Fjórir formenn Sjálfstæðisflokks Sigurjón M. Egilsson skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Vopnin snúast hratt í höndum ritstjóra Morgunblaðsins. Í vikulegu Réttlætingabréfi sínu nýliðinn sunnudag skrifaði hann sig saklausan af því að hafa, sem bankastjóri Seðlabanka Íslands, tekið ákvörðun um að lána Kaupþingi nánast allan gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar, hinn örlagaríka dag 6. október 2008. Og tekið sem tryggingu hlutabréf í danska bankanum FIH. Benedikt Jóhannesson, flokksbróðir ritstjórans, er minnugur maður og hann mundi viðtal Sigmars Guðmundssonar í Kastljósi Ríkissjónvarpsins frá 7. október 2008 við þáverandi formann bankastjórnar Seðlabanka Íslands, núverandi ritstjóra. „Þetta lán er 500 milljónir evra, um 70 milljarðar króna, en það er til mjög skamms tíma, svona brúarlán, bara til þess að gefa þessum banka leyfi til þess að spreyta sig og láta hann ekki falla vegna þess að hann hafi verið beittur of harkalegum aðgerðum,“ sagði þáverandi formaður bankastjórnarinnar. Hann var spurður hvað gerðist ef lánið dygði ekki til bjargar og Kaupþing félli. „Þá mun Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku FIH, því við tókum öll hlutabréfin í þeim banka að veði.“ „Varstu sammála þeirri aðgerð að veita Kaupþingi þetta lán? Það var orðrómur um ágreining,“ spurði Sigmar. „Það var algjör eining um það og ég tilkynnti bankastjóra Kaupþings það að það hefði verið niðurstaðan. Það hefur verið eining milli okkar þriggja félaganna í öllum málum. Auðvitað ræðum við málin og nálgumst kannski stundum með mismunandi hætti, en það hefur ekkert mál verið afgreitt frá okkur í ágreiningi,“ var svar seðlabankastjórans 7. október 2008. Þarna var talað skýrt, enginn vafi á hvað var gert og hverjir ákváðu lánveitinguna. Sami maður og sagði, daginn eftir lánveitinguna, að allir þrír þáverandi bankastjórar Seðlabanka Íslands hefðu verið einhuga um lánveitinguna, skrifar nú að ákvörðunin um lánið hafi verið þáverandi ríkisstjórnar. Einkum þá Geirs H. Haarde, sem á það sameiginlegt með ritstjóra Morgunblaðsins, að vera fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Þarna var stígið á línu. Í vinahópi Geirs þykja skrif ritstjórans ómakleg og þess er beðið að Geir svari fyrir sig. Enn er ekki vitað um einn einasta mann sem tekur undir atburðarásina einsog hún er rakin í Réttlætingabréfi Morgunblaðsins frá því á sunnudag. Þeir eru fjórir formenn Sjálfstæðisflokks. Mest fer fyrir þeim sem lengst þeirra var formaður, það er núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Honum tekst ítrekað að beina kastljósinu að sér. Þorsteinn Pálsson, sem einnig er fyrrverandi formaður, hefur aðra sýn en hinir þrír í því máli sem hefur reynst flokknum hvað erfiðast, það er hugsanleg aðild að Evrópusambandinu. Afstaða hans og vilji til að tjá hana ruggar bátnum. Geir H. Haarde hefur eflaust, eftir erfiða pólitíska baráttu, látið sig dreyma um að vera kominn á friðarstól vestur í Bandaríkjunum, þar sem hann er sendiherra Íslands. Þá vó fyrrverandi samherji að honum úr launsátri, en hitti trúlega sjálfan sig fyrir. Núverandi formaður, Bjarni Benediktsson, þarf að berjast um, innan um alla þessa drauga fortíðar. Forverarnir þrír gera honum erfitt fyrir. Ekki síst ritstjóri Morgunblaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun
Vopnin snúast hratt í höndum ritstjóra Morgunblaðsins. Í vikulegu Réttlætingabréfi sínu nýliðinn sunnudag skrifaði hann sig saklausan af því að hafa, sem bankastjóri Seðlabanka Íslands, tekið ákvörðun um að lána Kaupþingi nánast allan gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar, hinn örlagaríka dag 6. október 2008. Og tekið sem tryggingu hlutabréf í danska bankanum FIH. Benedikt Jóhannesson, flokksbróðir ritstjórans, er minnugur maður og hann mundi viðtal Sigmars Guðmundssonar í Kastljósi Ríkissjónvarpsins frá 7. október 2008 við þáverandi formann bankastjórnar Seðlabanka Íslands, núverandi ritstjóra. „Þetta lán er 500 milljónir evra, um 70 milljarðar króna, en það er til mjög skamms tíma, svona brúarlán, bara til þess að gefa þessum banka leyfi til þess að spreyta sig og láta hann ekki falla vegna þess að hann hafi verið beittur of harkalegum aðgerðum,“ sagði þáverandi formaður bankastjórnarinnar. Hann var spurður hvað gerðist ef lánið dygði ekki til bjargar og Kaupþing félli. „Þá mun Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku FIH, því við tókum öll hlutabréfin í þeim banka að veði.“ „Varstu sammála þeirri aðgerð að veita Kaupþingi þetta lán? Það var orðrómur um ágreining,“ spurði Sigmar. „Það var algjör eining um það og ég tilkynnti bankastjóra Kaupþings það að það hefði verið niðurstaðan. Það hefur verið eining milli okkar þriggja félaganna í öllum málum. Auðvitað ræðum við málin og nálgumst kannski stundum með mismunandi hætti, en það hefur ekkert mál verið afgreitt frá okkur í ágreiningi,“ var svar seðlabankastjórans 7. október 2008. Þarna var talað skýrt, enginn vafi á hvað var gert og hverjir ákváðu lánveitinguna. Sami maður og sagði, daginn eftir lánveitinguna, að allir þrír þáverandi bankastjórar Seðlabanka Íslands hefðu verið einhuga um lánveitinguna, skrifar nú að ákvörðunin um lánið hafi verið þáverandi ríkisstjórnar. Einkum þá Geirs H. Haarde, sem á það sameiginlegt með ritstjóra Morgunblaðsins, að vera fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Þarna var stígið á línu. Í vinahópi Geirs þykja skrif ritstjórans ómakleg og þess er beðið að Geir svari fyrir sig. Enn er ekki vitað um einn einasta mann sem tekur undir atburðarásina einsog hún er rakin í Réttlætingabréfi Morgunblaðsins frá því á sunnudag. Þeir eru fjórir formenn Sjálfstæðisflokks. Mest fer fyrir þeim sem lengst þeirra var formaður, það er núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Honum tekst ítrekað að beina kastljósinu að sér. Þorsteinn Pálsson, sem einnig er fyrrverandi formaður, hefur aðra sýn en hinir þrír í því máli sem hefur reynst flokknum hvað erfiðast, það er hugsanleg aðild að Evrópusambandinu. Afstaða hans og vilji til að tjá hana ruggar bátnum. Geir H. Haarde hefur eflaust, eftir erfiða pólitíska baráttu, látið sig dreyma um að vera kominn á friðarstól vestur í Bandaríkjunum, þar sem hann er sendiherra Íslands. Þá vó fyrrverandi samherji að honum úr launsátri, en hitti trúlega sjálfan sig fyrir. Núverandi formaður, Bjarni Benediktsson, þarf að berjast um, innan um alla þessa drauga fortíðar. Forverarnir þrír gera honum erfitt fyrir. Ekki síst ritstjóri Morgunblaðsins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun