Konur eiga sig sjálfar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. desember 2015 00:00 Endurskoðun löggjafar um fóstureyðingar er í gangi í heilbrigðisráðuneytinu. Ákvæði laganna hafa staðið óbreytt í 40 ár. Þar er kveðið á um að fóstureyðing sé heimil undir ákveðnum kringumstæðum, þar á meðal þegar ætla má að tilkoma barns verði konunni of erfið vegna félagslegra aðstæðna. Einnig ef læknisfræðilegar ástæður eru fyrir hendi, ætla megi að heilsu konu sé hætta búin eða ef hætta er á að barnið fæðist vanskapað. Þá er heimilt að eyða fóstri ef konu hefur verið nauðgað. Fréttablaðið greindi frá þessari endurskoðun á þriðjudag en heilbrigðisráðherra segir lögin barn síns tíma og fulla þörf á endurskoðun. Nýlega birtist grein í Læknablaðinu þar sem gagnrýnt var að konur væru enn í þeirri formlegu stöðu að tveir aðilar þyrftu að samþykkja beiðni þeirra um þungunarrof, tveir læknar eða læknir og félagsfræðingur. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt lengi og hafa þær raddir orðið háværari með árunum. Þær Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir gáfu á árinu út bókina Rof – frásagnir kvenna af fóstureyðingum, þar sem birtast sögur 76 kvenna sem deildu reynslu sinni af fóstureyðingum. Í kynningu bókarinnar segir að fjörutíu árum eftir setningu laganna séu fóstureyðingar enn eitthvað sem vinkonur hvíslast á um í stað þess að rætt sé opinskátt um þessa reynslu sem um þriðjungur íslenskra kvenna á sameiginlega. Í þættinum Ísland í dag á þriðjudag sagði María Lilja Þrastardóttir frá reynslu sinni af fóstureyðingu. Hún sagðist hafa upplifað niðurlægingu við það að þurfa þetta samþykki og spurningar sem lagðar voru fyrir hana voru óþægilegar og óviðeigandi. Í grein Læknablaðsins segir að þörf sé á endurmati laganna til að þau sjónarmið ráði för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. Heilbrigðisráðherra segir megináhersluna við endurskoðunina þá að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin málum. „Í mínum huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og fær um að taka og hún á að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni,“ segir Kristján Þór. Þessi endurskoðun löggjafarinnar er nauðsynleg. Nú til dags eru fóstureyðingar kallaðar þungunarrof. Hugtakanotkuninni var breytt vegna þess hversu gildishlaðið orðið fóstureyðing er en þungunarrof lýsir því mun betur nákvæmlega um hvað ræðir. Ákvörðun um að gangast undir þungunarrof er ávallt konunnar. Þó hún sé í mörgum tilfellum tekin í samráði við maka eða annan aðstandanda er það konan ein sem stendur fyrir ákvörðuninni. Þó alls ekki megi gera lítið úr ákvörðuninni um að binda enda á þungun, enda getur það reynst sumum konum erfitt, þá má heldur ekki gera of mikið úr henni. Það er engin skömm að hafa gengist undir þungunarrof. Það sem er til skammar er að konum, sem hafa upplifað slíkt, finnst þær ekki geta rætt um reynslu sína. Konum verður að treysta fyrir sínum eigin líkama. Endurskoðun laganna er fagnaðarefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Endurskoðun löggjafar um fóstureyðingar er í gangi í heilbrigðisráðuneytinu. Ákvæði laganna hafa staðið óbreytt í 40 ár. Þar er kveðið á um að fóstureyðing sé heimil undir ákveðnum kringumstæðum, þar á meðal þegar ætla má að tilkoma barns verði konunni of erfið vegna félagslegra aðstæðna. Einnig ef læknisfræðilegar ástæður eru fyrir hendi, ætla megi að heilsu konu sé hætta búin eða ef hætta er á að barnið fæðist vanskapað. Þá er heimilt að eyða fóstri ef konu hefur verið nauðgað. Fréttablaðið greindi frá þessari endurskoðun á þriðjudag en heilbrigðisráðherra segir lögin barn síns tíma og fulla þörf á endurskoðun. Nýlega birtist grein í Læknablaðinu þar sem gagnrýnt var að konur væru enn í þeirri formlegu stöðu að tveir aðilar þyrftu að samþykkja beiðni þeirra um þungunarrof, tveir læknar eða læknir og félagsfræðingur. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt lengi og hafa þær raddir orðið háværari með árunum. Þær Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir gáfu á árinu út bókina Rof – frásagnir kvenna af fóstureyðingum, þar sem birtast sögur 76 kvenna sem deildu reynslu sinni af fóstureyðingum. Í kynningu bókarinnar segir að fjörutíu árum eftir setningu laganna séu fóstureyðingar enn eitthvað sem vinkonur hvíslast á um í stað þess að rætt sé opinskátt um þessa reynslu sem um þriðjungur íslenskra kvenna á sameiginlega. Í þættinum Ísland í dag á þriðjudag sagði María Lilja Þrastardóttir frá reynslu sinni af fóstureyðingu. Hún sagðist hafa upplifað niðurlægingu við það að þurfa þetta samþykki og spurningar sem lagðar voru fyrir hana voru óþægilegar og óviðeigandi. Í grein Læknablaðsins segir að þörf sé á endurmati laganna til að þau sjónarmið ráði för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. Heilbrigðisráðherra segir megináhersluna við endurskoðunina þá að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin málum. „Í mínum huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og fær um að taka og hún á að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni,“ segir Kristján Þór. Þessi endurskoðun löggjafarinnar er nauðsynleg. Nú til dags eru fóstureyðingar kallaðar þungunarrof. Hugtakanotkuninni var breytt vegna þess hversu gildishlaðið orðið fóstureyðing er en þungunarrof lýsir því mun betur nákvæmlega um hvað ræðir. Ákvörðun um að gangast undir þungunarrof er ávallt konunnar. Þó hún sé í mörgum tilfellum tekin í samráði við maka eða annan aðstandanda er það konan ein sem stendur fyrir ákvörðuninni. Þó alls ekki megi gera lítið úr ákvörðuninni um að binda enda á þungun, enda getur það reynst sumum konum erfitt, þá má heldur ekki gera of mikið úr henni. Það er engin skömm að hafa gengist undir þungunarrof. Það sem er til skammar er að konum, sem hafa upplifað slíkt, finnst þær ekki geta rætt um reynslu sína. Konum verður að treysta fyrir sínum eigin líkama. Endurskoðun laganna er fagnaðarefni.