Klói og #réttsýnin Bergur Ebbi skrifar 13. júní 2015 07:00 Hér fer fram spurningaleikur. Ímyndið ykkur eftirfarandi aðstæður: Mjólkursamsalan, MS, vill bæta ímynd sína. Stjórnendur þar á bæ ákveða að láta flaggskip sitt, sjálfa kókómjólkina, fara fyrir ímyndarherferð sem mun standa yfir allt árið 2016. Klói köttur, andlit kókómjólkurinnar, er dubbaður upp í mismunandi gervi á kókómjólkurfernunum eftir því hvaða mánuður á í hlut. Gervin eiga að endurspegla íslenska þjóðarvitund. Í febrúar er Klói í búningi sjómanns, skeggjaður og úfinn, til að tákna frumkvöðlana sem reru til fiskjar á útmánuðum á meðan Ísland var enn bændasamfélag. Í júní er Klói í gervi Jóns Sigurðssonar, til að minnast fæðingardagsins 17. júní, sem einnig er þjóðhátíðardagur Íslendinga. Í ágúst er ákveðið að fernan skuli prýdd Klóa klæddan dragi – í þröngum kjól með varalit. Þetta er gert til að tákna sameiningarmátt hinsegingöngunnar sem haldin er ár hvert í ágúst og er stór hluti íslenskrar nútímamenningar. Spurningaleikurinn er eftirfarandi. Hvað af eftirfarandi myndir þú gera í ljósi þessara upplýsinga:A) Tryllast yfir kattarþvætti MS.B) Fagna framlagi MS til íslenskrar þjóðmenningar.C) Tryllast yfir því að klæðskiptingur prýði fernu drykkjar sem höfðar til barna.D) Fagna því að Klói köttur sé í dragi enda eyði það fordómum gagnvart klæðskiptingum.E) Hefja herferð þar sem fólk er hvatt til að skipta alfarið yfir í Nesquick #BoyKöttumKöttinn.F) Fara í herferð gegn herferðinni sem hvetur fólk til að drekka Nesquick því það er framleitt af Nestlé sem drap börn í Afríku með þurrmjólk á 9. áratugnum #FokkNestlé #ÉgSýgAðeinsKlóa.G) Hvetja fólk til að róa sig og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.H) Benda á að Klói sé fórnarlamb í málinu. Ykkur kann að þykja þetta kjánalegur leikur en að mínu mati fer hann fram á hverjum einasta degi á okkar annars ágæta landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Hér fer fram spurningaleikur. Ímyndið ykkur eftirfarandi aðstæður: Mjólkursamsalan, MS, vill bæta ímynd sína. Stjórnendur þar á bæ ákveða að láta flaggskip sitt, sjálfa kókómjólkina, fara fyrir ímyndarherferð sem mun standa yfir allt árið 2016. Klói köttur, andlit kókómjólkurinnar, er dubbaður upp í mismunandi gervi á kókómjólkurfernunum eftir því hvaða mánuður á í hlut. Gervin eiga að endurspegla íslenska þjóðarvitund. Í febrúar er Klói í búningi sjómanns, skeggjaður og úfinn, til að tákna frumkvöðlana sem reru til fiskjar á útmánuðum á meðan Ísland var enn bændasamfélag. Í júní er Klói í gervi Jóns Sigurðssonar, til að minnast fæðingardagsins 17. júní, sem einnig er þjóðhátíðardagur Íslendinga. Í ágúst er ákveðið að fernan skuli prýdd Klóa klæddan dragi – í þröngum kjól með varalit. Þetta er gert til að tákna sameiningarmátt hinsegingöngunnar sem haldin er ár hvert í ágúst og er stór hluti íslenskrar nútímamenningar. Spurningaleikurinn er eftirfarandi. Hvað af eftirfarandi myndir þú gera í ljósi þessara upplýsinga:A) Tryllast yfir kattarþvætti MS.B) Fagna framlagi MS til íslenskrar þjóðmenningar.C) Tryllast yfir því að klæðskiptingur prýði fernu drykkjar sem höfðar til barna.D) Fagna því að Klói köttur sé í dragi enda eyði það fordómum gagnvart klæðskiptingum.E) Hefja herferð þar sem fólk er hvatt til að skipta alfarið yfir í Nesquick #BoyKöttumKöttinn.F) Fara í herferð gegn herferðinni sem hvetur fólk til að drekka Nesquick því það er framleitt af Nestlé sem drap börn í Afríku með þurrmjólk á 9. áratugnum #FokkNestlé #ÉgSýgAðeinsKlóa.G) Hvetja fólk til að róa sig og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.H) Benda á að Klói sé fórnarlamb í málinu. Ykkur kann að þykja þetta kjánalegur leikur en að mínu mati fer hann fram á hverjum einasta degi á okkar annars ágæta landi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun