Gamla Ísland er nýja Ísland Skjóðan skrifar 30. mars 2016 10:00 Gríðarlegur uppgangur ríkti hér á landi á árunum fyrir hrun. Gamlir, staðnaðir ríkisbankar í úreltu fjármagnskerfi voru seldir lykilfjárfestum. Í kjölfarið fylgdi óhjákvæmilega mikill vöxtur íslenska bankakerfisins, sem sleit af sér öll bönd og nýtti sér aðgang að ódýru alþjóðlegu fjármagni til að umbreyta íslensku fjármálakerfi. Sumt var til góðs en annað síður. Fjármálakerfið sjálft lagaði sig aldrei að nýju bönkunum og alþjóðlegum umsvifum þeirra. Kerfið bannaði m.a. bönkunum að gera upp í alþjóðlegri mynt þó að 80-90 prósent af umsvifum þeirra færu fram utan íslenska krónuhagkerfisins. En bankarnir léku á als oddi rétt eins og beljur sem hleypt er úr fjósi að vori. Ásamt lífeyrissjóðunum fylgdu þeir íslenskum fjárfestum í kraftmikla útrás. En útrásin var ekki það eina. Hér innanlands var sem fjármálakerfið væri losað úr höftum og vitanlega var það svo í bókstaflegri merkingu. Eignarhald fyrirtækja, sem í áratugi höfðu verið í eigu sömu fjölskyldna riðlaðist. Lífeyrissjóðir fjármögnuðu, fyrir milligöngu bankanna, yfirtöku framsækinna fjárfesta og athafnamanna á mörgum helstu fyrirtækjum landsins. Verðið var hátt í sögulegu samhengi en sjaldan ef nokkurn tíma höfðu peningar í heiminum verið jafn ódýrir. Bankarnir geystust inn á íbúðalánamarkaðinn, lækkuðu vexti og hækkuðu lánshlutföll. Þetta gerði venjulegu fólki, sem fram til þess tíma hafði mátt una því að flytja inn í eitt herbergi í ókláraðri íbúð og nota sturtuhengi fyrir hurðir innandyra árum saman og klára svo íbúðina fyrir fjölskylduna um svipað leyti og síðasti unginn flaug úr hreiðrinu, kleift að eignast og flytjast í húsnæði á meðan enn þurfti á því að halda. Eigendur gömlu fjölskyldufyrirtækjanna fóru með söluhagnaðinn og fengu bankann sinn til að flytja peningana úr landi, koma þeim í trygga alþjóðlega mynt og öruggt skjól fyrir íslenskum sveiflum og sköttum. Þetta er einn angi þess vanda sem forsætisráðherrahjónin eru búin að koma sér í. Svo varð hrun. Kallað var eftir nýju Íslandi. Þá voru gömlu fjölskyldurnar komnar með sitt fé úr landi og í alvöru mynt. Eftir hrun hefur kapp verið lagt á að leiðrétta misvægið sem hér varð. Íbúðirnar hafa verið hirtar af fólkinu sem var svo bláeygt að nýta íbúðalán bankanna. Gömlu fjölskyldufyrirtækin hafa verið hirt af þeim sem tekið höfðu himinhá lán til að kaupa þau af gömlu fjölskyldunum. Bráðum verður allt sem fyrr eða jafnvel enn betra. Gömlu fjölskyldurnar ríkari en áður. Þeir sem keyptu fjölskyldufyrirtækin eignalausir og ærulausir rétt eins og bankamennirnir sem lánuðu þeim peningana. Fólkið étur það sem úti frýs. Nýja Ísland er gamla Ísland. Skjóðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Gríðarlegur uppgangur ríkti hér á landi á árunum fyrir hrun. Gamlir, staðnaðir ríkisbankar í úreltu fjármagnskerfi voru seldir lykilfjárfestum. Í kjölfarið fylgdi óhjákvæmilega mikill vöxtur íslenska bankakerfisins, sem sleit af sér öll bönd og nýtti sér aðgang að ódýru alþjóðlegu fjármagni til að umbreyta íslensku fjármálakerfi. Sumt var til góðs en annað síður. Fjármálakerfið sjálft lagaði sig aldrei að nýju bönkunum og alþjóðlegum umsvifum þeirra. Kerfið bannaði m.a. bönkunum að gera upp í alþjóðlegri mynt þó að 80-90 prósent af umsvifum þeirra færu fram utan íslenska krónuhagkerfisins. En bankarnir léku á als oddi rétt eins og beljur sem hleypt er úr fjósi að vori. Ásamt lífeyrissjóðunum fylgdu þeir íslenskum fjárfestum í kraftmikla útrás. En útrásin var ekki það eina. Hér innanlands var sem fjármálakerfið væri losað úr höftum og vitanlega var það svo í bókstaflegri merkingu. Eignarhald fyrirtækja, sem í áratugi höfðu verið í eigu sömu fjölskyldna riðlaðist. Lífeyrissjóðir fjármögnuðu, fyrir milligöngu bankanna, yfirtöku framsækinna fjárfesta og athafnamanna á mörgum helstu fyrirtækjum landsins. Verðið var hátt í sögulegu samhengi en sjaldan ef nokkurn tíma höfðu peningar í heiminum verið jafn ódýrir. Bankarnir geystust inn á íbúðalánamarkaðinn, lækkuðu vexti og hækkuðu lánshlutföll. Þetta gerði venjulegu fólki, sem fram til þess tíma hafði mátt una því að flytja inn í eitt herbergi í ókláraðri íbúð og nota sturtuhengi fyrir hurðir innandyra árum saman og klára svo íbúðina fyrir fjölskylduna um svipað leyti og síðasti unginn flaug úr hreiðrinu, kleift að eignast og flytjast í húsnæði á meðan enn þurfti á því að halda. Eigendur gömlu fjölskyldufyrirtækjanna fóru með söluhagnaðinn og fengu bankann sinn til að flytja peningana úr landi, koma þeim í trygga alþjóðlega mynt og öruggt skjól fyrir íslenskum sveiflum og sköttum. Þetta er einn angi þess vanda sem forsætisráðherrahjónin eru búin að koma sér í. Svo varð hrun. Kallað var eftir nýju Íslandi. Þá voru gömlu fjölskyldurnar komnar með sitt fé úr landi og í alvöru mynt. Eftir hrun hefur kapp verið lagt á að leiðrétta misvægið sem hér varð. Íbúðirnar hafa verið hirtar af fólkinu sem var svo bláeygt að nýta íbúðalán bankanna. Gömlu fjölskyldufyrirtækin hafa verið hirt af þeim sem tekið höfðu himinhá lán til að kaupa þau af gömlu fjölskyldunum. Bráðum verður allt sem fyrr eða jafnvel enn betra. Gömlu fjölskyldurnar ríkari en áður. Þeir sem keyptu fjölskyldufyrirtækin eignalausir og ærulausir rétt eins og bankamennirnir sem lánuðu þeim peningana. Fólkið étur það sem úti frýs. Nýja Ísland er gamla Ísland.
Skjóðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira