Forskosningarnar í New York í beinni: Clinton og Trump mæta á heimavöll Bjarki Ármannsson skrifar 19. apríl 2016 23:26 Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Vísir/Getty/AFP Forkosningar í New York-ríki standa nú yfir og og loka kjörstaðir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Bæði Clinton og Trump hafa átt erfitt uppdráttar síðustu vikur; Clinton hefur lotið í lægra haldi fyrir Bernie Sanders í sjö af átta síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í og Trump mátti sömuleiðis sætta sig við stórtap gegn Ted Cruz í Wisconsin-ríki. Þau geta þó bæði hugsað sér gott til glóðarinnar í kvöld, gangi spár eftir. Trump getur nánast gengið að sigrinum vísum í ríkinu. Hann hefur mælst með mikið forskot á þá Cruz og John Kasich í skoðanakönnunum en þess ber þó að geta að naumur sigur væri sennilega ekki nóg fyrir Trump til að tryggja sér meirihluta kjörmanna í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. Til þess að tryggja sér alla 95 kjörmenn New York-ríkis þarf Trump að fá rúmlega helming atkvæða í öllum kjördæmum ríkisins. Það er talið gerlegt en það flækir þó málin fyrir Trump að Kasich skuli enn vera með í baráttunni. Trump myndi sennilega eiga auðvelt með að tryggja sér rúmlega helming atkvæða væri hann einn gegn sínum helsta keppinauti, Cruz, sem er alls ekki vinsæll meðal íbúa New York. Clinton stendur sömuleiðis vel fyrir þessar forkosningar og hefur enn verulegt forskot á Sanders hvað kjörmenn varðar á landsvísu. Það forskot hefur þó dregist saman í síðustu forkosningum og naumur sigur í heimaríki hennar, þar sem hún bar höfuð yfir herðar Sanders í skoðanakönnunum fyrir aðeins mánuði, væri áhyggjuefni.Hægt verður að fylgjast með umfjöllun fréttaveitunnar ABC um forkosningarnar í New York í beinni útsendingu næstu klukkustundirnar í spilaranum hér að neðan. Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump vísaði til 9/11 sem 7/11 7/11 er verslanakeðja í Bandaríkjunum og víðar. 19. apríl 2016 10:01 Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Fleiri fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Sjá meira
Forkosningar í New York-ríki standa nú yfir og og loka kjörstaðir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Bæði Clinton og Trump hafa átt erfitt uppdráttar síðustu vikur; Clinton hefur lotið í lægra haldi fyrir Bernie Sanders í sjö af átta síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í og Trump mátti sömuleiðis sætta sig við stórtap gegn Ted Cruz í Wisconsin-ríki. Þau geta þó bæði hugsað sér gott til glóðarinnar í kvöld, gangi spár eftir. Trump getur nánast gengið að sigrinum vísum í ríkinu. Hann hefur mælst með mikið forskot á þá Cruz og John Kasich í skoðanakönnunum en þess ber þó að geta að naumur sigur væri sennilega ekki nóg fyrir Trump til að tryggja sér meirihluta kjörmanna í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. Til þess að tryggja sér alla 95 kjörmenn New York-ríkis þarf Trump að fá rúmlega helming atkvæða í öllum kjördæmum ríkisins. Það er talið gerlegt en það flækir þó málin fyrir Trump að Kasich skuli enn vera með í baráttunni. Trump myndi sennilega eiga auðvelt með að tryggja sér rúmlega helming atkvæða væri hann einn gegn sínum helsta keppinauti, Cruz, sem er alls ekki vinsæll meðal íbúa New York. Clinton stendur sömuleiðis vel fyrir þessar forkosningar og hefur enn verulegt forskot á Sanders hvað kjörmenn varðar á landsvísu. Það forskot hefur þó dregist saman í síðustu forkosningum og naumur sigur í heimaríki hennar, þar sem hún bar höfuð yfir herðar Sanders í skoðanakönnunum fyrir aðeins mánuði, væri áhyggjuefni.Hægt verður að fylgjast með umfjöllun fréttaveitunnar ABC um forkosningarnar í New York í beinni útsendingu næstu klukkustundirnar í spilaranum hér að neðan.
Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump vísaði til 9/11 sem 7/11 7/11 er verslanakeðja í Bandaríkjunum og víðar. 19. apríl 2016 10:01 Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Fleiri fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Sjá meira
Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00