Góða fólkið og Mjelítan Hugleikur Dagsson skrifar 7. janúar 2016 07:00 Síðasta ár komst skemmtilegt orðasamband í tísku. Vinsælt meðal bloggara (já, þeir eru enn þá til), Útvarps Sögu hlustenda (þeir eru líka til, ekki karakterar eftir Jón Gnarr) og jafnvel stjórnmálamanna. Hugtakið sem um er rætt er „góða fólkið“. Hljómar saklaust. „Allir eiga að vera góðir,“ sagði Jesús. Eða Súpermann, ég man það ekki. En vinsælasta notkun hugtaksins er nú helst notuð í íronískri merkingu. Kaldhæðið skot á ákveðið mengi fólks, sem þykjast vera gott bara svo að allir sjái hvað þau eru góð. Þetta poppaði upp bæði í umræðu um Ísrael/Palestínu og sýrlenska flóttafólkið. Þeir sem vildu styðja Palestínu eða flóttafólkið var þá uppnefnt sem góða fólkið. „Haha, greinilegt að góða fólkið vill bara hjálpa deyjandi börnum svo að allir sjái hvað þau eru góð!“ Já, það er vissulega tilgerðarleg leið til að láta gott af sér leiða, en allavega betra en að vera vonda fólkið. En ég vil ekki kalla notendur hugtaksins „vonda fólkið“. Út af þremur ástæðum. 1) Af því að enginn er vondur eða góður. Lífið er ekki barnabók. 2) Af því að það minnir of mikið á vonda kallinn í bíómyndum. Og vondu kallarnir eru alltaf svo kúl. Ég vil ekki líkja þessu fólki við Jókerinn eða Svarthöfða. Og 3) Ég er með miklu betra orð yfir þau: „Mjelítan“. Mjelítan er hópur fólks sem er alltaf á internetinu að segja: „mje mje mje góða fólkið mje mje rétttrúnaðarkirkjan mje mje mje málfrelsi mje.“ Að lokum vil ég koma skilaboðum til mjelítunnar: Góða fólkið er ekki til. Ekki frekar en álfar, tröll eða menntaelítan. Þetta er bara ímyndaður óvinur. Eins og vindmyllurnar í Don Kíkóta. Og mjelítan er elliær riddari með þröngan hjálm sem er erfitt að sjá út um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Síðasta ár komst skemmtilegt orðasamband í tísku. Vinsælt meðal bloggara (já, þeir eru enn þá til), Útvarps Sögu hlustenda (þeir eru líka til, ekki karakterar eftir Jón Gnarr) og jafnvel stjórnmálamanna. Hugtakið sem um er rætt er „góða fólkið“. Hljómar saklaust. „Allir eiga að vera góðir,“ sagði Jesús. Eða Súpermann, ég man það ekki. En vinsælasta notkun hugtaksins er nú helst notuð í íronískri merkingu. Kaldhæðið skot á ákveðið mengi fólks, sem þykjast vera gott bara svo að allir sjái hvað þau eru góð. Þetta poppaði upp bæði í umræðu um Ísrael/Palestínu og sýrlenska flóttafólkið. Þeir sem vildu styðja Palestínu eða flóttafólkið var þá uppnefnt sem góða fólkið. „Haha, greinilegt að góða fólkið vill bara hjálpa deyjandi börnum svo að allir sjái hvað þau eru góð!“ Já, það er vissulega tilgerðarleg leið til að láta gott af sér leiða, en allavega betra en að vera vonda fólkið. En ég vil ekki kalla notendur hugtaksins „vonda fólkið“. Út af þremur ástæðum. 1) Af því að enginn er vondur eða góður. Lífið er ekki barnabók. 2) Af því að það minnir of mikið á vonda kallinn í bíómyndum. Og vondu kallarnir eru alltaf svo kúl. Ég vil ekki líkja þessu fólki við Jókerinn eða Svarthöfða. Og 3) Ég er með miklu betra orð yfir þau: „Mjelítan“. Mjelítan er hópur fólks sem er alltaf á internetinu að segja: „mje mje mje góða fólkið mje mje rétttrúnaðarkirkjan mje mje mje málfrelsi mje.“ Að lokum vil ég koma skilaboðum til mjelítunnar: Góða fólkið er ekki til. Ekki frekar en álfar, tröll eða menntaelítan. Þetta er bara ímyndaður óvinur. Eins og vindmyllurnar í Don Kíkóta. Og mjelítan er elliær riddari með þröngan hjálm sem er erfitt að sjá út um.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun