Stríðið um sýndarheima hefst Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. júní 2015 00:01 Palmer Luckey, annar stofnenda Oculus Vr, kynnir endanlega útgáfu Oculus Rift til leiks í San Francisco. VÍSIR/GETTY Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. Allt frá því að Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun skutu upp kollinum á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter í ágúst árið 2012 hefur bylting vofað yfir tölvuleikjaiðnaðinum. Þremur árum síðar erum við enn að bíða. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar. Facebook hefur eignast Oculus VR, framleiðanda Rift-gleraugnanna, fyrir litla 230 milljarða króna og tugir tækni- og leikjafyrirtækja af öllum stærðargráðum hafa nú sambærilega tækni í þróun. Oculus Rift og Oculus Touch.VÍSIR/GETTYRift á næsta leiti Forstjóri Oculus VR, Brendan Iribe, var ekki lengi að sannfæra leikjaheiminn um að byltingin sem lofað var væri sannarlega á leiðinni þegar hann steig á svið í troðfullum ráðstefnusal í San Francisco síðasta fimmtudag. Hann tilkynnti að Rift-gleraugun myndu koma á markað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og svipti jafnframt hulunni af endanlegri útgáfu Oculus Rift. „Þau eru létt, þú getur haldið á þeim í annarri hendi. Þetta er ekki ósvipað því að vera með venjuleg gleraugu.“ Iribe gat ekki upplýst ráðstefnugesti um hvenær gleraugun fara í sölu eða hvað þau munu kosta. Oculus VR verður áberandi á E3-leikjaráðstefnunni árlegu í Los Angeles sem haldin er í mánuðinum en líklegt þykir að Iribe muni þar kynna útgáfudag og verð. Flest bendir til að Rift muni kosta á bilinu 25.000 til 50.000 krónur. Þá kynnti Iribe einnig Oculus Touch til leiks, afar nýstárlegan stýripinna fyrir gleraugun sem les og nemur hreyfingu handanna í þrívíðu rými og birtir spilaranum í sýndarveruleika. Þetta gerir honum kleift að teygja út hendurnar og hafa áhrif á sýndarumhverfið. Stýripinnarnir nema einnig staðsetningu og hreyfingu fingranna. Þessi tækni nýtist aðeins í leikjum og hugbúnaði sem hannaður er frá grunni fyrir sýndarveruleika. Slíkur hugbúnaður er af skornum skammti. Þannig kynntu stjórnendur Oculus VR einnig tímamótasamstarf við Microsoft og munu spilara geta notað Xbox One-stýripinnann með gleraugunum.Með frá byrjun Þegar kemur að sjálfum hugbúnaðinum hefur Oculus VR boðið fjölbreyttum hópi leikjaframleiðanda að þróa leiki fyrir Rift-gleraugun. Stjórnendur þessara fyrirtækja stigu á svið í San Francisco á fimmtudaginn og kynntu fyrstu kynslóð tölvuleikja fyrir sýndarveruleika. Mörg þeirra voru með fyrstu stuðningsaðilum Rift-verkefnisins, þar á meðal CCP, framleiðandi EVE: Online. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var fyrstur á svið í San Francisco og sagði það hefð hjá CCP að afmá línur milli raunheims og sýndarheims. Mantra fyrirtækisins væri að skapa sýndarheima sem hafa meiri þýðingu en raunheimurinn. „Þetta er nokkuð klikkuð fullyrðing,“ sagði Hilmar Veigar. „Og við höfum oft tekist á um hana innan fyrirtækisins. En nú, þegar við verðum vitni að upphafi sýndarveruleikans, held ég að við höfum ekki tilefni lengur til að afsaka okkur.“Hilmar Veigar Pétursson á sviði.VÍSIR/CCPEitthvað allt annað Þróun EVE: Valkyrie hófst með fyrstu tilraunaútgáfu Rift-gleraugnanna og verður með fyrstu fáanlegu leikjum á endanlegri útgáfu þeirra. Leikurinn er jafnframt fyrsta raunverulega (ef svo má að orði komast) tilraun CCP með sýndarveruleika. Spilarinn æðir um himintunglin í lítilli orrustuþotu og tekur þátt í loftbardögum þegar spilarar hvaðanæva úr heiminum mætast. Leikurinn hefur vakið gríðarlega athygli. Það er spilunin, það hvernig sýndarveruleiki er nýttur til að hafa áhrif á leikinn, sem leikjahönnuðir reyna nú að skilja og læra á. „Með endanlegri útgáfu Oculus Rift-gleraugnanna getum við sagt að þú kemst ekki nær því að vera raunverulegur flugmaður í geimorrustuþotu en með EVE: Valkyrie,“ sagði Hilmar Veigar. Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira
Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. Allt frá því að Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun skutu upp kollinum á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter í ágúst árið 2012 hefur bylting vofað yfir tölvuleikjaiðnaðinum. Þremur árum síðar erum við enn að bíða. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar. Facebook hefur eignast Oculus VR, framleiðanda Rift-gleraugnanna, fyrir litla 230 milljarða króna og tugir tækni- og leikjafyrirtækja af öllum stærðargráðum hafa nú sambærilega tækni í þróun. Oculus Rift og Oculus Touch.VÍSIR/GETTYRift á næsta leiti Forstjóri Oculus VR, Brendan Iribe, var ekki lengi að sannfæra leikjaheiminn um að byltingin sem lofað var væri sannarlega á leiðinni þegar hann steig á svið í troðfullum ráðstefnusal í San Francisco síðasta fimmtudag. Hann tilkynnti að Rift-gleraugun myndu koma á markað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og svipti jafnframt hulunni af endanlegri útgáfu Oculus Rift. „Þau eru létt, þú getur haldið á þeim í annarri hendi. Þetta er ekki ósvipað því að vera með venjuleg gleraugu.“ Iribe gat ekki upplýst ráðstefnugesti um hvenær gleraugun fara í sölu eða hvað þau munu kosta. Oculus VR verður áberandi á E3-leikjaráðstefnunni árlegu í Los Angeles sem haldin er í mánuðinum en líklegt þykir að Iribe muni þar kynna útgáfudag og verð. Flest bendir til að Rift muni kosta á bilinu 25.000 til 50.000 krónur. Þá kynnti Iribe einnig Oculus Touch til leiks, afar nýstárlegan stýripinna fyrir gleraugun sem les og nemur hreyfingu handanna í þrívíðu rými og birtir spilaranum í sýndarveruleika. Þetta gerir honum kleift að teygja út hendurnar og hafa áhrif á sýndarumhverfið. Stýripinnarnir nema einnig staðsetningu og hreyfingu fingranna. Þessi tækni nýtist aðeins í leikjum og hugbúnaði sem hannaður er frá grunni fyrir sýndarveruleika. Slíkur hugbúnaður er af skornum skammti. Þannig kynntu stjórnendur Oculus VR einnig tímamótasamstarf við Microsoft og munu spilara geta notað Xbox One-stýripinnann með gleraugunum.Með frá byrjun Þegar kemur að sjálfum hugbúnaðinum hefur Oculus VR boðið fjölbreyttum hópi leikjaframleiðanda að þróa leiki fyrir Rift-gleraugun. Stjórnendur þessara fyrirtækja stigu á svið í San Francisco á fimmtudaginn og kynntu fyrstu kynslóð tölvuleikja fyrir sýndarveruleika. Mörg þeirra voru með fyrstu stuðningsaðilum Rift-verkefnisins, þar á meðal CCP, framleiðandi EVE: Online. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var fyrstur á svið í San Francisco og sagði það hefð hjá CCP að afmá línur milli raunheims og sýndarheims. Mantra fyrirtækisins væri að skapa sýndarheima sem hafa meiri þýðingu en raunheimurinn. „Þetta er nokkuð klikkuð fullyrðing,“ sagði Hilmar Veigar. „Og við höfum oft tekist á um hana innan fyrirtækisins. En nú, þegar við verðum vitni að upphafi sýndarveruleikans, held ég að við höfum ekki tilefni lengur til að afsaka okkur.“Hilmar Veigar Pétursson á sviði.VÍSIR/CCPEitthvað allt annað Þróun EVE: Valkyrie hófst með fyrstu tilraunaútgáfu Rift-gleraugnanna og verður með fyrstu fáanlegu leikjum á endanlegri útgáfu þeirra. Leikurinn er jafnframt fyrsta raunverulega (ef svo má að orði komast) tilraun CCP með sýndarveruleika. Spilarinn æðir um himintunglin í lítilli orrustuþotu og tekur þátt í loftbardögum þegar spilarar hvaðanæva úr heiminum mætast. Leikurinn hefur vakið gríðarlega athygli. Það er spilunin, það hvernig sýndarveruleiki er nýttur til að hafa áhrif á leikinn, sem leikjahönnuðir reyna nú að skilja og læra á. „Með endanlegri útgáfu Oculus Rift-gleraugnanna getum við sagt að þú kemst ekki nær því að vera raunverulegur flugmaður í geimorrustuþotu en með EVE: Valkyrie,“ sagði Hilmar Veigar.
Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira