Gott fyrsta skref Stjórnarmaðurinn skrifar 16. desember 2015 09:30 Fjármálaráðherra hefur tilkynnt að hann undirbúi frumvarp um skattaívilnanir til þeirra sem fjárfesta í smærri félögum. Þetta eru góð tíðindi og nokkuð sem líklegt er til að auðvelda aðgengi smærri félaga að fjármagni. Bjarni þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Í Bretlandi tíðkast svokallaðar EIS-undanþágur. Samkvæmt þeim geta félög safnað fjárfestingu allt að 30 milljónum íslenskum eða þar um bil eftir þeirri leið. Hver einstaklingur getur svo lagt að hámarki 20 milljónir í slík verkefni á ári hverju. Ef EIS leiðin er farin fær einstaklingur þá þegar helming þeirrar upphæðar sem fjárfest er fyrir endurgreidda frá skattinum, og allur hagnaður sem síðar kemur er skattfrjáls. Staðreyndin er sú að smærri félög eiga oft erfitt með að safna utanaðkomandi fjármagni. Mörg þeirra komast því væntanlega vart af teikniborðinu eða líða fljótt undir lok án þess að raunveruleg reynsla sé komin á hugmyndina. Því er nauðsynlegt að búa til umhverfi sem gerir fólki kleift að láta á reyna – af því er samfélagslegur ávinningur. Hitt er svo annað að í fjárfestingu í sprotafyrirtækjum er fólgin mikil áhætta. Því er ekki út á það að setja að þeir sem taka slíka áhættu fái að njóta ávaxtanna. Osbourne fjármálaráðherra og félagar í Íhaldsflokknum telja a.m.k. að samfélagslegur ávinningur sé af því að auka aðgengi sprotafyrirtækja að fjármagni, jafnvel þótt það kosti ríkissjóð skatttekjur til skamms tíma. Skattahagræðið sem fylgir EIS er líka ein af stóru ástæðunum fyrir því að margir frumkvöðlar velja hugmyndum sínum heimavöll í London. Þar hefur enda sprottið upp stórt samfélag frumkvöðla, þrátt fyrir að borgin sé að mörgu öðru leyti í raun fremur óheppileg fyrir lítil fyrirtæki sem þurfa að stíga á bremsuna hvað varðar allan kostnað. Leiga er með því hæsta sem gerist í veröldinni, skrifræði sem fylgir stórum borgum stundum þungt í vöfum og vinnuafl dýrt á flesta mælikvarða. Ísland hefur í þessu samhengi marga góða kosti. Hér er menntað fólk sem þiggur lág laun í stórborgarsamanburði, býr yfir ágætri tungumálakunnáttu og smæðin gerir það að verkum að hlutirnir hreyfast oft hraðar hér á landi en annars staðar. Ef útfærslan er rétt gæti útspil Bjarna verið ein skrautfjöðrin til í hatt Íslands sem frumkvöðlamiðstöðvar. Þar má hins vegar ekki láta staðar numið. Næst mætti t.d. lækka kostnað við að stofna einkahlutafélög, og einfalda umstangið kringum fyrirtækjarekstur. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur tilkynnt að hann undirbúi frumvarp um skattaívilnanir til þeirra sem fjárfesta í smærri félögum. Þetta eru góð tíðindi og nokkuð sem líklegt er til að auðvelda aðgengi smærri félaga að fjármagni. Bjarni þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Í Bretlandi tíðkast svokallaðar EIS-undanþágur. Samkvæmt þeim geta félög safnað fjárfestingu allt að 30 milljónum íslenskum eða þar um bil eftir þeirri leið. Hver einstaklingur getur svo lagt að hámarki 20 milljónir í slík verkefni á ári hverju. Ef EIS leiðin er farin fær einstaklingur þá þegar helming þeirrar upphæðar sem fjárfest er fyrir endurgreidda frá skattinum, og allur hagnaður sem síðar kemur er skattfrjáls. Staðreyndin er sú að smærri félög eiga oft erfitt með að safna utanaðkomandi fjármagni. Mörg þeirra komast því væntanlega vart af teikniborðinu eða líða fljótt undir lok án þess að raunveruleg reynsla sé komin á hugmyndina. Því er nauðsynlegt að búa til umhverfi sem gerir fólki kleift að láta á reyna – af því er samfélagslegur ávinningur. Hitt er svo annað að í fjárfestingu í sprotafyrirtækjum er fólgin mikil áhætta. Því er ekki út á það að setja að þeir sem taka slíka áhættu fái að njóta ávaxtanna. Osbourne fjármálaráðherra og félagar í Íhaldsflokknum telja a.m.k. að samfélagslegur ávinningur sé af því að auka aðgengi sprotafyrirtækja að fjármagni, jafnvel þótt það kosti ríkissjóð skatttekjur til skamms tíma. Skattahagræðið sem fylgir EIS er líka ein af stóru ástæðunum fyrir því að margir frumkvöðlar velja hugmyndum sínum heimavöll í London. Þar hefur enda sprottið upp stórt samfélag frumkvöðla, þrátt fyrir að borgin sé að mörgu öðru leyti í raun fremur óheppileg fyrir lítil fyrirtæki sem þurfa að stíga á bremsuna hvað varðar allan kostnað. Leiga er með því hæsta sem gerist í veröldinni, skrifræði sem fylgir stórum borgum stundum þungt í vöfum og vinnuafl dýrt á flesta mælikvarða. Ísland hefur í þessu samhengi marga góða kosti. Hér er menntað fólk sem þiggur lág laun í stórborgarsamanburði, býr yfir ágætri tungumálakunnáttu og smæðin gerir það að verkum að hlutirnir hreyfast oft hraðar hér á landi en annars staðar. Ef útfærslan er rétt gæti útspil Bjarna verið ein skrautfjöðrin til í hatt Íslands sem frumkvöðlamiðstöðvar. Þar má hins vegar ekki láta staðar numið. Næst mætti t.d. lækka kostnað við að stofna einkahlutafélög, og einfalda umstangið kringum fyrirtækjarekstur.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira