Fólkið sem myndi fylgja Donald Trump í Hvíta húsið Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2016 16:00 Donald Trump, eiginkonan Melania, tengdadóttirin Lara Yunaska, sonurinn Eric, tengdadóttirin Vanessa Haydon og sonurinn Donald yngri á kosningafundi í Des Moines í byrjun febrúar. Vísir/Getty Góðar líkur eru á að bandaríski auðjöfurinn Donald Trump verði tilnefndur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í júlí. Því er ekki seinna vænna að kynnast fjölskyldu hans, enda möguleiki á að hann verði kjörinn forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum í nóvember.Í frétt Guardian segir að þrátt fyrir að hafa verið áberandi í viðskiptalífinu síðustu fjóra áratugina og mikið hafi verið fjallað um hjónabönd hans og ástarfundi þá er tiltölulega lítið vitað um fjölskyldu hans. Trump hefur þrívegis gengið í hjónaband og á fimm börn. Þó að ólíklegt hljóti að teljast að fyrrverandi eiginkonur og uppkomin börn myndu fylgja „Trump forseta“ inn í Hvíta húsið þá er fylgir hér er kynning á fólki frambjóðandans umdeilda.Ivana Trump var fyrsta eiginkona Donalds Trump. Þau eiga saman þrjú börn.Vísir/GettyIvana Trump, 66 áraIvana fæddist í Tékkóslóvakíu og gerði garðinn frægan sem skíðakona áður en hún hóf störf sem fyrirsæta. Ivana Zelnickova kynntist fasteignamógúlnum Trump í New York og giftist honum árið 1977. Ivana og Donald eiga saman þrjú börn, Donald yngri, Ivanka og Eric Frederick en þau slitu samvistum í lok níunda áratugsins. Háværar sögusagnir voru þá uppi um að Donald hafi átt í ástarsambandi við fyrirtæstuna og leikkonuna Marla Maples. Ivana gekk á þau Marla og Donald í Aspen í Colorado-ríki árið 1990 og skildu þau Ivana og Donald tveimur árum síðar.Eric Trump, Barron Trump, Melania Trump, Donald Trump, Ivanka Trump og Donald Trump Jr saman á síðasta ári.Vísir/GettyDonald yngri, 37 áraDonald yngri gegnir stöðu aðstoðarvaraforseta Trump-samsteypunnar. Hann er kvæntur hinni 38 ára Vanessa Haydon, töskuhönnuðar og fyrrverandi tennisspilara, og eiga þau saman fimm börn.Feðginin Donald og Ivanka Trump.Vísir/GettyIvanka, 34 áraIvanka hefur starfað sem fyrirsæta, hönnuður og rithöfundur og gegnir, líkt og bróðir hennar, stöðu aðstoðarvaraforseta Trump samsteypunnar þar sem hún heldur utan um þróun og aðföng. Hún er áberandi á samfélagsmiðlum og er með um 1,8 milljónir fylgjenda á Twitter. Hún snerist til gyðingdóms árið 2009 og giftist bandaríska fjárfestinum Jared Kushner fyrir tíu árum. Þau eiga saman tvö börn og eiga nú von á því þriðja. Ending an exciting day with my siblings at the Airport Diner! #nh @erictrump @donaldjtrumpjr @laraleatrump A photo posted by Ivanka Trump (@ivankatrump) on Feb 9, 2016 at 3:35pm PST Eric Frederic, 32 áraEric Frederic gegnir líkt og eldri systkini sín embætti aðstoðarvaraforseta hjá Trump samsteypunni. Hann hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að skjóta dýr í útrýmingarhættu á ferðum sínum til Afríku. Hann giftist hinni 33 ára Lara Unaska fyrir tveimur árum á landi föður síns í Palm Strings í Flórída.Mæðgurnar Marla Maples og Tiffany.Vísir/GettyMarla Maples, 52 áraMarla Maples, réttu nafni Cuhutta Georgia, gekk að eiga Donald árið 1993. Þau eiga saman dótturina Tiffany en skildu árið 1999. Marla hefur birtst í nokkrum kvikmyndum, meðal annars Maximum Overdrive árið 1986 sem byggir á sögu Stephen King. Þá fór hún með hlutverk í kvöldmyndunum Executive Decision frá árinu 1996 og Happiness tveimur árum síðar, Fyrir tveimur árum gaf hún út plötuna The Endless.Hún segist enn vera náin Trump og börnunum. „Við horfum á The Apprentice og ég fer að gráta þegar ég sé krakkana í þættinum.“Tiffany, 22 áraTiffany hefur verið lítið áberandi í fjölmiðlum, en í frétt Guardian kemur fram að hún stundi nú nám í University of Pennsylvania og er búist við að hún klári í vor. Hún heldur mikið upp á tónlistarmanninn Jason Derulo. Hún stundaði nýlega starfsnám hjá tímaritinu Vogue, en árið 2011 gaf hún út lagið Like a Bird með þeim $pr!te and Logiq.Forsetahjón Bandaríkjanna?Vísir/GettyMelania, 45 áraFyrirsætan Melania Knauss fæddist í Slóveníu árið 1970 og gekk að eiga Donald árið 2005. Athygli vakti að hún klæddist brúðarkjól hönnuðum af Christian Dior, sem kostaði rúmar 100 þúsund Bandaríkjadala. Sama ár hafði hún komið fram sem brúður Frankenstein í auglýsingu tryggingafélagsins Aflac.Melania kynnti skartgripalínu sína í ársbyrjun 2010 með QVC, ‘Melania™ Timepieces & Jewelry. Hún hefur einnig stundað nám í arkitektúr og hönnun við háskólann í Ljubljana. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum og lýsir New York Times henni sem „þögla makanum“ í nærmynd. Saman eiga þau Donald soninn Barron.Barron, 9 áraSonur þeirra Melania og Donald kom í heiminn í mars 2006. Í frétt Guardian kemur fram að honum þyki gaman að spila tennis, hafnabolta, en að uppáhaldsíþrótt hans sé golf. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman Sjá meira
Góðar líkur eru á að bandaríski auðjöfurinn Donald Trump verði tilnefndur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í júlí. Því er ekki seinna vænna að kynnast fjölskyldu hans, enda möguleiki á að hann verði kjörinn forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum í nóvember.Í frétt Guardian segir að þrátt fyrir að hafa verið áberandi í viðskiptalífinu síðustu fjóra áratugina og mikið hafi verið fjallað um hjónabönd hans og ástarfundi þá er tiltölulega lítið vitað um fjölskyldu hans. Trump hefur þrívegis gengið í hjónaband og á fimm börn. Þó að ólíklegt hljóti að teljast að fyrrverandi eiginkonur og uppkomin börn myndu fylgja „Trump forseta“ inn í Hvíta húsið þá er fylgir hér er kynning á fólki frambjóðandans umdeilda.Ivana Trump var fyrsta eiginkona Donalds Trump. Þau eiga saman þrjú börn.Vísir/GettyIvana Trump, 66 áraIvana fæddist í Tékkóslóvakíu og gerði garðinn frægan sem skíðakona áður en hún hóf störf sem fyrirsæta. Ivana Zelnickova kynntist fasteignamógúlnum Trump í New York og giftist honum árið 1977. Ivana og Donald eiga saman þrjú börn, Donald yngri, Ivanka og Eric Frederick en þau slitu samvistum í lok níunda áratugsins. Háværar sögusagnir voru þá uppi um að Donald hafi átt í ástarsambandi við fyrirtæstuna og leikkonuna Marla Maples. Ivana gekk á þau Marla og Donald í Aspen í Colorado-ríki árið 1990 og skildu þau Ivana og Donald tveimur árum síðar.Eric Trump, Barron Trump, Melania Trump, Donald Trump, Ivanka Trump og Donald Trump Jr saman á síðasta ári.Vísir/GettyDonald yngri, 37 áraDonald yngri gegnir stöðu aðstoðarvaraforseta Trump-samsteypunnar. Hann er kvæntur hinni 38 ára Vanessa Haydon, töskuhönnuðar og fyrrverandi tennisspilara, og eiga þau saman fimm börn.Feðginin Donald og Ivanka Trump.Vísir/GettyIvanka, 34 áraIvanka hefur starfað sem fyrirsæta, hönnuður og rithöfundur og gegnir, líkt og bróðir hennar, stöðu aðstoðarvaraforseta Trump samsteypunnar þar sem hún heldur utan um þróun og aðföng. Hún er áberandi á samfélagsmiðlum og er með um 1,8 milljónir fylgjenda á Twitter. Hún snerist til gyðingdóms árið 2009 og giftist bandaríska fjárfestinum Jared Kushner fyrir tíu árum. Þau eiga saman tvö börn og eiga nú von á því þriðja. Ending an exciting day with my siblings at the Airport Diner! #nh @erictrump @donaldjtrumpjr @laraleatrump A photo posted by Ivanka Trump (@ivankatrump) on Feb 9, 2016 at 3:35pm PST Eric Frederic, 32 áraEric Frederic gegnir líkt og eldri systkini sín embætti aðstoðarvaraforseta hjá Trump samsteypunni. Hann hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að skjóta dýr í útrýmingarhættu á ferðum sínum til Afríku. Hann giftist hinni 33 ára Lara Unaska fyrir tveimur árum á landi föður síns í Palm Strings í Flórída.Mæðgurnar Marla Maples og Tiffany.Vísir/GettyMarla Maples, 52 áraMarla Maples, réttu nafni Cuhutta Georgia, gekk að eiga Donald árið 1993. Þau eiga saman dótturina Tiffany en skildu árið 1999. Marla hefur birtst í nokkrum kvikmyndum, meðal annars Maximum Overdrive árið 1986 sem byggir á sögu Stephen King. Þá fór hún með hlutverk í kvöldmyndunum Executive Decision frá árinu 1996 og Happiness tveimur árum síðar, Fyrir tveimur árum gaf hún út plötuna The Endless.Hún segist enn vera náin Trump og börnunum. „Við horfum á The Apprentice og ég fer að gráta þegar ég sé krakkana í þættinum.“Tiffany, 22 áraTiffany hefur verið lítið áberandi í fjölmiðlum, en í frétt Guardian kemur fram að hún stundi nú nám í University of Pennsylvania og er búist við að hún klári í vor. Hún heldur mikið upp á tónlistarmanninn Jason Derulo. Hún stundaði nýlega starfsnám hjá tímaritinu Vogue, en árið 2011 gaf hún út lagið Like a Bird með þeim $pr!te and Logiq.Forsetahjón Bandaríkjanna?Vísir/GettyMelania, 45 áraFyrirsætan Melania Knauss fæddist í Slóveníu árið 1970 og gekk að eiga Donald árið 2005. Athygli vakti að hún klæddist brúðarkjól hönnuðum af Christian Dior, sem kostaði rúmar 100 þúsund Bandaríkjadala. Sama ár hafði hún komið fram sem brúður Frankenstein í auglýsingu tryggingafélagsins Aflac.Melania kynnti skartgripalínu sína í ársbyrjun 2010 með QVC, ‘Melania™ Timepieces & Jewelry. Hún hefur einnig stundað nám í arkitektúr og hönnun við háskólann í Ljubljana. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum og lýsir New York Times henni sem „þögla makanum“ í nærmynd. Saman eiga þau Donald soninn Barron.Barron, 9 áraSonur þeirra Melania og Donald kom í heiminn í mars 2006. Í frétt Guardian kemur fram að honum þyki gaman að spila tennis, hafnabolta, en að uppáhaldsíþrótt hans sé golf.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman Sjá meira