Sameina þarf kjaraviðræður Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. maí 2015 12:00 Samtök atvinnulífsins kölluðu eftir því í Fréttablaðinu í gær að verkalýðshreyfingin sameini sig í þeim kjaraviðræðum sem í gangi eru þannig að þær nái bæði til almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. „Ég held að svona snúin staða leysist aldrei öðruvísi en náist að eyða ákveðinni tortryggni, sem ríkt hefur á milli aðila, með því að menn komi þá bara sameiginlega að borðinu,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fjármálaráðherra hefur áður kallað eftir þjóðarsátt. Staðan er sú að 165 kjarasamningar eru lausir á þessu ári. Þeir taka bæði til almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Ríkissáttasemjari segist ekki muna eftir öðru eins, tugir þúsunda launþega séu í þeim félögum sem hafa ákveðið að fara í verkfall eða leitað heimilda til þess. Borið er í bakkafullan lækinn ef bent er á afleiðingar þessara aðgerða sem nú þegar hafa gert vart við sig. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi í gær frá konu sem ekki hafði komist í eftirlit vegna krabbameinsmeðferðar. Sögur í þessa veru eru fleiri og þær eru átakanlegar. Mannslífin verða illa metin til fjár. Fjárhagslegt tjón er samt sem áður einnig staðreynd og verður meira eftir því sem verkfallsaðgerðirnar harðna. Í gær var greint frá því að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafi fengið drög að tilboði sem félagið ætlar sér að liggja yfir í viku. Boðað verkfall hjúkrunarfræðinga hefst svo þann 27. maí. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð til Starfsgreinasambandsins, iðnaðarmanna, VR og Flóabandalagsins og BHM fékk einnig óformlegt tilboð frá ríkinu í vikunni. Flestir hafa samúð og skilning á kröfum verkalýðsfélaganna þess efnis að lægstu laun séu hækkuð og að fólk geti framfleytt sér á dagvinnulaunum. Samtök atvinnulífsins halda því fram að slík krafa sé aldrei svo einföld. Hækkun lægstu launa sé ekki eina krafan heldur hækkun yfir línuna – launaskrið. Nokkurs konar höfrungahlaup sem endi með því að hækkanir eru orðnar innistæðulausar og ábatinn af hærri launum verði að lokum enginn. Það er ljóst að ástandið er orðið slíkt að harmakvein atvinnurekenda með beiðni um sameinaðar kröfur verkalýðsfélaganna er ekki að ástæðulausu. Það sér hver maður að 40 mál á borði ríkissáttasemjara er vægast sagt meira en góðu hófi gegnir. Hvaða verkalýðsforingi ætlar að verða fyrstur til að semja og bera slíkan samning undir félagsmenn sína og eiga á hættu að næsta félag nái betri samningum en hann? Það vill enginn ganga frá samningum af ótta við að aðrir muni beita ýtrustu úrræðum til að fá meira. Staðan er snúin og kallað hefur verið á aðkomu ríkisins. Í Fréttablaðinu í gær sagði Þorsteinn að ríkið hefði nú þegar lýst vilja til að koma að lausn, svo sem með skattkerfisbreytingum og breytingum á húsnæðismarkaði. Einhver þarf að höggva á þennan rembihnút. Pressan hefur verið á atvinnurekendum og stjórnvöldum hingað til. Nú er komið að verkalýðshreyfingunni að stíga skref í átt til sáttar og reyna að liðka fyrir lausn. Sé sameining viðræðnanna lausnin verður að sameina þær. Það er ábyrgðarhluti að gera það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Verkfall 2016 Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun
Samtök atvinnulífsins kölluðu eftir því í Fréttablaðinu í gær að verkalýðshreyfingin sameini sig í þeim kjaraviðræðum sem í gangi eru þannig að þær nái bæði til almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. „Ég held að svona snúin staða leysist aldrei öðruvísi en náist að eyða ákveðinni tortryggni, sem ríkt hefur á milli aðila, með því að menn komi þá bara sameiginlega að borðinu,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fjármálaráðherra hefur áður kallað eftir þjóðarsátt. Staðan er sú að 165 kjarasamningar eru lausir á þessu ári. Þeir taka bæði til almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Ríkissáttasemjari segist ekki muna eftir öðru eins, tugir þúsunda launþega séu í þeim félögum sem hafa ákveðið að fara í verkfall eða leitað heimilda til þess. Borið er í bakkafullan lækinn ef bent er á afleiðingar þessara aðgerða sem nú þegar hafa gert vart við sig. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi í gær frá konu sem ekki hafði komist í eftirlit vegna krabbameinsmeðferðar. Sögur í þessa veru eru fleiri og þær eru átakanlegar. Mannslífin verða illa metin til fjár. Fjárhagslegt tjón er samt sem áður einnig staðreynd og verður meira eftir því sem verkfallsaðgerðirnar harðna. Í gær var greint frá því að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafi fengið drög að tilboði sem félagið ætlar sér að liggja yfir í viku. Boðað verkfall hjúkrunarfræðinga hefst svo þann 27. maí. Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð til Starfsgreinasambandsins, iðnaðarmanna, VR og Flóabandalagsins og BHM fékk einnig óformlegt tilboð frá ríkinu í vikunni. Flestir hafa samúð og skilning á kröfum verkalýðsfélaganna þess efnis að lægstu laun séu hækkuð og að fólk geti framfleytt sér á dagvinnulaunum. Samtök atvinnulífsins halda því fram að slík krafa sé aldrei svo einföld. Hækkun lægstu launa sé ekki eina krafan heldur hækkun yfir línuna – launaskrið. Nokkurs konar höfrungahlaup sem endi með því að hækkanir eru orðnar innistæðulausar og ábatinn af hærri launum verði að lokum enginn. Það er ljóst að ástandið er orðið slíkt að harmakvein atvinnurekenda með beiðni um sameinaðar kröfur verkalýðsfélaganna er ekki að ástæðulausu. Það sér hver maður að 40 mál á borði ríkissáttasemjara er vægast sagt meira en góðu hófi gegnir. Hvaða verkalýðsforingi ætlar að verða fyrstur til að semja og bera slíkan samning undir félagsmenn sína og eiga á hættu að næsta félag nái betri samningum en hann? Það vill enginn ganga frá samningum af ótta við að aðrir muni beita ýtrustu úrræðum til að fá meira. Staðan er snúin og kallað hefur verið á aðkomu ríkisins. Í Fréttablaðinu í gær sagði Þorsteinn að ríkið hefði nú þegar lýst vilja til að koma að lausn, svo sem með skattkerfisbreytingum og breytingum á húsnæðismarkaði. Einhver þarf að höggva á þennan rembihnút. Pressan hefur verið á atvinnurekendum og stjórnvöldum hingað til. Nú er komið að verkalýðshreyfingunni að stíga skref í átt til sáttar og reyna að liðka fyrir lausn. Sé sameining viðræðnanna lausnin verður að sameina þær. Það er ábyrgðarhluti að gera það ekki.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun