Maia kemur til Íslands og æfir með Gunnari Nelson Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2015 13:45 Demian Maia reynir að taka Gunnar Nelson niður í bardaganum í Las Vegas. vísir/getty Brasilíumaðurinn Demian Maia sem vann Gunnar Nelson í bardaga þeirra á UFC 194-bardagakvöldinu í Las Vegas um síðustu helgi er væntanlegur til landsins á næsta ári þar sem hann mun æfa með Gunnari Nelson. Maia, sem sýndi að hann er sterkasti gólfglímumaður UFC í bardaganum gegn Gunnari, er mjög hrifinn af íslenska bardagakappanum og kom að máli við fylgdarlið Gunnars og svo hann sjálfan eftir bardagann.Sjá einnig:Gunnar fékk tíu milljónir fyrir bardagann gegn Maia „Halli [Haraldur Nelson, faðir Gunnars] hitti Demian Maia og þjálfarann hans beint eftir bardagann og þeir lýstu yfir miklum áhuga á að æfa með Gunna. Svo klukkustund síðar hittum við þá allir og þá sagðist Maia vera mikill aðdáandi Gunna,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaíþróttafélagsins Mjölnis sem Gunnar Nelson keppir fyrir. Maia sýndi nokkra yfirburði gegn Gunnar en það hafði líka að segja að Gunnar missti máttinn af ókunnugum ástæðum eftir tvær mínútur í bardaganum. Sjáðu bardaga Maia og Gunnars í heild sinni:Frábært fyrir Mjölni að fá Maia „Maia var búinn að fylgjast mikið með Gunna og séð glímustílinn. Hann er svakalega hrifinn af honum. Þetta var bara ekki dagurinn hans Gunna í bardagnum. Á venjulegum degi færi þessi glíma ekkert svona,“ segir Jón Viðar. „Maður hefur séð Gunna glíma við sterkari glímumenn en Maia sem eru ekki í MMA og það hefur enginn getað haldið honum svona niðri. Gunni var bara orkulaus eftir tvær mínútur.“Sjá einnig:Gunnar Nelson: „Ég er rétt að byrja“ Menn eru ekkert alltaf óvinir í UFC þó margt sé sagt fyrir bardaga og menn berjist svo til síðasta blóðdropa í búrinu. Reyndar sýndu Gunnar og Maia hvor öðrum mikla virðingu í viðtölum í aðdraganda bardagans. „Menn hafa alveg barist og byrjað svo að æfa saman. Það gerist reglulega þó við höfum aldrei farið í neitt svoleiðis. Það væri alveg svakalega gott fyrir Gunnar að æfa með Maia og auðvitað frábært fyrir Mjölni að fá mann eins og Maia til okkar í smá tíma,“ segir Jón Viðar, en er komin einhver dagsetning? „Nei, ekki enn. Við ætlum að skoða þetta eftir áramót en nú taka okkur smá frí. Gunna stendur til boða að æfa bæði í Brasilíu og hér heima,“ segir Jón Viðar Arnþórsson. MMA Tengdar fréttir Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari | Magnaðar myndir Frábær innsýn í undirbúning Gunnars Nelson fyrir bardaga helgarinnar í Las Vegas. 15. desember 2015 12:30 Gunnar Nelson missti af risatækifæri Gunnar Nelson sá aldrei til sólar í bardaga sínum gegn Brasilíumanninum reynda Demian Maia. Gunnar viðurkenndi að hafa verið lélegur en ætlar sér að koma sterkari til baka eftir þetta tap. 14. desember 2015 06:00 Conor um bardaga Gunnars: Hjarta mitt brast Conor McGregor var afar leiður yfir tapi Gunnars Nelson á UFC 194 um helgina. 14. desember 2015 08:15 Gunnar féll um tvö sæti á styrkleikalistanum | Conor þriðji besti Gunnar situr nú í 14. sæti yfir veltivigtarkappa hjá UFC. Conor McGregor er þriðji besti, pund fyrir pund. 15. desember 2015 10:30 Maia sló Gunnar 193 sinnum Ótrúlegir yfirburðir Demian Maia komu fram í tölfræði bardagans. 14. desember 2015 08:45 Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Gullverðlaunahafi á ÓL ætlar í NFL deildina Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Sýndi ljóta áverka eftir fallið Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Sjá meira
Brasilíumaðurinn Demian Maia sem vann Gunnar Nelson í bardaga þeirra á UFC 194-bardagakvöldinu í Las Vegas um síðustu helgi er væntanlegur til landsins á næsta ári þar sem hann mun æfa með Gunnari Nelson. Maia, sem sýndi að hann er sterkasti gólfglímumaður UFC í bardaganum gegn Gunnari, er mjög hrifinn af íslenska bardagakappanum og kom að máli við fylgdarlið Gunnars og svo hann sjálfan eftir bardagann.Sjá einnig:Gunnar fékk tíu milljónir fyrir bardagann gegn Maia „Halli [Haraldur Nelson, faðir Gunnars] hitti Demian Maia og þjálfarann hans beint eftir bardagann og þeir lýstu yfir miklum áhuga á að æfa með Gunna. Svo klukkustund síðar hittum við þá allir og þá sagðist Maia vera mikill aðdáandi Gunna,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaíþróttafélagsins Mjölnis sem Gunnar Nelson keppir fyrir. Maia sýndi nokkra yfirburði gegn Gunnar en það hafði líka að segja að Gunnar missti máttinn af ókunnugum ástæðum eftir tvær mínútur í bardaganum. Sjáðu bardaga Maia og Gunnars í heild sinni:Frábært fyrir Mjölni að fá Maia „Maia var búinn að fylgjast mikið með Gunna og séð glímustílinn. Hann er svakalega hrifinn af honum. Þetta var bara ekki dagurinn hans Gunna í bardagnum. Á venjulegum degi færi þessi glíma ekkert svona,“ segir Jón Viðar. „Maður hefur séð Gunna glíma við sterkari glímumenn en Maia sem eru ekki í MMA og það hefur enginn getað haldið honum svona niðri. Gunni var bara orkulaus eftir tvær mínútur.“Sjá einnig:Gunnar Nelson: „Ég er rétt að byrja“ Menn eru ekkert alltaf óvinir í UFC þó margt sé sagt fyrir bardaga og menn berjist svo til síðasta blóðdropa í búrinu. Reyndar sýndu Gunnar og Maia hvor öðrum mikla virðingu í viðtölum í aðdraganda bardagans. „Menn hafa alveg barist og byrjað svo að æfa saman. Það gerist reglulega þó við höfum aldrei farið í neitt svoleiðis. Það væri alveg svakalega gott fyrir Gunnar að æfa með Maia og auðvitað frábært fyrir Mjölni að fá mann eins og Maia til okkar í smá tíma,“ segir Jón Viðar, en er komin einhver dagsetning? „Nei, ekki enn. Við ætlum að skoða þetta eftir áramót en nú taka okkur smá frí. Gunna stendur til boða að æfa bæði í Brasilíu og hér heima,“ segir Jón Viðar Arnþórsson.
MMA Tengdar fréttir Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari | Magnaðar myndir Frábær innsýn í undirbúning Gunnars Nelson fyrir bardaga helgarinnar í Las Vegas. 15. desember 2015 12:30 Gunnar Nelson missti af risatækifæri Gunnar Nelson sá aldrei til sólar í bardaga sínum gegn Brasilíumanninum reynda Demian Maia. Gunnar viðurkenndi að hafa verið lélegur en ætlar sér að koma sterkari til baka eftir þetta tap. 14. desember 2015 06:00 Conor um bardaga Gunnars: Hjarta mitt brast Conor McGregor var afar leiður yfir tapi Gunnars Nelson á UFC 194 um helgina. 14. desember 2015 08:15 Gunnar féll um tvö sæti á styrkleikalistanum | Conor þriðji besti Gunnar situr nú í 14. sæti yfir veltivigtarkappa hjá UFC. Conor McGregor er þriðji besti, pund fyrir pund. 15. desember 2015 10:30 Maia sló Gunnar 193 sinnum Ótrúlegir yfirburðir Demian Maia komu fram í tölfræði bardagans. 14. desember 2015 08:45 Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Gullverðlaunahafi á ÓL ætlar í NFL deildina Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Sýndi ljóta áverka eftir fallið Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Sjá meira
Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari | Magnaðar myndir Frábær innsýn í undirbúning Gunnars Nelson fyrir bardaga helgarinnar í Las Vegas. 15. desember 2015 12:30
Gunnar Nelson missti af risatækifæri Gunnar Nelson sá aldrei til sólar í bardaga sínum gegn Brasilíumanninum reynda Demian Maia. Gunnar viðurkenndi að hafa verið lélegur en ætlar sér að koma sterkari til baka eftir þetta tap. 14. desember 2015 06:00
Conor um bardaga Gunnars: Hjarta mitt brast Conor McGregor var afar leiður yfir tapi Gunnars Nelson á UFC 194 um helgina. 14. desember 2015 08:15
Gunnar féll um tvö sæti á styrkleikalistanum | Conor þriðji besti Gunnar situr nú í 14. sæti yfir veltivigtarkappa hjá UFC. Conor McGregor er þriðji besti, pund fyrir pund. 15. desember 2015 10:30
Maia sló Gunnar 193 sinnum Ótrúlegir yfirburðir Demian Maia komu fram í tölfræði bardagans. 14. desember 2015 08:45