Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. júní 2016 06:00 Hillary Clinton verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningunum í nóvember. Fréttablaðið/EPA Hillary Clinton hvetur stuðningsmenn Bernies Sanders til að fylkja sér að baki henni í kosningabaráttunni fram undan. Hún tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. „Hvort sem þið studduð mig eða Sanders eða einhvern repúblikananna, þá þurfum við að standa saman við að gera Bandaríkin betri, sanngjarnari og sterkari,“ sagði hún og hrósaði jafnframt Sanders fyrir baráttugleðina: „Kosningabarátta hans og þær áköfu kappræður sem við höfum átt í um það hvernig eigi að hækka tekjur, draga úr ójöfnuði og styrkja félagslegan hreyfanleika upp á við hafa haft mjög góð áhrif á Demókrataflokkinn og Bandaríkin.“ Sanders segist hins vegar enn staðráðinn í að halda áfram baráttunni þangað til á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. „Ég er frekar góður í reikningi og geri mér fulla grein fyrir því að baráttan fram undan verður afar kröpp fyrir okkur,“ sagði hann að kvöldi þriðjudags. „En við ætlum að halda áfram að berjast um hvern einasta fulltrúa.“ Clinton lýsti yfir sigri á fundi með stuðningsmönnum sínum í fyrrakvöld, þar sem hún þakkaði meðal annars móður sinni fyrir að hafa gefið sér gott ráð. „Hún kenndi mér að hopa aldrei undan ofstopamönnum,“ sagði hún og uppskar mikil fagnaðarlæti í salnum. Hún beindi síðan spjótum sínum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem væntanlega mun keppa við hana í forsetakosningunum í nóvember. Hún sagði Trump óhæfan til þess að gegna forsetaembættinu, einfaldlega vegna þess hvers konar skapferli hann væri gæddur: „Hann vill sigra með því að ýta undir ótta okkar og nudda salti í sárin, og minna okkur daglega á það hversu frábær hann er. Við teljum að við eigum að hjálpa hvert öðru upp, ekki rífa hvert annað niður.“ Enn eiga demókratar þó eftir að kjósa sér forsetaefni í höfuðborginni Washington. Þær forkosningar fara fram á þriðjudaginn, 14. júní. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Hillary Clinton hvetur stuðningsmenn Bernies Sanders til að fylkja sér að baki henni í kosningabaráttunni fram undan. Hún tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. „Hvort sem þið studduð mig eða Sanders eða einhvern repúblikananna, þá þurfum við að standa saman við að gera Bandaríkin betri, sanngjarnari og sterkari,“ sagði hún og hrósaði jafnframt Sanders fyrir baráttugleðina: „Kosningabarátta hans og þær áköfu kappræður sem við höfum átt í um það hvernig eigi að hækka tekjur, draga úr ójöfnuði og styrkja félagslegan hreyfanleika upp á við hafa haft mjög góð áhrif á Demókrataflokkinn og Bandaríkin.“ Sanders segist hins vegar enn staðráðinn í að halda áfram baráttunni þangað til á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. „Ég er frekar góður í reikningi og geri mér fulla grein fyrir því að baráttan fram undan verður afar kröpp fyrir okkur,“ sagði hann að kvöldi þriðjudags. „En við ætlum að halda áfram að berjast um hvern einasta fulltrúa.“ Clinton lýsti yfir sigri á fundi með stuðningsmönnum sínum í fyrrakvöld, þar sem hún þakkaði meðal annars móður sinni fyrir að hafa gefið sér gott ráð. „Hún kenndi mér að hopa aldrei undan ofstopamönnum,“ sagði hún og uppskar mikil fagnaðarlæti í salnum. Hún beindi síðan spjótum sínum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem væntanlega mun keppa við hana í forsetakosningunum í nóvember. Hún sagði Trump óhæfan til þess að gegna forsetaembættinu, einfaldlega vegna þess hvers konar skapferli hann væri gæddur: „Hann vill sigra með því að ýta undir ótta okkar og nudda salti í sárin, og minna okkur daglega á það hversu frábær hann er. Við teljum að við eigum að hjálpa hvert öðru upp, ekki rífa hvert annað niður.“ Enn eiga demókratar þó eftir að kjósa sér forsetaefni í höfuðborginni Washington. Þær forkosningar fara fram á þriðjudaginn, 14. júní.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira