Aldraðir hlunnfarnir Björgvin Guðmundsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Í síðustu grein minni ræddi ég um lífeyri aldraðra frá almannatryggingum annars staðar á Norðurlöndunum og í öðrum nágrannaríkjum okkar. Í ljós kom, að grunnlífeyrir aldraðra er margfalt hærri í þessum löndum en hér. Og heildarlífeyrir aldraðra er einnig miklu hærri í þessum löndum en hérna. Það er því ljóst, að eldri borgarar og raunar einnig öryrkjar, hafa verið hlunnfarnir hér. Kjörum aldraðra hefur verið haldið niðri. Þegar þessar staðreyndir blasa við, er því undarlegra, að stjórnarflokkarnir skuli ekki standa við kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin fyrir síðustu kosningar. En í stað þess að standa við loforðin er sannleikanum hagrætt og því haldið fram, að búið sé að uppfylla loforðin! Því fer fjarri. Það er enn verið að hlunnfara eldri borgara og öryrkja.LEB gagnrýndi ríkisstjórnina Á nýafstöðnum landsfundi Landssambands eldri borgara (LEB) kom fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina vegna svika stjórnarflokkanna við eldri borgara og öryrkja. Þessi gagnrýni kom bæði fram í ályktun fundarins um kjaramál og í ræðum þingfulltrúa. Fram kom, að ríkisstjórnin hefur aðeins uppfyllt lítinn hluta þeirra kosningaloforða, sem stjórnarflokkarnir gáfu lífeyrisþegum 2013. Enn er eftir að uppfylla stærsta loforðið, þ.e. að leiðrétta kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans. Sú leiðrétting þýðir, að það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þetta loforð. Hún vill helst gleyma því. Sama er að segja um loforðið um að afturkalla skerðinguna á frítekjumarki fjármagnstekna. Enda þótt það sé í stjórnarsáttmálanum, að þessa leiðréttingu eigi að framkvæma, er ekkert gert í því. Þannig mætti áfram telja. Alls skuldar ríkisstjórnin öldruðum og öryrkjum í kringum 30 milljarða ætli hún að efna kosningaloforðin við lífeyrisþega að fullu.Stórhækka verður lífeyri aldraðra Stóra málið er þó að hækka verður lífeyri aldraðra og öryrkja það mikið, að hann verði sambærilegur við slíkan lífeyri í grannlöndum okkar. Eðlilegast er að byrja á að hækka hann til samræmis við neyslukönnun Hagstofunnar, þ.e. í rúmar 300 þúsund krónur á mánuði. Það er raunar í samræmi við kröfu verkafólks um lágmarkslaun og í samræmi við ályktun landsfundar LEB. Það er lágmark til að geta lifað sómasamlegu lífi af lífeyrinum. Eldri borgarar treysta á það, að verkalýðshreyfingin knýi það fram í yfirstandandi kjaradeilu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki jafnmikið og lægstu laun munu hækka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Í síðustu grein minni ræddi ég um lífeyri aldraðra frá almannatryggingum annars staðar á Norðurlöndunum og í öðrum nágrannaríkjum okkar. Í ljós kom, að grunnlífeyrir aldraðra er margfalt hærri í þessum löndum en hér. Og heildarlífeyrir aldraðra er einnig miklu hærri í þessum löndum en hérna. Það er því ljóst, að eldri borgarar og raunar einnig öryrkjar, hafa verið hlunnfarnir hér. Kjörum aldraðra hefur verið haldið niðri. Þegar þessar staðreyndir blasa við, er því undarlegra, að stjórnarflokkarnir skuli ekki standa við kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin fyrir síðustu kosningar. En í stað þess að standa við loforðin er sannleikanum hagrætt og því haldið fram, að búið sé að uppfylla loforðin! Því fer fjarri. Það er enn verið að hlunnfara eldri borgara og öryrkja.LEB gagnrýndi ríkisstjórnina Á nýafstöðnum landsfundi Landssambands eldri borgara (LEB) kom fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina vegna svika stjórnarflokkanna við eldri borgara og öryrkja. Þessi gagnrýni kom bæði fram í ályktun fundarins um kjaramál og í ræðum þingfulltrúa. Fram kom, að ríkisstjórnin hefur aðeins uppfyllt lítinn hluta þeirra kosningaloforða, sem stjórnarflokkarnir gáfu lífeyrisþegum 2013. Enn er eftir að uppfylla stærsta loforðið, þ.e. að leiðrétta kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans. Sú leiðrétting þýðir, að það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þetta loforð. Hún vill helst gleyma því. Sama er að segja um loforðið um að afturkalla skerðinguna á frítekjumarki fjármagnstekna. Enda þótt það sé í stjórnarsáttmálanum, að þessa leiðréttingu eigi að framkvæma, er ekkert gert í því. Þannig mætti áfram telja. Alls skuldar ríkisstjórnin öldruðum og öryrkjum í kringum 30 milljarða ætli hún að efna kosningaloforðin við lífeyrisþega að fullu.Stórhækka verður lífeyri aldraðra Stóra málið er þó að hækka verður lífeyri aldraðra og öryrkja það mikið, að hann verði sambærilegur við slíkan lífeyri í grannlöndum okkar. Eðlilegast er að byrja á að hækka hann til samræmis við neyslukönnun Hagstofunnar, þ.e. í rúmar 300 þúsund krónur á mánuði. Það er raunar í samræmi við kröfu verkafólks um lágmarkslaun og í samræmi við ályktun landsfundar LEB. Það er lágmark til að geta lifað sómasamlegu lífi af lífeyrinum. Eldri borgarar treysta á það, að verkalýðshreyfingin knýi það fram í yfirstandandi kjaradeilu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki jafnmikið og lægstu laun munu hækka.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun