Af hverju er sjúkrahótel ekki eins og hver annar bisness? Árni Páll Árnason skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Nýlega skapaðist umræða um sjúkrahótelið í Ármúla og henni er ekki enn lokið. Sú umræða beinir kastljósinu að mikilvægari spurningu, sem er hvort og þá hvernig einkaaðilar skuli sinna grundvallarþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Allir virðast sammála um að einkaaðilar skuli ekki reka sjúkrahús, en einkaaðilar sinna hins vegar ýmiskonar heilbrigðisþjónustu á Íslandi á ólíkum forsendum og oft með ágætum. Ég hef þegar gert grein fyrir athugasemdum mínum við samninginn um sjúkrahótelið í Ármúla. Höfuðatriði gagnrýni minnar voru svo staðfest í fréttum dagana á eftir: Það var ekki nægjanlega vel staðið að útboðsgögnum fyrir síðustu endurnýjun samningsins. Þarfir Landspítalans eru ekki í forgrunni þannig að sérfræðingar spítalans geta ekki ráðstafað því fólki inn á sjúkrahótelið sem það telur í mestri þörf og dæmi eru um að almennur hótelrekstur hafi haft forgang gagnvart sjúkrahótelshlutverkinu.Heilbrigði eini hagnaðurinn Við getum lært ýmislegt af reynslu Svía af samningum við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Hún er um margt ágæt og víða hefur vel tekist til við samninga við fyrirtæki í eigu starfsfólks um rekstur heilsugæslu. En reynslan af samningum við einkafyrirtæki, sem rekin eru í hagnaðarskyni, er ekki góð. Ástæðan er einföld. Þau þurfa, eðli málsins samkvæmt, að skila eigendum sínum arði og ef þau geta valið um að halda fullri þjónustu eða skera niður og skila hagnaði sem hægt er að greiða út sem arð, sýnir reynslan að þau velja hið síðara. Það er enda engin glóra í því fyrir fjárfesta að fjárfesta í fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu ef það skilar ekki arði með sambærilegum hætti og aðrar fjárfestingar. En ef arður er greiddur úr slíkum fyrirtækjum fer það fé augljóslega ekki til þjónustu við fólk, heldur út úr heilbrigðisþjónustunni. Þess vegna stefna Svíar nú að því að takmarka möguleika slíkra félaga til að greiða arð úr félaginu og skylda þau til að endurfjárfesta arði í rekstrinum.Förum skynsömu leiðina Í nýrri stefnumörkun sænsku ríkisstjórnarinnar, undir forystu jafnaðarmanna, felst ekki nein óbeit á samningum við einkaaðila. Þvert á móti er talað um mikilvægi þess að félög, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geti áfram komið að slíkum rekstri, því þau hafi oft staðið að merkilegum nýjungum og framþróun. Þá er reynsla af einkarekstri heilsugæslu víða góð. En reynslan af samningum við fyrirtæki sem rekin eru í hagnaðarskyni er ekki góð. Það er af þessari ástæðu sem ég hef sagt að við eigum að hafa opinberan rekstur í forgangi, og koma alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fyrirtæki í eigu annarra en starfsmanna um heilbrigðisþjónustu. Við eigum ekki að feta þá leið sem Svíar eru nú að snúa af með hraði. Fjárfestar, sem vilja arð af sínu fé, eiga að fjárfesta annars staðar en í heilbrigðisþjónustu og menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skapaðist umræða um sjúkrahótelið í Ármúla og henni er ekki enn lokið. Sú umræða beinir kastljósinu að mikilvægari spurningu, sem er hvort og þá hvernig einkaaðilar skuli sinna grundvallarþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Allir virðast sammála um að einkaaðilar skuli ekki reka sjúkrahús, en einkaaðilar sinna hins vegar ýmiskonar heilbrigðisþjónustu á Íslandi á ólíkum forsendum og oft með ágætum. Ég hef þegar gert grein fyrir athugasemdum mínum við samninginn um sjúkrahótelið í Ármúla. Höfuðatriði gagnrýni minnar voru svo staðfest í fréttum dagana á eftir: Það var ekki nægjanlega vel staðið að útboðsgögnum fyrir síðustu endurnýjun samningsins. Þarfir Landspítalans eru ekki í forgrunni þannig að sérfræðingar spítalans geta ekki ráðstafað því fólki inn á sjúkrahótelið sem það telur í mestri þörf og dæmi eru um að almennur hótelrekstur hafi haft forgang gagnvart sjúkrahótelshlutverkinu.Heilbrigði eini hagnaðurinn Við getum lært ýmislegt af reynslu Svía af samningum við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Hún er um margt ágæt og víða hefur vel tekist til við samninga við fyrirtæki í eigu starfsfólks um rekstur heilsugæslu. En reynslan af samningum við einkafyrirtæki, sem rekin eru í hagnaðarskyni, er ekki góð. Ástæðan er einföld. Þau þurfa, eðli málsins samkvæmt, að skila eigendum sínum arði og ef þau geta valið um að halda fullri þjónustu eða skera niður og skila hagnaði sem hægt er að greiða út sem arð, sýnir reynslan að þau velja hið síðara. Það er enda engin glóra í því fyrir fjárfesta að fjárfesta í fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu ef það skilar ekki arði með sambærilegum hætti og aðrar fjárfestingar. En ef arður er greiddur úr slíkum fyrirtækjum fer það fé augljóslega ekki til þjónustu við fólk, heldur út úr heilbrigðisþjónustunni. Þess vegna stefna Svíar nú að því að takmarka möguleika slíkra félaga til að greiða arð úr félaginu og skylda þau til að endurfjárfesta arði í rekstrinum.Förum skynsömu leiðina Í nýrri stefnumörkun sænsku ríkisstjórnarinnar, undir forystu jafnaðarmanna, felst ekki nein óbeit á samningum við einkaaðila. Þvert á móti er talað um mikilvægi þess að félög, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geti áfram komið að slíkum rekstri, því þau hafi oft staðið að merkilegum nýjungum og framþróun. Þá er reynsla af einkarekstri heilsugæslu víða góð. En reynslan af samningum við fyrirtæki sem rekin eru í hagnaðarskyni er ekki góð. Það er af þessari ástæðu sem ég hef sagt að við eigum að hafa opinberan rekstur í forgangi, og koma alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fyrirtæki í eigu annarra en starfsmanna um heilbrigðisþjónustu. Við eigum ekki að feta þá leið sem Svíar eru nú að snúa af með hraði. Fjárfestar, sem vilja arð af sínu fé, eiga að fjárfesta annars staðar en í heilbrigðisþjónustu og menntamálum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun