Fyrst Þingvellir svo allir hinir! Ögmundur Jónasson skrifar 14. júlí 2015 07:00 Gestkomandi vinkona okkar dvaldi hjá okkur um einnar viku skeið um síðustu mánaðamót. Við fórum víða um, skoðuðum söfn í Reykjavík, Bláa Lónið, Krísuvík og Víkingasafnið í Reykjanesbæ. Fórum á Þingvöll, Gullfoss og Geysi, komum við í Hveragerði, skoðuðum Kerið í Grímsnesi (án þess að borga), ókum til Víkur og á Kirkjubæjarklaustur þar sem við borðuðum silung þeirra staðarmanna, áður höfðum við horft á kvikmyndasýningu á Þorvaldseyri. Ókum síðan í Skaftafell og Jökulsárlón. Á ferðum okkar höfðum við stundum með okkur nesti, en oftar snæddum við á veitingastöðum. Við skoðuðum verslanir í Reykjavík. Í bókabúð keypti gesturinn íslenskar barnabækur í enskri þýðingu, auk mynda- og fróðleiksbóka um Ísland og hjá Koggu voru keyptir listmunir.Alls staðar opin veski Alls staðar sem við fórum var mikill fjöldi ferðamanna. Sjá mátti að veitingastaðir í Reykjavík voru margir yfirfullir, öll hótel bókuð og úti á landsbyggðinni var okkur sagt að sums staðar væri enga gistingu að fá. Allt bókað. Alls staðar gat að líta fólk með seðla og greiðslukort á lofti. Það gefur auga leið að miklir peningar streyma inn í þjóðarbúið því þeir sem selja varning og þjónustu fá eitthvað fyrir sinn snúð og þarna myndast einnig myndarlegir skattstofnar fyrir ríki og sveitarfélög. En mikið vill meira. Fjölmiðlar greina okkur nú frá því að til standi að rukka okkur fyrir að leggja bíl í þjóðgarðinum á Þingvöllum og þá væntanlega með tilheyrandi vörðum og rukkunarvélum. Er þetta virkilega eftirsóknarvert? Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar. En það er ekki nóg með það. Yfirbragð staðanna breytist. Allt breytist í verslunarvöru. Opna frjálsa Ísland verður að Íslandi gjaldtökunnar, stimpilvélanna, varðanna ….Koggu vegni vel Ég vona að Koggu gangi vel og Víkingasafninu og fjölskyldunni á Þorvaldseyri og Síldarminjasafninu á Siglufirði og öllum hinum söfnunum og fólkinu sem er að skapa og selja. Við hin hjálpum þessu fólki með því að sjá fyrir gjaldfrírri grunnþjónustu svo skapandi atvinnustarfsemi í ferðaiðnaðinum fái þrifist. Ég er ekki andvígur því að borga skatta til samfélagsins og er ég því mjög hliðhollur að hluti þessa skattfjár fari til náttúruverndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum.Bara byrjunin! Fjölskylda sem fer um landið og þyrfti að borga við helstu náttúruperlur aðgangseyri eða gjald fyrir að leggja bíl gæti orðið fyrir þónokkrum útgjöldum. Það þarf enginn að ímynda sér að látið yrði staðar numið við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis lýsti því yfir í vor að hann vildi heimila einkaaðilum að rukka – og sekta - fyrir bílastæði. Og í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar tekur þjóðgarðsvörður á Þingvöllum undir þetta sama sjónarmið. Haft er eftir honum að rukkun á Þingvöllum sé aðeins byrjunin. Aðrir ferðamannastaðir muni fylgja í kjölfarið og einkaaðilar geti þá einnig rukkað. Þjóðgarðsmenn væru með öðrum orðum einfaldlega að ríða á vaðið. Það sem vekur ugg er óendanleg græðgi í mörgum sem vilja gera ferðamenn að gróðalind og ásetningur stjórnvalda að koma á gjaldtöku óháð eignaraðild. Þetta gerir gjaldtöku á Þingvöllum að stórvarasömu fordæmi og fyrirmynd auk þess að skemma yfirbragð Þingvalla.Dýrt yrði að sýna börnunum okkar Ísland Það verður dýrt að skoða Ísland framtíðarinnar ef þessi gjaldtaka verður ekki stöðvuð. Nú ríður á að fram fari kröftug umræða um þetta mál. Það er stærra en svo að það verði afgreitt í kyrrþey. Óskandi væri að hugmyndin um gjaldtöku á Þingvöllum verði endurskoðuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ferðamennska á Íslandi Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Gestkomandi vinkona okkar dvaldi hjá okkur um einnar viku skeið um síðustu mánaðamót. Við fórum víða um, skoðuðum söfn í Reykjavík, Bláa Lónið, Krísuvík og Víkingasafnið í Reykjanesbæ. Fórum á Þingvöll, Gullfoss og Geysi, komum við í Hveragerði, skoðuðum Kerið í Grímsnesi (án þess að borga), ókum til Víkur og á Kirkjubæjarklaustur þar sem við borðuðum silung þeirra staðarmanna, áður höfðum við horft á kvikmyndasýningu á Þorvaldseyri. Ókum síðan í Skaftafell og Jökulsárlón. Á ferðum okkar höfðum við stundum með okkur nesti, en oftar snæddum við á veitingastöðum. Við skoðuðum verslanir í Reykjavík. Í bókabúð keypti gesturinn íslenskar barnabækur í enskri þýðingu, auk mynda- og fróðleiksbóka um Ísland og hjá Koggu voru keyptir listmunir.Alls staðar opin veski Alls staðar sem við fórum var mikill fjöldi ferðamanna. Sjá mátti að veitingastaðir í Reykjavík voru margir yfirfullir, öll hótel bókuð og úti á landsbyggðinni var okkur sagt að sums staðar væri enga gistingu að fá. Allt bókað. Alls staðar gat að líta fólk með seðla og greiðslukort á lofti. Það gefur auga leið að miklir peningar streyma inn í þjóðarbúið því þeir sem selja varning og þjónustu fá eitthvað fyrir sinn snúð og þarna myndast einnig myndarlegir skattstofnar fyrir ríki og sveitarfélög. En mikið vill meira. Fjölmiðlar greina okkur nú frá því að til standi að rukka okkur fyrir að leggja bíl í þjóðgarðinum á Þingvöllum og þá væntanlega með tilheyrandi vörðum og rukkunarvélum. Er þetta virkilega eftirsóknarvert? Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar. En það er ekki nóg með það. Yfirbragð staðanna breytist. Allt breytist í verslunarvöru. Opna frjálsa Ísland verður að Íslandi gjaldtökunnar, stimpilvélanna, varðanna ….Koggu vegni vel Ég vona að Koggu gangi vel og Víkingasafninu og fjölskyldunni á Þorvaldseyri og Síldarminjasafninu á Siglufirði og öllum hinum söfnunum og fólkinu sem er að skapa og selja. Við hin hjálpum þessu fólki með því að sjá fyrir gjaldfrírri grunnþjónustu svo skapandi atvinnustarfsemi í ferðaiðnaðinum fái þrifist. Ég er ekki andvígur því að borga skatta til samfélagsins og er ég því mjög hliðhollur að hluti þessa skattfjár fari til náttúruverndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum.Bara byrjunin! Fjölskylda sem fer um landið og þyrfti að borga við helstu náttúruperlur aðgangseyri eða gjald fyrir að leggja bíl gæti orðið fyrir þónokkrum útgjöldum. Það þarf enginn að ímynda sér að látið yrði staðar numið við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis lýsti því yfir í vor að hann vildi heimila einkaaðilum að rukka – og sekta - fyrir bílastæði. Og í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar tekur þjóðgarðsvörður á Þingvöllum undir þetta sama sjónarmið. Haft er eftir honum að rukkun á Þingvöllum sé aðeins byrjunin. Aðrir ferðamannastaðir muni fylgja í kjölfarið og einkaaðilar geti þá einnig rukkað. Þjóðgarðsmenn væru með öðrum orðum einfaldlega að ríða á vaðið. Það sem vekur ugg er óendanleg græðgi í mörgum sem vilja gera ferðamenn að gróðalind og ásetningur stjórnvalda að koma á gjaldtöku óháð eignaraðild. Þetta gerir gjaldtöku á Þingvöllum að stórvarasömu fordæmi og fyrirmynd auk þess að skemma yfirbragð Þingvalla.Dýrt yrði að sýna börnunum okkar Ísland Það verður dýrt að skoða Ísland framtíðarinnar ef þessi gjaldtaka verður ekki stöðvuð. Nú ríður á að fram fari kröftug umræða um þetta mál. Það er stærra en svo að það verði afgreitt í kyrrþey. Óskandi væri að hugmyndin um gjaldtöku á Þingvöllum verði endurskoðuð.
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar