Einkavæða á Íslandspóst Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. apríl 2015 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist á Alþingi í fyrradag vilja selja Íslandspóst. Það er raunar ekki á hennar valdi, eins og hún sagði sjálf, enda hlutabréf þessa opinberra hlutafélags á valdi fjármálaráðherra. En Ólöf sagðist vilja afnema einkarétt Íslandspósts á póstþjónustu og hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á haustþingi. Íslandspóstur er hlutafélag sem er að fullu í eigu ríkisins og nýtur þannig sérréttinda. Póstþjónusta hefur vegna tækniframfara tekið miklum breytingum undanfarin ár. Póstþjónustan var Íslendingum afar mikilvægi í ljós stærðar og strjálbýlis. Eðli málsins samkvæmt hefur bréfasendingum fækkað með tilkomu tölvupósts og annarra rafrænna samskipta ásamt því sem innviðir hér hafa verið efldir til muna. Íslandspóstur hefur lögum samkvæmt einkarétt á afhendingu sendibréfa undir 50 grömmum, uppsetningu póstkassa, útgáfu frímerkja og fleiru. Fyrirtækið er hins vegar í samkeppni við aðra á ýmsum sviðum, til að mynda öðrum póstsendingum og prentþjónustu, sem og algerlega óskildri þjónustu eins og sælgætissölu, greiðslu- og sendibílaþjónustu. Greint hefur verið frá því að Íslandspóstur sé til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu vegna gruns um að ófullnægjandi aðskilnað samkeppnisrekstrar og einkaréttarþjónustu. Slíkt er bannað með lögum. Ómögulegt er að segja til um réttmæti ásakananna, sem forsvarsmenn fyrirtækisins þverneita fyrir. Þó er ljóst að samkeppnisaðilar Íslandspósts á ýmsum sviðum standa höllum fæti gagnvart ríkisfyrirtæki. Fyrirtæki sem varið er af einkarétti á tiltekinni þjónustu. Kaup hlutafélags í opinberri eigu á einkafyrirtækjum og ríkisvæðing þeirra er varasöm og til þess fallin að raska eðlilegri samkeppni. Engin þörf er á ríkisprentsmiðju eða ríkissendibílum og ríkið á ekkert erindi inn á þá markaði. Íslandspóstur er ríkisfyrirtæki, rekið eins og einkafyrirtæki. Slíkur rekstur vekur upp spurningar og tortryggni sem komast má. Margir taka andköf við það eitt að heyrast minnst á einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Sporin hræða. En einkavæðing þarf ekki alltaf að vera af hinu illa. Hún getur meira að segja verið af hinu góða. Ef rétt er staðið að einkavæðingu Íslandspósts er ekkert því til fyrirstöðu að póstþjónustu sé sinnt með ásættanlegum hætti. Meðan starfsemi fyrirtækisins er eins og hún er er ljóst að hætta er á óskilvirkni í rekstri sem að endingu lendir á skattgreiðendum í formi niðurgreiðslu. Útvíkkun rekstursins inn á aðra markaði færir megináhersluna frá lögbundinni kjarnastarfsemi fyrirtækisins; póstþjónustunni. Hlutverk ríkisins er að stuðla að heilbrigðu atvinnulífi, þar sem samkeppni og markaðslögmál gilda, án inngripa eða röskunar af hálfu hins opinbera. Ríkið ætti að nýta tækifærið þegar aðstæður skapast til að færa ákveðin verkefni úr höndum hins opinbera til einkaaðila. Í dag eru þessar aðstæður fyrir hendi á póstmarkaði og því skynsamlegt að selja Íslandspóst sem allra fyrst. Vonandi hlustar fjármálaráðherra á Ólöfu Nordal sem segir að ekki gangi að fyrirtæki í opinberri eigu sé að vasast á samkeppnismarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun
Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist á Alþingi í fyrradag vilja selja Íslandspóst. Það er raunar ekki á hennar valdi, eins og hún sagði sjálf, enda hlutabréf þessa opinberra hlutafélags á valdi fjármálaráðherra. En Ólöf sagðist vilja afnema einkarétt Íslandspósts á póstþjónustu og hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á haustþingi. Íslandspóstur er hlutafélag sem er að fullu í eigu ríkisins og nýtur þannig sérréttinda. Póstþjónusta hefur vegna tækniframfara tekið miklum breytingum undanfarin ár. Póstþjónustan var Íslendingum afar mikilvægi í ljós stærðar og strjálbýlis. Eðli málsins samkvæmt hefur bréfasendingum fækkað með tilkomu tölvupósts og annarra rafrænna samskipta ásamt því sem innviðir hér hafa verið efldir til muna. Íslandspóstur hefur lögum samkvæmt einkarétt á afhendingu sendibréfa undir 50 grömmum, uppsetningu póstkassa, útgáfu frímerkja og fleiru. Fyrirtækið er hins vegar í samkeppni við aðra á ýmsum sviðum, til að mynda öðrum póstsendingum og prentþjónustu, sem og algerlega óskildri þjónustu eins og sælgætissölu, greiðslu- og sendibílaþjónustu. Greint hefur verið frá því að Íslandspóstur sé til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu vegna gruns um að ófullnægjandi aðskilnað samkeppnisrekstrar og einkaréttarþjónustu. Slíkt er bannað með lögum. Ómögulegt er að segja til um réttmæti ásakananna, sem forsvarsmenn fyrirtækisins þverneita fyrir. Þó er ljóst að samkeppnisaðilar Íslandspósts á ýmsum sviðum standa höllum fæti gagnvart ríkisfyrirtæki. Fyrirtæki sem varið er af einkarétti á tiltekinni þjónustu. Kaup hlutafélags í opinberri eigu á einkafyrirtækjum og ríkisvæðing þeirra er varasöm og til þess fallin að raska eðlilegri samkeppni. Engin þörf er á ríkisprentsmiðju eða ríkissendibílum og ríkið á ekkert erindi inn á þá markaði. Íslandspóstur er ríkisfyrirtæki, rekið eins og einkafyrirtæki. Slíkur rekstur vekur upp spurningar og tortryggni sem komast má. Margir taka andköf við það eitt að heyrast minnst á einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Sporin hræða. En einkavæðing þarf ekki alltaf að vera af hinu illa. Hún getur meira að segja verið af hinu góða. Ef rétt er staðið að einkavæðingu Íslandspósts er ekkert því til fyrirstöðu að póstþjónustu sé sinnt með ásættanlegum hætti. Meðan starfsemi fyrirtækisins er eins og hún er er ljóst að hætta er á óskilvirkni í rekstri sem að endingu lendir á skattgreiðendum í formi niðurgreiðslu. Útvíkkun rekstursins inn á aðra markaði færir megináhersluna frá lögbundinni kjarnastarfsemi fyrirtækisins; póstþjónustunni. Hlutverk ríkisins er að stuðla að heilbrigðu atvinnulífi, þar sem samkeppni og markaðslögmál gilda, án inngripa eða röskunar af hálfu hins opinbera. Ríkið ætti að nýta tækifærið þegar aðstæður skapast til að færa ákveðin verkefni úr höndum hins opinbera til einkaaðila. Í dag eru þessar aðstæður fyrir hendi á póstmarkaði og því skynsamlegt að selja Íslandspóst sem allra fyrst. Vonandi hlustar fjármálaráðherra á Ólöfu Nordal sem segir að ekki gangi að fyrirtæki í opinberri eigu sé að vasast á samkeppnismarkaði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun