Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. apríl 2016 07:00 Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders lögðu hönd að brjósti þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn á undan sjónvarpskappræðum þeirra á fimmtudagskvöldið. Nordicphotos/AFP Forkosningarnar í New York á þriðjudaginn gætu skipt sköpum í kosningabaráttu Demókrataflokksins, þar sem nú sígur á seinni hluta hennar. Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders þóttu óvenju hranaleg og óvægin í kappræðum á fimmtudagskvöldið. Sanders var gagnrýndur fyrir að vera of reiður en Clinton þótti ekki síður harðsnúin í gagnrýni sinni á Sanders. Sanders sagðist meðal annars ekki efast um að Clinton væri hæf til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Hins vegar efaðist hann um dómgreind hennar og tíndi til ýmsar umdeildar ákvarðanir hennar. Sanders krafðist meðal annars svara frá Clinton um hernað Ísraela á Gasasvæðinu árið 2014. Hann sagðist sjálfur styðja Ísraelsríki af heilum hug en vera engu að síður þeirrar skoðunar að Ísraelar hefðu beitt óhóflega miklu ofbeldi, og spurði beint hvort Clinton væri sömu skoðunar. Hún kom sér hjá því að svara þeirri spurningu beint, en sagðist ætla að halda ótrauð áfram að vinna að lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna yrði hún forseti. Enn eiga demókratar eftir að halda forkosningar í tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, en repúblikanar í sextán. Mestu munar þar um New York, þar sem gengið verður til atkvæða á þriðjudaginn kemur, og Kaliforníu þar sem kosið verður 7. júní. Þann dag verða síðustu forkosningar flokkanna tveggja, og alls ekki víst að úrslitin ráðist fyrr en þá – eða jafnvel ekki fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Sanders hefur unnið sjö af síðustu átta forkosningum, en virðist eiga þungan róður fram undan samkvæmt skoðanakönnunum. Fyrirfram virðist Sanders eiga litla möguleika gegn Clinton í New York á þriðjudaginn. Clinton mælist þar með vel yfir 50 prósenta stuðning en Sanders með um og innan við fjörutíu prósent. Af repúblikönum er það að frétta að Donald Trump mjakast áfram nær sigrinum, þótt enn vanti töluvert upp á að hann sé búinn að tryggja sér meirihluta á landsþinginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira
Forkosningarnar í New York á þriðjudaginn gætu skipt sköpum í kosningabaráttu Demókrataflokksins, þar sem nú sígur á seinni hluta hennar. Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders þóttu óvenju hranaleg og óvægin í kappræðum á fimmtudagskvöldið. Sanders var gagnrýndur fyrir að vera of reiður en Clinton þótti ekki síður harðsnúin í gagnrýni sinni á Sanders. Sanders sagðist meðal annars ekki efast um að Clinton væri hæf til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Hins vegar efaðist hann um dómgreind hennar og tíndi til ýmsar umdeildar ákvarðanir hennar. Sanders krafðist meðal annars svara frá Clinton um hernað Ísraela á Gasasvæðinu árið 2014. Hann sagðist sjálfur styðja Ísraelsríki af heilum hug en vera engu að síður þeirrar skoðunar að Ísraelar hefðu beitt óhóflega miklu ofbeldi, og spurði beint hvort Clinton væri sömu skoðunar. Hún kom sér hjá því að svara þeirri spurningu beint, en sagðist ætla að halda ótrauð áfram að vinna að lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna yrði hún forseti. Enn eiga demókratar eftir að halda forkosningar í tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, en repúblikanar í sextán. Mestu munar þar um New York, þar sem gengið verður til atkvæða á þriðjudaginn kemur, og Kaliforníu þar sem kosið verður 7. júní. Þann dag verða síðustu forkosningar flokkanna tveggja, og alls ekki víst að úrslitin ráðist fyrr en þá – eða jafnvel ekki fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Sanders hefur unnið sjö af síðustu átta forkosningum, en virðist eiga þungan róður fram undan samkvæmt skoðanakönnunum. Fyrirfram virðist Sanders eiga litla möguleika gegn Clinton í New York á þriðjudaginn. Clinton mælist þar með vel yfir 50 prósenta stuðning en Sanders með um og innan við fjörutíu prósent. Af repúblikönum er það að frétta að Donald Trump mjakast áfram nær sigrinum, þótt enn vanti töluvert upp á að hann sé búinn að tryggja sér meirihluta á landsþinginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira