Goslok ekki endilega góðar fréttir svavar hávarðsson skrifar 18. febrúar 2015 09:00 Ármann Höskuldsson sem hefur ásamt her manns fylgst með eldsumbrotunum frá upphafi segir að deyi eldgosið út verði sérstaklega spennandi að fylgjast með svæðinu vikurnar á eftir. Það sé næsta víst að jarðskjálftahrina hefjist á nýjan leik og frekari eldsumbrot fylgi. fréttablaðið/valli Eldstöðin í Holuhrauni hefur á rúmlega hálfu ári skilað upp á yfirborðið tveimur rúmkílómetrum af kviku. Því hefur eldstöðin klárað sig af skilgreiningunni um stórgos á alþjóðlegum mælikvarða í tvígang. Á sama tíma hafa 99% kvikunnar sem er á ferðinni í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu ekki látið sjá sig. Því er í raun afar ólíklegt að umbrotunum í og við jökulinn sé lokið þótt eldgosið sem nú er uppi endi á næstunni. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Ármanns Höskuldssonar, eldfjallafræðings við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, í fyrirlestri á vettvangi Háskólans í gær, þar sem hann fjallaði um eldsumbrotin og framgang þeirra frá upphafi til dagsins í dag.Fimm eldgos stór og smá Í fyrirlestri sínum rakti Ármann þróun umbrotanna, allt frá því að jarðskjálftahrinan hófst í Vatnajökli 16. ágúst; síðan framrás kvikunnar í gegnum kvikuganginn mikla, sem var fréttaefni í hálfan mánuð, þangað til eldgos hófst. Þau eru nú orðin fimm talsins í og við jökulinn, sagði Ármann. Fjögur smágos og svo það sem enn er uppi og er orðið eitt stærsta eldgos á sögulegum tíma á Íslandi, og sannarlega það stærsta frá Skaftáreldum á 18. öld.Áttfalt minni kvika Staðan í dag er sú að snarlega hefur dregið úr eldgosinu á þeim vikum sem liðnar eru af nýja árinu; helst er það merkjanlegt af því magni sem Baugur, gígurinn mikli í Holuhrauni, skilar af sér af kviku. Kvikuelfurin telst nú 10 til 50 rúmmetrar á sekúndu, sem er sjö- til áttfalt minna af kviku en rann í upphafi gossins um mánaðamótin ágúst-september. Nornahraun þekur 85 ferkílómetra lands og þenur sig lítið út þessa dagana, en hraunið ferðast um hraunstabbann í hellum undir yfirborði sem er þykkastur rúmlega 40 metrar. Ármann benti á að hafi einhver efast um hvernig beri að flokka eldgosið í Holuhrauni á þessum tímapunkti, þá sé hraungos alþjóðlega stimplað sem stórgos þegar einn rúmkílómetri af kviku hefur skilað sér upp á yfirborðið, en Nornahraun er þegar um tveir rúmkílómetrar. „Meðalkvikuframleiðsla á hverri öld á Íslandi er talin vera um fimm rúmkílómetrar. Eldstöðin er því búin að taka upp á sandinn 40% af hundrað ára framleiðslu íslenskra eldfjalla nú þegar. Við höfum frávik þegar við fáum stór eldgos og hugsanlega er þetta eitt af þeim frávikum sem er í gangi núna. Þykkt hraunsins höfum við ekki séð síðan í Lakagosinu 1783, svo við erum að glíma við eitt stærsta eldgos Íslands í nokkur hundruð ár,“ sagði Ármann.Mengun Á fyrstu dögum eldgossins rifjaði Ármann upp að enginn hafði áhyggjur af gasmengun frá eldstöðinni – hér á landi. „En það stoppaði ekki síminn hjá mér því fólk var að hringja frá Noregi, Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi til að láta vita af mikilli brennisteinslykt hjá þeim. En gasið fór þá hærra upp og lagði burt frá landinu og lagðist yfir Skandinavíu og Evrópu,“ sagði Ármann og skýrði að þegar dró úr hitauppstreymi eldstöðvarinnar þá féll gasið niður, og þar sem það er eðlisþyngra en andrúmsloftið þá skreið það eftir vindátt niður dali og fjallaskörð og þaðan í byggð. Í upphafi losaði eldstöðin um 150.000 tonn á dag – tífalt það magn sem öll Evrópa losar á sama tíma. Heildarmagnið af brennisteini sem Holuhraun hefur skilað til dagsins í dag er allt að 14 milljónir tonna.Hvað höfum við lært? Ármann sagði að þrátt fyrir að úrvinnsla gagna væri aðeins á upphafsstigi þá sé líklegt að teikna þurfi upp eldstöðvarkerfi Öskju að nýju. Það var talið teygja sig undir sandana þar sem hraunið rennur sem „getur varla verið rétt“, eins og Ármann orðaði það í fyrirlestri sínum. En hann hnykkti á því hversu svæðið er sérstakt, og þeim fjölda stórra eldfjalla sem er að finna á tiltölulega litlu svæði yfir heita reitnum miðjum. Þar má telja Hágöngur, Vonarskarð, Hamarinn, Grímsvötn, Þórðarhyrnu, Kverkfjöll og Öskju.Mamma „Mamman í þessu öllu saman er svo Bárðarbunga,“ sagði Ármann og útskýrði að kvikan kæmi úr kvikuþró á miklu dýpi undir fjallinu en ekki kvikuhólfi sem sannarlega liggur undir sjálfri öskju eldfjallsins. Kvikan kemst ekki upp á yfirborðið í gegnum fjallið sjálft og leitaði því í þann farveg, sprungurnar, sem fóstrar eldstöðina norðan jökulsins í dag. Hér er aðaláhyggjuefnið, sagði Ármann. Víst er að kvikan í grunnstæða kvikuhólfinu verður fyrir áhrifum af kvikunni sem flæðir úr iðrum jarðar fyrir neðan. Það var á Ármanni að skilja að hún í raun sjóði það sem þar er fyrir og „gæti sett af stað nýja atburðarás“ – sem þá getur ekki verið neitt annað en að „mamman“ láti í sér heyra. „En þetta er gliðnunarhrina sem er hafin og fimm eldgos hafa komið upp nú þegar. Allir jarðskjálftar sýna að upptökin eru í Bárðarbungu þar sem er grunnstætt kvikuhólf. Það hringir því öllum viðvörunarbjöllunum að núna er tekið að draga úr þessu eldgosi út af söndunum, því atburðurinn er alls ekki búinn. Síðasta gliðnunarhrina stóð í tæp tíu ár og Kröflueldar urðu níu talsins þegar upp var staðið. Það er þekkt að um 1% kvikunnar sem er á ferðinni kemur upp á yfirborð. Undir fjallinu eru því ennþá á ferðinni 100 til 200 rúmkílómetrar af kviku. Það er mikið og líklegt að það láti vita af sér í framtíðinni,“ sagði Ármann. Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Eldstöðin í Holuhrauni hefur á rúmlega hálfu ári skilað upp á yfirborðið tveimur rúmkílómetrum af kviku. Því hefur eldstöðin klárað sig af skilgreiningunni um stórgos á alþjóðlegum mælikvarða í tvígang. Á sama tíma hafa 99% kvikunnar sem er á ferðinni í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu ekki látið sjá sig. Því er í raun afar ólíklegt að umbrotunum í og við jökulinn sé lokið þótt eldgosið sem nú er uppi endi á næstunni. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Ármanns Höskuldssonar, eldfjallafræðings við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, í fyrirlestri á vettvangi Háskólans í gær, þar sem hann fjallaði um eldsumbrotin og framgang þeirra frá upphafi til dagsins í dag.Fimm eldgos stór og smá Í fyrirlestri sínum rakti Ármann þróun umbrotanna, allt frá því að jarðskjálftahrinan hófst í Vatnajökli 16. ágúst; síðan framrás kvikunnar í gegnum kvikuganginn mikla, sem var fréttaefni í hálfan mánuð, þangað til eldgos hófst. Þau eru nú orðin fimm talsins í og við jökulinn, sagði Ármann. Fjögur smágos og svo það sem enn er uppi og er orðið eitt stærsta eldgos á sögulegum tíma á Íslandi, og sannarlega það stærsta frá Skaftáreldum á 18. öld.Áttfalt minni kvika Staðan í dag er sú að snarlega hefur dregið úr eldgosinu á þeim vikum sem liðnar eru af nýja árinu; helst er það merkjanlegt af því magni sem Baugur, gígurinn mikli í Holuhrauni, skilar af sér af kviku. Kvikuelfurin telst nú 10 til 50 rúmmetrar á sekúndu, sem er sjö- til áttfalt minna af kviku en rann í upphafi gossins um mánaðamótin ágúst-september. Nornahraun þekur 85 ferkílómetra lands og þenur sig lítið út þessa dagana, en hraunið ferðast um hraunstabbann í hellum undir yfirborði sem er þykkastur rúmlega 40 metrar. Ármann benti á að hafi einhver efast um hvernig beri að flokka eldgosið í Holuhrauni á þessum tímapunkti, þá sé hraungos alþjóðlega stimplað sem stórgos þegar einn rúmkílómetri af kviku hefur skilað sér upp á yfirborðið, en Nornahraun er þegar um tveir rúmkílómetrar. „Meðalkvikuframleiðsla á hverri öld á Íslandi er talin vera um fimm rúmkílómetrar. Eldstöðin er því búin að taka upp á sandinn 40% af hundrað ára framleiðslu íslenskra eldfjalla nú þegar. Við höfum frávik þegar við fáum stór eldgos og hugsanlega er þetta eitt af þeim frávikum sem er í gangi núna. Þykkt hraunsins höfum við ekki séð síðan í Lakagosinu 1783, svo við erum að glíma við eitt stærsta eldgos Íslands í nokkur hundruð ár,“ sagði Ármann.Mengun Á fyrstu dögum eldgossins rifjaði Ármann upp að enginn hafði áhyggjur af gasmengun frá eldstöðinni – hér á landi. „En það stoppaði ekki síminn hjá mér því fólk var að hringja frá Noregi, Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi til að láta vita af mikilli brennisteinslykt hjá þeim. En gasið fór þá hærra upp og lagði burt frá landinu og lagðist yfir Skandinavíu og Evrópu,“ sagði Ármann og skýrði að þegar dró úr hitauppstreymi eldstöðvarinnar þá féll gasið niður, og þar sem það er eðlisþyngra en andrúmsloftið þá skreið það eftir vindátt niður dali og fjallaskörð og þaðan í byggð. Í upphafi losaði eldstöðin um 150.000 tonn á dag – tífalt það magn sem öll Evrópa losar á sama tíma. Heildarmagnið af brennisteini sem Holuhraun hefur skilað til dagsins í dag er allt að 14 milljónir tonna.Hvað höfum við lært? Ármann sagði að þrátt fyrir að úrvinnsla gagna væri aðeins á upphafsstigi þá sé líklegt að teikna þurfi upp eldstöðvarkerfi Öskju að nýju. Það var talið teygja sig undir sandana þar sem hraunið rennur sem „getur varla verið rétt“, eins og Ármann orðaði það í fyrirlestri sínum. En hann hnykkti á því hversu svæðið er sérstakt, og þeim fjölda stórra eldfjalla sem er að finna á tiltölulega litlu svæði yfir heita reitnum miðjum. Þar má telja Hágöngur, Vonarskarð, Hamarinn, Grímsvötn, Þórðarhyrnu, Kverkfjöll og Öskju.Mamma „Mamman í þessu öllu saman er svo Bárðarbunga,“ sagði Ármann og útskýrði að kvikan kæmi úr kvikuþró á miklu dýpi undir fjallinu en ekki kvikuhólfi sem sannarlega liggur undir sjálfri öskju eldfjallsins. Kvikan kemst ekki upp á yfirborðið í gegnum fjallið sjálft og leitaði því í þann farveg, sprungurnar, sem fóstrar eldstöðina norðan jökulsins í dag. Hér er aðaláhyggjuefnið, sagði Ármann. Víst er að kvikan í grunnstæða kvikuhólfinu verður fyrir áhrifum af kvikunni sem flæðir úr iðrum jarðar fyrir neðan. Það var á Ármanni að skilja að hún í raun sjóði það sem þar er fyrir og „gæti sett af stað nýja atburðarás“ – sem þá getur ekki verið neitt annað en að „mamman“ láti í sér heyra. „En þetta er gliðnunarhrina sem er hafin og fimm eldgos hafa komið upp nú þegar. Allir jarðskjálftar sýna að upptökin eru í Bárðarbungu þar sem er grunnstætt kvikuhólf. Það hringir því öllum viðvörunarbjöllunum að núna er tekið að draga úr þessu eldgosi út af söndunum, því atburðurinn er alls ekki búinn. Síðasta gliðnunarhrina stóð í tæp tíu ár og Kröflueldar urðu níu talsins þegar upp var staðið. Það er þekkt að um 1% kvikunnar sem er á ferðinni kemur upp á yfirborð. Undir fjallinu eru því ennþá á ferðinni 100 til 200 rúmkílómetrar af kviku. Það er mikið og líklegt að það láti vita af sér í framtíðinni,“ sagði Ármann.
Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira