Framundan árið 2016: Forsetakosningar, Ólympíuleikar, hlaupár og Independence Day 2 Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2016 09:15 Mikið fréttaár framundan. Myndir/AFP Forsetakosningar í Bandaríkjunum, Ólympíuleikar í Rio de Janeiro, geimferðir, þingkosningar í Rússlandi, mögulegt kjör á nýjum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleiri mál verða vafalaust áberandi á árinu sem nú er nýhafið. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2016 sem er nú gengið í garð.HlaupárÁrið verður lengra en vanalega þar sem árið 2016 er hlaupár. Þar sem 29. febrúar bætist við verða dagarnir á árinu því 366 talsins.Bandarískar forsetakosningarBandaríkjamenn munu kjósa sér nýjan forseta þann 8. nóvember, en annað kjörtímabil Barack Obama Bandaríkjaforseta mun klárast í janúar á næsta ári. Forval flokkanna hefjast í Iowa-ríki þann 1. febrúar. Fastlega er búist við að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, verði frambjóðandi Demókrataflokksins, en meiri spenna er í herbúðum Repúblikanaflokksins þar sem auðjöfurinn Donald Trump hefur mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Síðasta forval flokkanna verður haldið þann 7. júní.Juno skotið á loft.Vísir/aFPGeimferða- og stjarnvísindaáriðEvrópska geimvísindastofnunin ESA mun senda ExoMars á loft milli 14.-25. mars. ExoMars er tvö geimför og mun kanninn fara á braut um Mars 19. október 2016 en Schiaparelli tilraunarfarið á að lenda á yfirborði Mars sama dag. Geimfarið Juno (NASA) fer á braut um Júpíter hinn 4. júlí 2016 eftir fimm ára ferðalag frá Jörðinni. Þá verður OSIRIS-REx (NASA) skotið á loft í september 2016. Í september 2019 á geimfarið að lenda á og safna sýnum af smástirninu (101955 Bennu). Nánar má lesa um árið framundan á sviði stjarnvísinda og geimferða á Stjörnufræðivefnum.Kosningar víða um heimRússar munu kjósa sér nýtt þing þann 18. september. Sömuleiðis verða á árinu haldnar þingkosningar á Írlandi (í síðasta lagi í apríl), Slóvakíu (5. mars), Rúmeníu og Litháen (9. október). Portúgalir munu kjósa sér nýjan forseta (24. janúar og 14. febrúar), líkt og Austurríkismenn (apríl) og við Íslendingar (25. júní). Þá munu Skotar og Norður-Írar kjósa sér nýtt þing, auk þess að Lundúnabúar kjósa sér nýjan borgarstjóra þann 5. maí. Einnig er möguleiki á að Ástralir muni kjósa sér nýtt þing en þingkosningar verða að fara fram í landinu fyrir miðjan janúarmánuð 2017.Merkúr gengur fyrir sóluReikistjarnan Merkúr mun ganga fyrir sólu hinn 9. maí og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá árinu 2006. Á Stjörnufræðivefnum segir að þvergangan hefjist þegar Merkúr gengur inn fyrir skífu sólar vinstra megin frá Jörðu séð klukkan 11:13. Klukkan 14:57 er þvergangan í hámarki en henni lýkur klukkan 18:41. Merkúr er svo smár að hann sést ekki með berum augum og því verður nauðsynlegt að nota sjónauka með viðeigandi sólarsíum framan við til að fylgjast með þvergöngunni.Ban Ki-moon mun líklegast láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í árslok.Vísir/AFPLengstu og dýpstu göng heims opnaÁætlað er við að Gotthard-göngin í svissnesku Ölpunum verði opnuð þann 1. júní. Lestargöngin eru 57 kílómetrar að lengd og verða þau lengstu í heimi.EM í fótboltaEvrópumótið í fótbolta karla fer fram í Frakklandi dagana 10. júní til 10. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið hefur unnið sér þátttökurétt á stórmóti og verða Íslendingar í riðli með Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum. Úrslitaleikur mótsins fer fram á Stade de France í Parísarborg þann 10. júlí.Ólympíuleikarnir í Ríó de JaneiroSumarólympíuleikar fara fram í brasilísku stórborginni Rio de Janeiro dagana 5. til 21. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem leikarnir fara fram í Suður-Ameríku. Búist er við að 10.500 íþróttamenn muni taka þátt í leikunum og keppa undir fánum 206 landa.Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna?Búist er við að Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon láti af embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í árslok þegar annað kjörtímabil hans er á enda. Ban tók við embættinu í ársbyrjun 2007 af Ganamanninum Kofi Annan. Nýr framkvæmdastjóri verður því líklegast valinn í haust.BíóáriðKvikmyndaunnendur geta einnig hlakkað til komandi mánaða þar sem hver stórmyndin á fætur annarri verður frumsýnd. Á meðal þeirra mynda sem beðið er með sérstakri eftirvæntingu má nefna Marvel-myndina Captain America: Civil War, Batman vs. Superman: The Dawn of Justice, Batman-myndina Suicide Squad, Finding Dory (framhald á Finding Nemo), Star Trek Beyond, Ghostbusters, Independence Day: Resurgence, Zoolander 2, Deadpool, Fantastic Beasts and Where to Find Them og Rogue One: A Star Wars Story. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Forsetakosningar í Bandaríkjunum, Ólympíuleikar í Rio de Janeiro, geimferðir, þingkosningar í Rússlandi, mögulegt kjör á nýjum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleiri mál verða vafalaust áberandi á árinu sem nú er nýhafið. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2016 sem er nú gengið í garð.HlaupárÁrið verður lengra en vanalega þar sem árið 2016 er hlaupár. Þar sem 29. febrúar bætist við verða dagarnir á árinu því 366 talsins.Bandarískar forsetakosningarBandaríkjamenn munu kjósa sér nýjan forseta þann 8. nóvember, en annað kjörtímabil Barack Obama Bandaríkjaforseta mun klárast í janúar á næsta ári. Forval flokkanna hefjast í Iowa-ríki þann 1. febrúar. Fastlega er búist við að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, verði frambjóðandi Demókrataflokksins, en meiri spenna er í herbúðum Repúblikanaflokksins þar sem auðjöfurinn Donald Trump hefur mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Síðasta forval flokkanna verður haldið þann 7. júní.Juno skotið á loft.Vísir/aFPGeimferða- og stjarnvísindaáriðEvrópska geimvísindastofnunin ESA mun senda ExoMars á loft milli 14.-25. mars. ExoMars er tvö geimför og mun kanninn fara á braut um Mars 19. október 2016 en Schiaparelli tilraunarfarið á að lenda á yfirborði Mars sama dag. Geimfarið Juno (NASA) fer á braut um Júpíter hinn 4. júlí 2016 eftir fimm ára ferðalag frá Jörðinni. Þá verður OSIRIS-REx (NASA) skotið á loft í september 2016. Í september 2019 á geimfarið að lenda á og safna sýnum af smástirninu (101955 Bennu). Nánar má lesa um árið framundan á sviði stjarnvísinda og geimferða á Stjörnufræðivefnum.Kosningar víða um heimRússar munu kjósa sér nýtt þing þann 18. september. Sömuleiðis verða á árinu haldnar þingkosningar á Írlandi (í síðasta lagi í apríl), Slóvakíu (5. mars), Rúmeníu og Litháen (9. október). Portúgalir munu kjósa sér nýjan forseta (24. janúar og 14. febrúar), líkt og Austurríkismenn (apríl) og við Íslendingar (25. júní). Þá munu Skotar og Norður-Írar kjósa sér nýtt þing, auk þess að Lundúnabúar kjósa sér nýjan borgarstjóra þann 5. maí. Einnig er möguleiki á að Ástralir muni kjósa sér nýtt þing en þingkosningar verða að fara fram í landinu fyrir miðjan janúarmánuð 2017.Merkúr gengur fyrir sóluReikistjarnan Merkúr mun ganga fyrir sólu hinn 9. maí og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá árinu 2006. Á Stjörnufræðivefnum segir að þvergangan hefjist þegar Merkúr gengur inn fyrir skífu sólar vinstra megin frá Jörðu séð klukkan 11:13. Klukkan 14:57 er þvergangan í hámarki en henni lýkur klukkan 18:41. Merkúr er svo smár að hann sést ekki með berum augum og því verður nauðsynlegt að nota sjónauka með viðeigandi sólarsíum framan við til að fylgjast með þvergöngunni.Ban Ki-moon mun líklegast láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í árslok.Vísir/AFPLengstu og dýpstu göng heims opnaÁætlað er við að Gotthard-göngin í svissnesku Ölpunum verði opnuð þann 1. júní. Lestargöngin eru 57 kílómetrar að lengd og verða þau lengstu í heimi.EM í fótboltaEvrópumótið í fótbolta karla fer fram í Frakklandi dagana 10. júní til 10. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið hefur unnið sér þátttökurétt á stórmóti og verða Íslendingar í riðli með Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum. Úrslitaleikur mótsins fer fram á Stade de France í Parísarborg þann 10. júlí.Ólympíuleikarnir í Ríó de JaneiroSumarólympíuleikar fara fram í brasilísku stórborginni Rio de Janeiro dagana 5. til 21. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem leikarnir fara fram í Suður-Ameríku. Búist er við að 10.500 íþróttamenn muni taka þátt í leikunum og keppa undir fánum 206 landa.Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna?Búist er við að Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon láti af embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í árslok þegar annað kjörtímabil hans er á enda. Ban tók við embættinu í ársbyrjun 2007 af Ganamanninum Kofi Annan. Nýr framkvæmdastjóri verður því líklegast valinn í haust.BíóáriðKvikmyndaunnendur geta einnig hlakkað til komandi mánaða þar sem hver stórmyndin á fætur annarri verður frumsýnd. Á meðal þeirra mynda sem beðið er með sérstakri eftirvæntingu má nefna Marvel-myndina Captain America: Civil War, Batman vs. Superman: The Dawn of Justice, Batman-myndina Suicide Squad, Finding Dory (framhald á Finding Nemo), Star Trek Beyond, Ghostbusters, Independence Day: Resurgence, Zoolander 2, Deadpool, Fantastic Beasts and Where to Find Them og Rogue One: A Star Wars Story.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00
Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45
Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45