Þitt framlag til loftslagsmála Dóra Magnúsdóttir skrifar 9. júlí 2015 00:00 Áhrif loftslagsbreytinga munu líklega verða „harkaleg, útbreidd og óafturkræf“ segir í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem kom út í fyrra. Flestum er ljóst að afleiðingarnar verða alvarlegar ef ekki verður spornað við losun gróðurhúsalofttegunda með afgerandi hætti. Evrópusambandið er öflugur talsmaður alþjóðlegs samstarfs á sviði umhverfismála. Þau 195 ríki sem eiga aðild að rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar samþykktu aðgerðir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem ESB lagði fram árið 2011. Einnig er ESB aðili að fjölda alþjóðlegra samninga um umhverfismál sem fela í sér skuldbindingar til að aðstoða þróunarríki við framkvæmd þessara samninga. Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa samþykkt markmið fyrir árið 2020, svokölluð 20-20-20 markmiðin sem fela í sér að draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB svo losunin verði a.m.k. 20% minni en árið 1990, að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa verði aukið í 20% af heildarorkunotkun ESB og að dregið verði úr notkun frumorku um 20% miðað við spár með aukinni orkunýtni. Þetta er allt saman gott og blessað en sá galli er á umræðunni að þegar fjallað er um loftslagsbreytingar eru það gjarna sérfræðingar sem tala við aðra sérfræðinga á ráðstefnum. Stjórnvöld og náttúruverndarsamtök leggja umræðunni lið, móta stefnu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en almenningur stendur oft utan umræðunnar og telur sig lítið geta lagt af mörkum. Vissulega er mikilvægast að stjórnvöld móti stefnu og setji fyrirtækjum skorður varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en vandinn snertir alla og því er mikilvægt að almenningur átti sig á vandanum og því smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum. Evrópustofa, Náttúruverndarsamtök Íslands, Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna standa saman að ljósmyndaleik í sumar með það að markmiði að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsbreytingar og sjálfbærari umgengni við náttúruna. Fólk er hvatt til að taka mynd af einhverju sem minnir það á loftlagsbreytingar og merkja myndina #mittframlag á Instagram, Twitter eða deila henni á Facebook-síðu eða vefsíðu verkefnisins, mittframlag.is. Myndirnar í verkefninu má skoða á vefsíðunni mittframlag.is en þar safnast þær saman af samfélagsmiðlum. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir flottustu myndirnar en ríkulegustu verðlaunin eru þau að taka þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að efla árvekni almennings um allt það smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum, því margt lítið gerir eitt stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga munu líklega verða „harkaleg, útbreidd og óafturkræf“ segir í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem kom út í fyrra. Flestum er ljóst að afleiðingarnar verða alvarlegar ef ekki verður spornað við losun gróðurhúsalofttegunda með afgerandi hætti. Evrópusambandið er öflugur talsmaður alþjóðlegs samstarfs á sviði umhverfismála. Þau 195 ríki sem eiga aðild að rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar samþykktu aðgerðir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem ESB lagði fram árið 2011. Einnig er ESB aðili að fjölda alþjóðlegra samninga um umhverfismál sem fela í sér skuldbindingar til að aðstoða þróunarríki við framkvæmd þessara samninga. Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa samþykkt markmið fyrir árið 2020, svokölluð 20-20-20 markmiðin sem fela í sér að draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB svo losunin verði a.m.k. 20% minni en árið 1990, að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa verði aukið í 20% af heildarorkunotkun ESB og að dregið verði úr notkun frumorku um 20% miðað við spár með aukinni orkunýtni. Þetta er allt saman gott og blessað en sá galli er á umræðunni að þegar fjallað er um loftslagsbreytingar eru það gjarna sérfræðingar sem tala við aðra sérfræðinga á ráðstefnum. Stjórnvöld og náttúruverndarsamtök leggja umræðunni lið, móta stefnu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en almenningur stendur oft utan umræðunnar og telur sig lítið geta lagt af mörkum. Vissulega er mikilvægast að stjórnvöld móti stefnu og setji fyrirtækjum skorður varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en vandinn snertir alla og því er mikilvægt að almenningur átti sig á vandanum og því smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum. Evrópustofa, Náttúruverndarsamtök Íslands, Umhverfisstofnun, Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna standa saman að ljósmyndaleik í sumar með það að markmiði að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsbreytingar og sjálfbærari umgengni við náttúruna. Fólk er hvatt til að taka mynd af einhverju sem minnir það á loftlagsbreytingar og merkja myndina #mittframlag á Instagram, Twitter eða deila henni á Facebook-síðu eða vefsíðu verkefnisins, mittframlag.is. Myndirnar í verkefninu má skoða á vefsíðunni mittframlag.is en þar safnast þær saman af samfélagsmiðlum. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir flottustu myndirnar en ríkulegustu verðlaunin eru þau að taka þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að efla árvekni almennings um allt það smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum, því margt lítið gerir eitt stórt.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar