Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2016 11:00 Lægðin Nú er flensan nýskriðin úr flestum landsmönnum og þá tekur ekki betra við. Helvítis lægðin. Lægðin er í raun engu skárri en flensan því hún leggst með offorsi á andann og allir verða eins og bugaðir draugar. Maður hættir sér ekki út úr húsi nema í viðeigandi hlífðarfatnaði og með fullhlaðinn síma. Í slíku árferði er best að halda sig bara innandyra. Það sem er jákvætt er hins vegar að það er hægt að halda sig inni á alls konar viðburðum á HönnunarMars um helgina. Ég er samt laumu þakklát fyrir rigninguna þar sem það varð skammhlaup í rúðuþurrkunum á bílnum mínum þannig það er ekki hægt að slökkva á þeim. Það tekur enginn eftir því þegar það rignir en það er hvimleitt helvíti í þurrviðri. Sérstaklega á rauðu ljósi. Ég get látið eins og ég sé að þrífa framrúðuna af miklum móð, enda er mikilvægt að hafa gott skyggni við akstur. Ég er samt búin með rúðupissið núna og þarf að fylla á það við fyrsta tækifæri og er þess vegna þakklát rigningunni fyrir að láta mig ekki líta út eins og algjöran lúða við stýrið.Uppvask Nú bý ég ekki við þau sturluðu lífsgæði að eiga uppþvottavél. Mér finnst samt frekar gaman að vaska upp – sérstaklega ef ég er með allan þann staðalbúnað sem ég vil og þarf til þess að eiga fullkomna stund með uppvaskinu.Staðalbúnaður:1. Ég er hrifnari af því að nota svamp frekar en uppþvottabursta. Það myndast meiri nálægð við það sem maður er að handfjatla. Ókosturinn er óumdeilanlega sá að svampar verða fyrr ógeðslegir en ef maður gætir þess að þrífa þá vel eftir notkun þá er þetta ekkert stórmál.2. Uppþvottahanskar eru nauðsynlegir. Það er fátt jafn ógeðslegt og að fá matarleifar á puttana og svo verja þeir mann líka fyrir funheitu vatni sem maður oft á tíðum nýtir við athöfnina. Eftir talsverðar umræður á heimilinu höfum við komist að því að þykkustu og endingarbestu hanskarnir fást í Ikea. Þeir eru alveg skotheldir. Ég mæli með að kaupa nokkra í einu og eiga varapar inni í skáp.3. Uppþvottalögur með sítrónulykt. Það er fátt jafn frískandi og sítrónulykt, hvað þá þegar maður er að vaska upp. Maður er reyndar alltaf að daðra við það að vera betri manneskja/neytandi og undir því yfirskini höfum við sambýlingarnir verið að fjárfesta í einhverjum ekólógískum uppþvottalegi en fyrir mína parta er hann algjört frat.4. Ég gæti vaskað upp klukkutímum og jafnvel sólarhringum saman ef ég er að hlusta á skemmtilegt hlaðvarp á meðan.Skíðaferð Nú mun ég seint halda því fram að ég sé sérlega fær skíðakona. Ég átti vissulega mína spretti í Breiðholtsbrekkunni á yngri árum en síðan þá hef ég ekki mikið verið að skella framlengingum á fæturna og húrra mér niður snarbrattar brekkur. Nú er hins vegar svo komið að ég er að fara í skíðaferð. Í Alpana. Og var svo í þokkabót að komast að því að með því að skrá mig í þessa ferð var ég jafnframt að skrá mig í skíðakeppni. Sem var vissulega ákveðinn skellur og ég þori að fullyrða að ég mun ekki standa á neinum verðlaunapalli. Ég er samt búin að fá lánaðan sérlega glæsilegan fjólubláan skíðagalla frá níunda áratug síðustu aldar en flestir vita að útlitið skiptir öllu máli í hvers kyns útivist. Nú er ég byrjuð að hafa þungar áhyggjur af því hvernig í ósköpunum ég á að komast klakklaust niður brekkurnar. Eitt af því sem háir mér er sjónin. Ég þarf nefnilega að notast við hjálpartæki sem í daglegu tali nefnist gleraugu þegar ég þarf að sjá eitthvað örlítið fram fyrir mig. Til dæmis við akstur. Slíkt hjálpartæki er nauðsynlegt þegar skíða á niður brekku á blússandi ferð. Sérstaklega þar sem snjór er samlitur og því getur það reynst erfitt að greina hvers kyns misfellur búi maður ekki yfir fullkominni sjón. Og ekki getur maður skíðað með gleraugu – það flokkast víst undir áhættuhegðun. Ég fór einu sinni á skíði án sjóntækja og sá ekki að ég stefndi rakleitt á stökkpall í skjannahvítri brekkunni. Á hann fór ég og leyfi mér að efast um að stökkið hafi verið sérlega glæsilegt. Svo endaði ég sem einhverskonar mannlegt hrúgald talsvert neðar í brekkunni. Skíðin einhvers staðar allt annars staðar og ég alveg ringluð en alsæl með að allir útlimir væru enn fastir við búkinn. Ég ætla auðvitað eftir að reyna að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig og hef því fjárfest í augnlinsum og mun stunda stífar æfingar í ísetningu þeirra þar til að brottför kemur.Flugvélar Nú er ég svo sem ekkert að kljúfa atómið þegar ég leyfi mér að fullyrða að flestir Íslendingar nýta sér flugvélar til þess að komast til útlanda. Mér finnst mjög gaman í flugvélum og á flugvöllum. Ég hef nefnilega farið svo hrikalega sjaldan til útlanda að nýjabrumið er ekki enn farið af þessu öllu saman. Ég vil helst mæta á flugvöllinn mörgum tímum fyrir brottför en því miður eru einhverjar reglur sem hamla því og ég verð að sætta mig við að mæta tveimur tímum fyrir brottför og nýta tíma minn á flugstöðinni mjög vel. Svo þegar ég kemst loksins í vélina er eins og ég sé gengin í barndóm á ný og það ískrar svoleiðis í okkar konu í flugtaki og lendingu. Ég tími heldur aldrei að sofa í flugvél. Mér finnst alltof spennandi að vera uppi í háloftunum og njóta alls þess sem þau hafa upp á að bjóða, sem er yfirleitt staðið vatn í flösku og vont kaffi. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Lægðin Nú er flensan nýskriðin úr flestum landsmönnum og þá tekur ekki betra við. Helvítis lægðin. Lægðin er í raun engu skárri en flensan því hún leggst með offorsi á andann og allir verða eins og bugaðir draugar. Maður hættir sér ekki út úr húsi nema í viðeigandi hlífðarfatnaði og með fullhlaðinn síma. Í slíku árferði er best að halda sig bara innandyra. Það sem er jákvætt er hins vegar að það er hægt að halda sig inni á alls konar viðburðum á HönnunarMars um helgina. Ég er samt laumu þakklát fyrir rigninguna þar sem það varð skammhlaup í rúðuþurrkunum á bílnum mínum þannig það er ekki hægt að slökkva á þeim. Það tekur enginn eftir því þegar það rignir en það er hvimleitt helvíti í þurrviðri. Sérstaklega á rauðu ljósi. Ég get látið eins og ég sé að þrífa framrúðuna af miklum móð, enda er mikilvægt að hafa gott skyggni við akstur. Ég er samt búin með rúðupissið núna og þarf að fylla á það við fyrsta tækifæri og er þess vegna þakklát rigningunni fyrir að láta mig ekki líta út eins og algjöran lúða við stýrið.Uppvask Nú bý ég ekki við þau sturluðu lífsgæði að eiga uppþvottavél. Mér finnst samt frekar gaman að vaska upp – sérstaklega ef ég er með allan þann staðalbúnað sem ég vil og þarf til þess að eiga fullkomna stund með uppvaskinu.Staðalbúnaður:1. Ég er hrifnari af því að nota svamp frekar en uppþvottabursta. Það myndast meiri nálægð við það sem maður er að handfjatla. Ókosturinn er óumdeilanlega sá að svampar verða fyrr ógeðslegir en ef maður gætir þess að þrífa þá vel eftir notkun þá er þetta ekkert stórmál.2. Uppþvottahanskar eru nauðsynlegir. Það er fátt jafn ógeðslegt og að fá matarleifar á puttana og svo verja þeir mann líka fyrir funheitu vatni sem maður oft á tíðum nýtir við athöfnina. Eftir talsverðar umræður á heimilinu höfum við komist að því að þykkustu og endingarbestu hanskarnir fást í Ikea. Þeir eru alveg skotheldir. Ég mæli með að kaupa nokkra í einu og eiga varapar inni í skáp.3. Uppþvottalögur með sítrónulykt. Það er fátt jafn frískandi og sítrónulykt, hvað þá þegar maður er að vaska upp. Maður er reyndar alltaf að daðra við það að vera betri manneskja/neytandi og undir því yfirskini höfum við sambýlingarnir verið að fjárfesta í einhverjum ekólógískum uppþvottalegi en fyrir mína parta er hann algjört frat.4. Ég gæti vaskað upp klukkutímum og jafnvel sólarhringum saman ef ég er að hlusta á skemmtilegt hlaðvarp á meðan.Skíðaferð Nú mun ég seint halda því fram að ég sé sérlega fær skíðakona. Ég átti vissulega mína spretti í Breiðholtsbrekkunni á yngri árum en síðan þá hef ég ekki mikið verið að skella framlengingum á fæturna og húrra mér niður snarbrattar brekkur. Nú er hins vegar svo komið að ég er að fara í skíðaferð. Í Alpana. Og var svo í þokkabót að komast að því að með því að skrá mig í þessa ferð var ég jafnframt að skrá mig í skíðakeppni. Sem var vissulega ákveðinn skellur og ég þori að fullyrða að ég mun ekki standa á neinum verðlaunapalli. Ég er samt búin að fá lánaðan sérlega glæsilegan fjólubláan skíðagalla frá níunda áratug síðustu aldar en flestir vita að útlitið skiptir öllu máli í hvers kyns útivist. Nú er ég byrjuð að hafa þungar áhyggjur af því hvernig í ósköpunum ég á að komast klakklaust niður brekkurnar. Eitt af því sem háir mér er sjónin. Ég þarf nefnilega að notast við hjálpartæki sem í daglegu tali nefnist gleraugu þegar ég þarf að sjá eitthvað örlítið fram fyrir mig. Til dæmis við akstur. Slíkt hjálpartæki er nauðsynlegt þegar skíða á niður brekku á blússandi ferð. Sérstaklega þar sem snjór er samlitur og því getur það reynst erfitt að greina hvers kyns misfellur búi maður ekki yfir fullkominni sjón. Og ekki getur maður skíðað með gleraugu – það flokkast víst undir áhættuhegðun. Ég fór einu sinni á skíði án sjóntækja og sá ekki að ég stefndi rakleitt á stökkpall í skjannahvítri brekkunni. Á hann fór ég og leyfi mér að efast um að stökkið hafi verið sérlega glæsilegt. Svo endaði ég sem einhverskonar mannlegt hrúgald talsvert neðar í brekkunni. Skíðin einhvers staðar allt annars staðar og ég alveg ringluð en alsæl með að allir útlimir væru enn fastir við búkinn. Ég ætla auðvitað eftir að reyna að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig og hef því fjárfest í augnlinsum og mun stunda stífar æfingar í ísetningu þeirra þar til að brottför kemur.Flugvélar Nú er ég svo sem ekkert að kljúfa atómið þegar ég leyfi mér að fullyrða að flestir Íslendingar nýta sér flugvélar til þess að komast til útlanda. Mér finnst mjög gaman í flugvélum og á flugvöllum. Ég hef nefnilega farið svo hrikalega sjaldan til útlanda að nýjabrumið er ekki enn farið af þessu öllu saman. Ég vil helst mæta á flugvöllinn mörgum tímum fyrir brottför en því miður eru einhverjar reglur sem hamla því og ég verð að sætta mig við að mæta tveimur tímum fyrir brottför og nýta tíma minn á flugstöðinni mjög vel. Svo þegar ég kemst loksins í vélina er eins og ég sé gengin í barndóm á ný og það ískrar svoleiðis í okkar konu í flugtaki og lendingu. Ég tími heldur aldrei að sofa í flugvél. Mér finnst alltof spennandi að vera uppi í háloftunum og njóta alls þess sem þau hafa upp á að bjóða, sem er yfirleitt staðið vatn í flösku og vont kaffi.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30
Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30