Ríkið ræðst til atlögu við einkarekstur og neytendur Skjóðan skrifar 23. mars 2016 10:00 Í síðustu viku samþykkti Alþingi lög sem heimila fjármálaráðherra að setja á fót eignarhaldsfélag til að fara með þær framsalseignir, sem ríkið tekur við frá slitabúum gömlu bankanna og fleiri fjármálastofnunum sem hluta af stöðugleikasamkomulagi, en sem kunnugt er var mjög stór hluti stöðugleikaframlagsins í raun eins konar dótakassi með eignarhlutum í fyrirtækjum sem ríkið þarf svo að koma í verð. Alþingi ætlar ríkinu þrjú ár til að selja þessar eignir en vert er að geta þess að þó að Íslandsbanki hafi fylgt í heilu lagi sem stöðugleikaframlag fer hann ekki undir þetta eignarhaldsfélag heldur undir Bankasýslu ríkisins. Sá langi tími sem ríkið ætlar sér til að losa sig við eignirnar vekur athygli. Næstu þrjú árin ætlar ríkið sem sagt að vera á fullu í blússandi samkeppni við einkafyrirtæki á flestum mörkuðum hér á landi. Í dótakassanum kennir ýmissa grasa. Ríkið á nú Lyfju og mun því næstu árin keppa við Hagkaup, Krónuna og Nettó um sölu á sólarvörn og vellyktandi. Fyrir er ríkið í umfangsmikilli samkeppni við einkageirann. Það rekur Fríhöfn í Keflavík og hefur m.a. einkarétt á áfengissölu hér á landi. Á fjölmiðlamarkaði keppir ríkið af mikilli hörku við einkarekna fjölmiðla og á síðustu 16 mánuðum hefur ríkið lagt RÚV til 4,9 milljarða ofan á auglýsingatekjur. Nú á ríkið eignaleigufyrirtækið Lýsingu í gegnum Klakka. Í gegnum ýmis fasteignafélög er ríkið orðið umfangsmikið í rekstri skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ef einhver vill skrá lén með endingunni .is verður viðkomandi að versla við ríkið. Þeir sem kaupa flugmiða í gegnum DOHOP eða flytja vörur með Eimskip eru nú viðskiptavinir íslenska ríkisins. Verðmæti dótakassans er mjög á reiki og veltur mikið á því hvernig ríkinu tekst að hámarka virði þessara eigna á næstu þremur árum. Varla mun ríkið standa fyrir virku verðlagseftirliti, sem getur bitnað á hagnaði allra þessara nýju ríkisfyrirtækja. Fram undan eru því viðsjárverðir tímar fyrir íslenska neytendur. Stærstu aðilar í íslensku atvinnulífi eru annars vegar lífeyrissjóðirnir og hins vegar ríkið, aðilar sem undir eðlilegum kringumstæðum eiga að standa vörð um hagsmuni neytenda og launafólks en verja nú allt aðra hagsmuni. Fjármálaráðherra á að hafa forystu um að slíkt ástand sem lýst er hér að ofan skapist ekki. Ríkinu duga sex mánuðir til að selja þessar eignir sem það fékk frá slitabúum gömlu bankanna. Þrjú ár eru ávísun á frekari spillingu og tjón fyrir hagkerfið í heild sinni. Nóg er komið af ríkisrekstri í samkeppni við einkarekstur með skelfilegum afleiðingum fyrir neytendur og launafólk. Skjóðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti Alþingi lög sem heimila fjármálaráðherra að setja á fót eignarhaldsfélag til að fara með þær framsalseignir, sem ríkið tekur við frá slitabúum gömlu bankanna og fleiri fjármálastofnunum sem hluta af stöðugleikasamkomulagi, en sem kunnugt er var mjög stór hluti stöðugleikaframlagsins í raun eins konar dótakassi með eignarhlutum í fyrirtækjum sem ríkið þarf svo að koma í verð. Alþingi ætlar ríkinu þrjú ár til að selja þessar eignir en vert er að geta þess að þó að Íslandsbanki hafi fylgt í heilu lagi sem stöðugleikaframlag fer hann ekki undir þetta eignarhaldsfélag heldur undir Bankasýslu ríkisins. Sá langi tími sem ríkið ætlar sér til að losa sig við eignirnar vekur athygli. Næstu þrjú árin ætlar ríkið sem sagt að vera á fullu í blússandi samkeppni við einkafyrirtæki á flestum mörkuðum hér á landi. Í dótakassanum kennir ýmissa grasa. Ríkið á nú Lyfju og mun því næstu árin keppa við Hagkaup, Krónuna og Nettó um sölu á sólarvörn og vellyktandi. Fyrir er ríkið í umfangsmikilli samkeppni við einkageirann. Það rekur Fríhöfn í Keflavík og hefur m.a. einkarétt á áfengissölu hér á landi. Á fjölmiðlamarkaði keppir ríkið af mikilli hörku við einkarekna fjölmiðla og á síðustu 16 mánuðum hefur ríkið lagt RÚV til 4,9 milljarða ofan á auglýsingatekjur. Nú á ríkið eignaleigufyrirtækið Lýsingu í gegnum Klakka. Í gegnum ýmis fasteignafélög er ríkið orðið umfangsmikið í rekstri skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ef einhver vill skrá lén með endingunni .is verður viðkomandi að versla við ríkið. Þeir sem kaupa flugmiða í gegnum DOHOP eða flytja vörur með Eimskip eru nú viðskiptavinir íslenska ríkisins. Verðmæti dótakassans er mjög á reiki og veltur mikið á því hvernig ríkinu tekst að hámarka virði þessara eigna á næstu þremur árum. Varla mun ríkið standa fyrir virku verðlagseftirliti, sem getur bitnað á hagnaði allra þessara nýju ríkisfyrirtækja. Fram undan eru því viðsjárverðir tímar fyrir íslenska neytendur. Stærstu aðilar í íslensku atvinnulífi eru annars vegar lífeyrissjóðirnir og hins vegar ríkið, aðilar sem undir eðlilegum kringumstæðum eiga að standa vörð um hagsmuni neytenda og launafólks en verja nú allt aðra hagsmuni. Fjármálaráðherra á að hafa forystu um að slíkt ástand sem lýst er hér að ofan skapist ekki. Ríkinu duga sex mánuðir til að selja þessar eignir sem það fékk frá slitabúum gömlu bankanna. Þrjú ár eru ávísun á frekari spillingu og tjón fyrir hagkerfið í heild sinni. Nóg er komið af ríkisrekstri í samkeppni við einkarekstur með skelfilegum afleiðingum fyrir neytendur og launafólk.
Skjóðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira