að beita afli sínu til að fá fulltrúa sína kjörna í stjórnir skráðra félaga. Sjálfsagt vill Kristján verja þau áhrif sem hann hefur í krafti 40 prósenta eignarhluta síns í fyrirtækinu. Hann telur að lífeyrissjóðirnir eigi ekki að skipta sér af stjórnun og stefnumörkun skráðra fyrirtækja nema sem almennir hluthafar á hluthafafundum, heldur eigi þeir að kjósa með fótunum – með öðrum orðum að ef þeim líkar ekki við stefnu eða stjórnun félaga eigi þeir einfaldlega að selja hlut sinn. Það er talsvert til í þessu hjá Kristjáni. Stjórnendur lífeyrissjóða og fulltrúarnir sem þeir velja til stjórnarstarfa í skráðum félögum hafa það vandasama hlutverk að gæta og ávaxta fjármuni sjóðsfélaga, sem hér á landi hafa nær engin áhrif á fjárfestingastefnu sjóðanna. Þetta býður upp á mikinn freistnivanda og raunar má segja að þetta bjóði hættunni heim. Lífeyrissjóðir eiga að taka ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa og annarra eigna eingöngu út frá hagsmunum eigenda fjárins, sjóðsfélaganna. Lang heppilegasta nálgunin er sú að sjóðirnir skipti sér ekki af stefnumörkun og stjórnum fyrirtækja nema með því að ákveða annaðhvort að kaupa hlutabréf í þeim eða selja. Hyggist lífeyrissjóðir setja fulltrúa sína í stjórnir skráðra félaga er mikilvægt að setja skýrar reglur um slíkt. Starfsmenn og/eða stjórnarmenn lífeyrissjóða ættu almennt ekki að sitja í stjórnum skráðra félaga heldur ættu sjóðirnir að velja hæfustu sérfræðinga til stjórnarsetu. Þá er grundvallaratriði að stjórnarmenn á vegum lífeyrissjóða ættu ekki að þiggja stjórnarlaun frá skráðu félögunum. Þau laun ættu að renna til viðkomandi lífeyrissjóðs. Sjóðirnir eiga síðan að gera samninga við stjórnarmenn á sínum vegum til ákveðins tíma um greiðslur fyrir stjórnarsetu. Þær greiðslur haldist óbreyttar þó að lífeyrissjóðurinn selji hlut sinn og fulltrúi sjóðsins hverfi úr stjórn. Þetta er mikilvægt vegna þess að stjórnarmaður sem þiggur stjórnarlaun í skráðu félagi hefur ríka hagsmuni af því að halda þessum stjórnarlaunum hvernig sem rekstur og afkoma fyrirtækisins þróast og því fara hans hagsmunir ekki saman við hagsmuni sjóðsfélaganna, sem eiga peningana sem standa að baki stjórnarsetunni. Treysti menn sér ekki til að setja reglur sem tryggja að hagsmunir sjóðsfélaga séu ávallt í fyrirrúmi við fjárfestingarákvarðanir lífeyrissjóða er vissast að banna lífeyrissjóðum að eiga fulltrúa í stjórn t.d. með því að kveða á um að hlutir í eigu lífeyrissjóða skuli ekki hafa atkvæðisrétt við stjórnarkjör. Þá hverfur freistnivandi þeirra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, hefur miklar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir reyni að hafa áhrif á stjórn og stefnu fyrirtækja, sem þeir fjárfesta í, með því að beita afli sínu til að fá fulltrúa sína kjörna í stjórnir skráðra félaga. Sjálfsagt vill Kristján verja þau áhrif sem hann hefur í krafti 40 prósenta eignarhluta síns í fyrirtækinu. Hann telur að lífeyrissjóðirnir eigi ekki að skipta sér af stjórnun og stefnumörkun skráðra fyrirtækja nema sem almennir hluthafar á hluthafafundum, heldur eigi þeir að kjósa með fótunum – með öðrum orðum að ef þeim líkar ekki við stefnu eða stjórnun félaga eigi þeir einfaldlega að selja hlut sinn. Það er talsvert til í þessu hjá Kristjáni. Stjórnendur lífeyrissjóða og fulltrúarnir sem þeir velja til stjórnarstarfa í skráðum félögum hafa það vandasama hlutverk að gæta og ávaxta fjármuni sjóðsfélaga, sem hér á landi hafa nær engin áhrif á fjárfestingastefnu sjóðanna. Þetta býður upp á mikinn freistnivanda og raunar má segja að þetta bjóði hættunni heim. Lífeyrissjóðir eiga að taka ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa og annarra eigna eingöngu út frá hagsmunum eigenda fjárins, sjóðsfélaganna. Lang heppilegasta nálgunin er sú að sjóðirnir skipti sér ekki af stefnumörkun og stjórnum fyrirtækja nema með því að ákveða annaðhvort að kaupa hlutabréf í þeim eða selja. Hyggist lífeyrissjóðir setja fulltrúa sína í stjórnir skráðra félaga er mikilvægt að setja skýrar reglur um slíkt. Starfsmenn og/eða stjórnarmenn lífeyrissjóða ættu almennt ekki að sitja í stjórnum skráðra félaga heldur ættu sjóðirnir að velja hæfustu sérfræðinga til stjórnarsetu. Þá er grundvallaratriði að stjórnarmenn á vegum lífeyrissjóða ættu ekki að þiggja stjórnarlaun frá skráðu félögunum. Þau laun ættu að renna til viðkomandi lífeyrissjóðs. Sjóðirnir eiga síðan að gera samninga við stjórnarmenn á sínum vegum til ákveðins tíma um greiðslur fyrir stjórnarsetu. Þær greiðslur haldist óbreyttar þó að lífeyrissjóðurinn selji hlut sinn og fulltrúi sjóðsins hverfi úr stjórn. Þetta er mikilvægt vegna þess að stjórnarmaður sem þiggur stjórnarlaun í skráðu félagi hefur ríka hagsmuni af því að halda þessum stjórnarlaunum hvernig sem rekstur og afkoma fyrirtækisins þróast og því fara hans hagsmunir ekki saman við hagsmuni sjóðsfélaganna, sem eiga peningana sem standa að baki stjórnarsetunni. Treysti menn sér ekki til að setja reglur sem tryggja að hagsmunir sjóðsfélaga séu ávallt í fyrirrúmi við fjárfestingarákvarðanir lífeyrissjóða er vissast að banna lífeyrissjóðum að eiga fulltrúa í stjórn t.d. með því að kveða á um að hlutir í eigu lífeyrissjóða skuli ekki hafa atkvæðisrétt við stjórnarkjör. Þá hverfur freistnivandi þeirra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira