Skapraunandi augnakonfekt Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2015 12:00 Aaru's Awakening er allur handteiknaður og er einstaklega fallegur leikur Það er mjög auðvelt að mistakast í Aaru's Awakening og það mun gerast oft. Þrátt fyrir að það sé auðvelt að verða pirraður yfir leiknum, þá er enn meira pirrandi að gefast upp. Þannig heldur leikurinn manni við efnið. Hann er einstaklega fallegur, en allar útlínur hans voru handteiknaðar.Leikurinn er gerður af íslenska fyrirtækinu Lumenox og á uppruna sinn að rekja til Game Creator-verðlaunanna, sem hann hlaut árið 2011. Um er að ræða fyrsta leik þeirra sem að honum koma og í samtali við Vísi sagði Jóhann Ingi Guðjónsson, markaðsstjóri Lumenox, að hann væri alls ekki sá síðasti.Aaru, sem er hetja leiksins, þarf að leysa ýmsar þrautir og til þess beitir hann loftfimleikum og fjarflutningum. Skjóta þarf kúlu á milli óvina til að birtast hinum megin við þá og halda ferðinni áfram. Einnig er hægt að skjóta kúlunni beint í þá og gera út af við þá.Ákvarðanir þarf mjög oft að taka á stuttum tíma og auðvelt er að ruglast á áttum. Að auki kemur fyrir að nauðsynlegt er að hoppa fram af syllum án þess að sjá hvað er fyrir neðan. Það endar yfirleitt með dauða og endurtekningu. Aaru's Awakening er þó skemmtilegur leikur og er kjörinn fyrir einstaklinga með keppnisskap og þolinmæði. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Matarboðin sem fólk man eftir Lífið samstarf Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Signature opnar nýjan sýningarsal á rótgrónum stað Lífið samstarf Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira