Aðeins um sameiningartákn Logi Bergmann Eiðsson skrifar 28. maí 2016 11:22 Aths. Ég er ekki með forsetakosningar á heilanum og til að gæta hlutleysis verða frambjóðendur ekki nafngreindir. Ég fór í sund um daginn og hitti þar kunningja minn. Við þekkjumst alveg ágætlega en eigum kannski frekar fátt sameiginlegt. En hann er mjög skemmtilegur og ég er eiginlega alveg viss um að honum finnist ég mjög fínn gaur. Þannig að við fórum að ræða um hluti sem skipta engu máli. Eins og forsetakjörið. Og þá fór minn maður í gang. Hann sagði að hann væri eins og rasisti. Hann liti í raun ekki á fólkið sem ætlaði að kjósa D sem hluta af sinni þjóð. Það væri svo fáránleg hugmynd að það tæki ekki tali. Ég leyfði honum að tala (hann er mælskur og með frekar fallega rödd) og hann gat bara ekki hætt. Miðað við mann sem átti ekki orð yfir þennan frambjóðanda, þá notaði hann rosalega mörg orð. Og flest ekkert sérstaklega falleg. Frambjóðandi A var hins vegar (að hans mati) algjörlega sjúklega meiriháttar. Hann væri allra manna líklegastur til að koma öllu hér á réttan kjöl og gera alla glaða og hamingjusama. Svo hitti ég annan, sem ég þekki ágætlega og veit að er alveg í lagi, sem sagði að frambjóðandi D væri eini maðurinn með viti og sá eini sem kynni þetta, svona eins og við værum að ræða um að fá múrara til að skella upp tröppum. Og hann bætti við að frambjóðandi G væri stórhættulegur. Hann vildi jafnvel ganga í Evrópusambandið. Og það væri svakalegt. Nú á ég ennþá eftir að skila BA-ritgerðinni minni í stjórnmálafræði. En hvernig ætli þetta gangi fyrir sig: G: Já, hæ! Er þetta hjá Evrópusambandinu? E: Já. G: Ég var að hugsa um að ganga í sambandið? E: Einmitt. Og einhverjir fleiri með þér? G: Já. Allir á Íslandi. E: Ok … Geturðu hinkrað smástund? Ég ætla að athuga hvort það er laust ... Eigum við að vera öll á sömu blaðsíðu? Við erum að velja forseta. Jújú. Hann gerir alveg helling en mest er hann í svona einhverju skaðlausu dundi. Hann er á einhverjum frumsýningum og í boðum og ferðalögum og heimsóknum.Að sameina þjóðina Við erum ekki að velja mann með ofurkrafta. (Reyndar er ég nokkuð viss um að einn frambjóðandi (Á) getur fært hluti með þessu augnaráði.) Og höfum það alveg í huga að við erum ekki að fara að velja sameiningartákn. Veit einhver hvaðan sá brandari er kominn? Forsetar eru ekki sameiningartákn. Nema kannski vinur minn í Túrkmenistan, Gurbanguly Mälikgulyýewiç Berdimuhamedow. Við erum ekki að kjósa forseta til að lesa okkur í svefn eða sjá til þess að allir séu vinir. Þetta eru kosningar. Það mun einn vinna og hann verður forseti. Og við þurfum bara að sætta okkur við það. Þeir sem segjast ætla að flýja land ef einhver verður forseti eru eins og fýlugjarnir unglingar sem hóta að flytja að heiman ef foreldrar slökkva á routernum. Þeir þurfa bara knús.Veljum okkur vin Sjálfur ætla ég að mæta á kjörstað. Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir því. Og mér er alveg sama hvað aðrir kjósa. Mér kemur það bara ekki við. En ég held að það sé ágætis pæling að kjósa þann sem þú gætir helst hugsað þér að fara í bíó með. Eða á djammið, eða húsdýragarðinn eða IKEA. Eða bara hvað sem þér finnst skemmtilegt að gera. Ef við erum ekki með ákveðnar skoðanir á þessu, þá held ég að við ættum að hugsa þannig um forsetann; sem félaga sem gæti verið gaman að hanga með. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að gefa öðru fólki ráð um hvað það eigi að kjósa. Hver myndi svo sem taka mark á ráðum frá manni sem ákvað að fá sér hvítar flísar á eldhúsgólfið hjá sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Logi Bergmann Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Aths. Ég er ekki með forsetakosningar á heilanum og til að gæta hlutleysis verða frambjóðendur ekki nafngreindir. Ég fór í sund um daginn og hitti þar kunningja minn. Við þekkjumst alveg ágætlega en eigum kannski frekar fátt sameiginlegt. En hann er mjög skemmtilegur og ég er eiginlega alveg viss um að honum finnist ég mjög fínn gaur. Þannig að við fórum að ræða um hluti sem skipta engu máli. Eins og forsetakjörið. Og þá fór minn maður í gang. Hann sagði að hann væri eins og rasisti. Hann liti í raun ekki á fólkið sem ætlaði að kjósa D sem hluta af sinni þjóð. Það væri svo fáránleg hugmynd að það tæki ekki tali. Ég leyfði honum að tala (hann er mælskur og með frekar fallega rödd) og hann gat bara ekki hætt. Miðað við mann sem átti ekki orð yfir þennan frambjóðanda, þá notaði hann rosalega mörg orð. Og flest ekkert sérstaklega falleg. Frambjóðandi A var hins vegar (að hans mati) algjörlega sjúklega meiriháttar. Hann væri allra manna líklegastur til að koma öllu hér á réttan kjöl og gera alla glaða og hamingjusama. Svo hitti ég annan, sem ég þekki ágætlega og veit að er alveg í lagi, sem sagði að frambjóðandi D væri eini maðurinn með viti og sá eini sem kynni þetta, svona eins og við værum að ræða um að fá múrara til að skella upp tröppum. Og hann bætti við að frambjóðandi G væri stórhættulegur. Hann vildi jafnvel ganga í Evrópusambandið. Og það væri svakalegt. Nú á ég ennþá eftir að skila BA-ritgerðinni minni í stjórnmálafræði. En hvernig ætli þetta gangi fyrir sig: G: Já, hæ! Er þetta hjá Evrópusambandinu? E: Já. G: Ég var að hugsa um að ganga í sambandið? E: Einmitt. Og einhverjir fleiri með þér? G: Já. Allir á Íslandi. E: Ok … Geturðu hinkrað smástund? Ég ætla að athuga hvort það er laust ... Eigum við að vera öll á sömu blaðsíðu? Við erum að velja forseta. Jújú. Hann gerir alveg helling en mest er hann í svona einhverju skaðlausu dundi. Hann er á einhverjum frumsýningum og í boðum og ferðalögum og heimsóknum.Að sameina þjóðina Við erum ekki að velja mann með ofurkrafta. (Reyndar er ég nokkuð viss um að einn frambjóðandi (Á) getur fært hluti með þessu augnaráði.) Og höfum það alveg í huga að við erum ekki að fara að velja sameiningartákn. Veit einhver hvaðan sá brandari er kominn? Forsetar eru ekki sameiningartákn. Nema kannski vinur minn í Túrkmenistan, Gurbanguly Mälikgulyýewiç Berdimuhamedow. Við erum ekki að kjósa forseta til að lesa okkur í svefn eða sjá til þess að allir séu vinir. Þetta eru kosningar. Það mun einn vinna og hann verður forseti. Og við þurfum bara að sætta okkur við það. Þeir sem segjast ætla að flýja land ef einhver verður forseti eru eins og fýlugjarnir unglingar sem hóta að flytja að heiman ef foreldrar slökkva á routernum. Þeir þurfa bara knús.Veljum okkur vin Sjálfur ætla ég að mæta á kjörstað. Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir því. Og mér er alveg sama hvað aðrir kjósa. Mér kemur það bara ekki við. En ég held að það sé ágætis pæling að kjósa þann sem þú gætir helst hugsað þér að fara í bíó með. Eða á djammið, eða húsdýragarðinn eða IKEA. Eða bara hvað sem þér finnst skemmtilegt að gera. Ef við erum ekki með ákveðnar skoðanir á þessu, þá held ég að við ættum að hugsa þannig um forsetann; sem félaga sem gæti verið gaman að hanga með. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að gefa öðru fólki ráð um hvað það eigi að kjósa. Hver myndi svo sem taka mark á ráðum frá manni sem ákvað að fá sér hvítar flísar á eldhúsgólfið hjá sér?
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar