Vill milda tilskipanir EES kolbeinn óttarsson proppé skrifar 16. febrúar 2015 08:00 Frosti Sigurjónsson vill meta fordómalaust hvort fríverslunarsamningar gagnist Íslendingum betur en EES-samningurinn, en margt skaðlegt fylgi honum. fréttablaðið/gva Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum framsóknarmanna og annarra. Hún hefur velt því upp hvort ekki sé hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum.“Sigrún MagnúsdóttirVaxandi pirrings virðist gæta innan Framsóknarflokksins í garð Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og þeirra Evróputilskipana sem Íslendingar verða að innleiða vegna veru sinnar í EES. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir regluverk EES íþyngjandi og ekki allt Íslendingum í hag sem þaðan komi, þótt margt sé ágætt. Hann vísar í þrýsting um að lögleiða gengistryggð lán. Meta þurfi kosti og galla samstarfsins. „Það þarf að hlusta líka á sjónarmið Íslendinga í þessu. Ef þetta á að vera gott samband, þetta Evrópska efnahagssvæði, þá verður að taka tillit til aðstæðna sem hér eru. Þær eru öðruvísi.“ Frosti telur einnig að leggjast eigi yfir hvort aðild Íslendinga að Schengen hafi verið til góðs eða ekki. Til að mynda hafi ekki tekist að efna loforð um ferðalög án vegabréfs. Þá þurfi að spyrja sig að því hví Bretar velji að vera utan Schengen að hluta. Frosti situr í utanríkismálanefnd Alþingis. Mun hann beita sér fyrir endurmati á aðild að EES og Schengen? „Já, já, ég gæti alveg hugsað mér það. Ég mundi alveg styðja það allavega að þetta yrði skoðað og metið hver hefur verið árangurinn af verunni í Schengen, hverjir væru kostir þess og gallar. Og ég held að við ættum líka í sambandi við Evrópska efnahagssvæðið að meta það öðru hvoru hvort það sé besta mögulega formið á samstarfinu við þessi aðildarríki,“ segir Frosti og vísar í önnur samstarfsform eins og fríverslunarsamninga. Málið kom upp á fundi Framsóknarflokksins á laugardag, þar sem nokkrir fundarmenn lýstu yfir efasemdum varðandi EES-aðild. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að í þingflokkum beggja stjórnarflokkanna séu mjög miklar áhyggjur af þeim fjölda Evróputilskipana sem Alþingi berist til samþykktar. Alþingi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum framsóknarmanna og annarra. Hún hefur velt því upp hvort ekki sé hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum.“Sigrún MagnúsdóttirVaxandi pirrings virðist gæta innan Framsóknarflokksins í garð Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og þeirra Evróputilskipana sem Íslendingar verða að innleiða vegna veru sinnar í EES. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir regluverk EES íþyngjandi og ekki allt Íslendingum í hag sem þaðan komi, þótt margt sé ágætt. Hann vísar í þrýsting um að lögleiða gengistryggð lán. Meta þurfi kosti og galla samstarfsins. „Það þarf að hlusta líka á sjónarmið Íslendinga í þessu. Ef þetta á að vera gott samband, þetta Evrópska efnahagssvæði, þá verður að taka tillit til aðstæðna sem hér eru. Þær eru öðruvísi.“ Frosti telur einnig að leggjast eigi yfir hvort aðild Íslendinga að Schengen hafi verið til góðs eða ekki. Til að mynda hafi ekki tekist að efna loforð um ferðalög án vegabréfs. Þá þurfi að spyrja sig að því hví Bretar velji að vera utan Schengen að hluta. Frosti situr í utanríkismálanefnd Alþingis. Mun hann beita sér fyrir endurmati á aðild að EES og Schengen? „Já, já, ég gæti alveg hugsað mér það. Ég mundi alveg styðja það allavega að þetta yrði skoðað og metið hver hefur verið árangurinn af verunni í Schengen, hverjir væru kostir þess og gallar. Og ég held að við ættum líka í sambandi við Evrópska efnahagssvæðið að meta það öðru hvoru hvort það sé besta mögulega formið á samstarfinu við þessi aðildarríki,“ segir Frosti og vísar í önnur samstarfsform eins og fríverslunarsamninga. Málið kom upp á fundi Framsóknarflokksins á laugardag, þar sem nokkrir fundarmenn lýstu yfir efasemdum varðandi EES-aðild. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að í þingflokkum beggja stjórnarflokkanna séu mjög miklar áhyggjur af þeim fjölda Evróputilskipana sem Alþingi berist til samþykktar.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira