Forgjöfin loksins ljós Stjórnarmaðurinn skrifar 24. febrúar 2016 09:00 Íslandsbanki birti í gær uppgjör sitt fyrir 2015. Sem endranær voru það fregnir af launakjörum stjórnenda sem mesta athygli vöktu í fjölmiðlum og að því er virtist sérstaklega sú staðreynd að bankastjórinn hefði á síðasta ári fengið ríflega sjö milljóna króna bónus í sinn hlut. Ekki þurfti sú nálgun sérstaklega að koma á óvart, né viðbrögðin í athugasemdakerfum og annars staðar sem einkenndust af upphrópunum og mikilli hneykslan. Stjórnarmaðurinn hefur raunar aldrei skilið þessa miklu athygli á launaumslagi fólks. Laun bankastjórnenda á Íslandi eru alls ekki há í alþjóðlegum samanburði, og það er erfitt að sjá að sæmileg launakjör hafi nokkuð annað en jákvæð samfélagsleg áhrif. Annað fangaði þó athygli stjórnarmannsins, og það var sú staðreynd að svokölluð virðisbreyting útlána skilaði Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað á síðasta ári. Þetta er í takti við þróunina síðustu ár þar sem um og yfir helmingur hagnaðar bankans hefur komið fram undir þessum lið. Uppgjörið í ár er þó sögulegt að því leyti að fram kemur að endurskipulagningu á lánum og kröfum sem bankinn tók yfir með miklum afföllum sé lokið, og því ekki gert ráð fyrir frekari jákvæðum áhrifum á reksturinn af þessum völdum á komandi árum. Lán þessi og kröfur voru færð úr gömlu bönkunum í þá nýju eftir efnahagshrunið 2008. Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, við fyrirspurn á Alþingi árið 2011, voru lán flutt úr gamla Glitni í Íslandsbanka með um 425 milljarða afslætti. Eins og áður sagði nam þessi tekjuliður átta milljörðum hjá Íslandsbanka á árinu 2015, árið áður var hann rétt tæpir níu milljarðar og árið 2013 um 16 milljarðar – samtals um 32 milljarðar undanfarin þrjú ár. Erfiðara er að nálgast sundurliðaðar tölur lengra aftur í tímann. Svipaða sögu er að segja af hinum bönkunum. Áhugavert væri þó ef fjölmiðlar legðu sig fram um að nálgast þessar tölur, þannig að hægt sé að greina með nokkuð óyggjandi hætti hvers konar forgjöf þeir kumpánar Steingrímur J. og Gylfi Magnússon veittu nýju bönkunum á sínum tíma. Ljóst er að minnsta kosti að þeir geta andað léttar að bankarnir eru nú aftur komnir eða á leiðinni í ríkiseigu, enda vart verið líklegt til vinsælda ef kröfuhafar gömlu bankanna hefðu fengið að hlæja alla leiðina í bankann með forgjöf þeirra Gylfa og Steingríms í vasanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Íslandsbanki birti í gær uppgjör sitt fyrir 2015. Sem endranær voru það fregnir af launakjörum stjórnenda sem mesta athygli vöktu í fjölmiðlum og að því er virtist sérstaklega sú staðreynd að bankastjórinn hefði á síðasta ári fengið ríflega sjö milljóna króna bónus í sinn hlut. Ekki þurfti sú nálgun sérstaklega að koma á óvart, né viðbrögðin í athugasemdakerfum og annars staðar sem einkenndust af upphrópunum og mikilli hneykslan. Stjórnarmaðurinn hefur raunar aldrei skilið þessa miklu athygli á launaumslagi fólks. Laun bankastjórnenda á Íslandi eru alls ekki há í alþjóðlegum samanburði, og það er erfitt að sjá að sæmileg launakjör hafi nokkuð annað en jákvæð samfélagsleg áhrif. Annað fangaði þó athygli stjórnarmannsins, og það var sú staðreynd að svokölluð virðisbreyting útlána skilaði Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað á síðasta ári. Þetta er í takti við þróunina síðustu ár þar sem um og yfir helmingur hagnaðar bankans hefur komið fram undir þessum lið. Uppgjörið í ár er þó sögulegt að því leyti að fram kemur að endurskipulagningu á lánum og kröfum sem bankinn tók yfir með miklum afföllum sé lokið, og því ekki gert ráð fyrir frekari jákvæðum áhrifum á reksturinn af þessum völdum á komandi árum. Lán þessi og kröfur voru færð úr gömlu bönkunum í þá nýju eftir efnahagshrunið 2008. Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, við fyrirspurn á Alþingi árið 2011, voru lán flutt úr gamla Glitni í Íslandsbanka með um 425 milljarða afslætti. Eins og áður sagði nam þessi tekjuliður átta milljörðum hjá Íslandsbanka á árinu 2015, árið áður var hann rétt tæpir níu milljarðar og árið 2013 um 16 milljarðar – samtals um 32 milljarðar undanfarin þrjú ár. Erfiðara er að nálgast sundurliðaðar tölur lengra aftur í tímann. Svipaða sögu er að segja af hinum bönkunum. Áhugavert væri þó ef fjölmiðlar legðu sig fram um að nálgast þessar tölur, þannig að hægt sé að greina með nokkuð óyggjandi hætti hvers konar forgjöf þeir kumpánar Steingrímur J. og Gylfi Magnússon veittu nýju bönkunum á sínum tíma. Ljóst er að minnsta kosti að þeir geta andað léttar að bankarnir eru nú aftur komnir eða á leiðinni í ríkiseigu, enda vart verið líklegt til vinsælda ef kröfuhafar gömlu bankanna hefðu fengið að hlæja alla leiðina í bankann með forgjöf þeirra Gylfa og Steingríms í vasanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira