Allt stopp Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. desember 2015 00:00 Í nágrenni Reykjavíkur, í víðum skilningi, búa þúsundir sem sækja vinnu og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þar má nefna íbúa Reykjanesbæjar, Selfoss, Borgarness og nærsveita þessara bæja og fleiri staða sem eru í um klukkustundar fjarlægð frá höfuðborginni eða minna. Íbúum þessara svæða hefur fjölgað töluvert undanfarið án þess að störfum þar hafi fjölgað jafn mikið, þar sem íbúarnir sækja vinnu sína annað. Vegabætur eins og Hvalfjarðargöng og tvöföldun Reykjanesbrautar hafa stytt vegalengdina á milli þessara staða og höfuðborgarinnar töluvert þannig að auðveldara er að sækja vinnu annað en í heimabæ. Um er að ræða nokkurs konar Stór-Reykjavíkursvæði sem líta ber á sem eitt atvinnusvæði. Í sóknaráætlun fyrri ríkisstjórnar, kallaðri 20/20, var lagt til að unnið yrði sameiginlegt skipulag fyrir suðvesturhorn landsins. Óvíst er hver afdrif þessarar áætlunar hafa verið en í henni kvað við nýjan tón þar sem atvinnusvæði áttu að vera skilgreind út frá íbúum og þörfum þeirra, frekar en póstnúmerum. Fréttablaðið í dag greinir frá því að Vegagerðin sjái fram á að loka Suðurlandsveginum oftar en áður. Er það vegna þess að vegrið, sem komið hefur verið upp milli akreina, verður til þess að loka þarf fyrir umferð þegar veður er vont. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir það stefnubreytingu að loka fremur oftar en sjaldnar. Tveir plús einn fyrirkomulagið og vegrið milli akreinanna veldur því að að rými ökumanna til að athafna sig og aka í kringum fasta bíla í vondum veðrum minnki. Einn fastur bíll getur orðið til þess að öll umferð stöðvist. Hin nýja stefna felst í því að afstýra vandræðum og loka fyrr og oftar. „Það er bara kostnaðurinn af því að bæta umferðaröryggið,“ segir G. Pétur. Upphaflega höfðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar óskað sér tvöföldunar en þegar efnahagshrunið skall á var ákveðið að hafa fyrirkomulagið tveir plús einn. Árið 2008 taldi vegamálastjóri að tveir plús einn vegur myndi „duga“, það myndi þó ráðast af því hvernig umferð þróaðist en um þetta leyti var minnkandi umferð um heiðina. Tveir plús tveir væri hins vegar það sem þyrfti og ætlunin var að tvöföldunin yrði einkaframkvæmd. Yfir 6.000 bifreiðir aka yfir Hellisheiði á degi hverjum að jafnaði í báðar áttir. Það er fjöldi fólks og stór hluti á leið til og frá vinnu. Auk þess hefur umferð ferðamanna aukist umtalsvert og því ljóst að allt aðrar aðstæður eru uppi nú en fyrir tæpum áratug eða tveimur. Þó að auðvitað skuli lofa forvarnaraðgerðir Vegagerðarinnar, að vilja frekar loka vegum oftar og áður en ökumenn lenda í vandræðum, verður að taka undir óskir stofnunarinnar um tvöföldun vegarins. Öryggissjónarmið mega ekki verða svo íþyngjandi að þau geri út um fyrri yfirlýsingar stjórnvalda um að líta beri á Reykjavíkurborg og nærsveitir sem eitt atvinnusvæði. Vert væri að skipulagsyfirvöld á Stór-Reykjavíkursvæðinu kæmu saman til að dusta rykið af sóknaráætluninni 20/20. Suðurlandsundirlendið hlýtur að þurfa sömu samgöngubætur og önnur nágrannasvæði höfuðborgarsvæðisins. Tveir plús einn „dugar“ ekki lengur. Stór-Reykjavíkursvæðið er stærsta atvinnusvæði landsins og það hlýtur að vera bæði afar bagalegt og dýrt ef ein helsta samgönguæðin lokast oft og reglulega yfir vetrartímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun
Í nágrenni Reykjavíkur, í víðum skilningi, búa þúsundir sem sækja vinnu og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þar má nefna íbúa Reykjanesbæjar, Selfoss, Borgarness og nærsveita þessara bæja og fleiri staða sem eru í um klukkustundar fjarlægð frá höfuðborginni eða minna. Íbúum þessara svæða hefur fjölgað töluvert undanfarið án þess að störfum þar hafi fjölgað jafn mikið, þar sem íbúarnir sækja vinnu sína annað. Vegabætur eins og Hvalfjarðargöng og tvöföldun Reykjanesbrautar hafa stytt vegalengdina á milli þessara staða og höfuðborgarinnar töluvert þannig að auðveldara er að sækja vinnu annað en í heimabæ. Um er að ræða nokkurs konar Stór-Reykjavíkursvæði sem líta ber á sem eitt atvinnusvæði. Í sóknaráætlun fyrri ríkisstjórnar, kallaðri 20/20, var lagt til að unnið yrði sameiginlegt skipulag fyrir suðvesturhorn landsins. Óvíst er hver afdrif þessarar áætlunar hafa verið en í henni kvað við nýjan tón þar sem atvinnusvæði áttu að vera skilgreind út frá íbúum og þörfum þeirra, frekar en póstnúmerum. Fréttablaðið í dag greinir frá því að Vegagerðin sjái fram á að loka Suðurlandsveginum oftar en áður. Er það vegna þess að vegrið, sem komið hefur verið upp milli akreina, verður til þess að loka þarf fyrir umferð þegar veður er vont. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir það stefnubreytingu að loka fremur oftar en sjaldnar. Tveir plús einn fyrirkomulagið og vegrið milli akreinanna veldur því að að rými ökumanna til að athafna sig og aka í kringum fasta bíla í vondum veðrum minnki. Einn fastur bíll getur orðið til þess að öll umferð stöðvist. Hin nýja stefna felst í því að afstýra vandræðum og loka fyrr og oftar. „Það er bara kostnaðurinn af því að bæta umferðaröryggið,“ segir G. Pétur. Upphaflega höfðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar óskað sér tvöföldunar en þegar efnahagshrunið skall á var ákveðið að hafa fyrirkomulagið tveir plús einn. Árið 2008 taldi vegamálastjóri að tveir plús einn vegur myndi „duga“, það myndi þó ráðast af því hvernig umferð þróaðist en um þetta leyti var minnkandi umferð um heiðina. Tveir plús tveir væri hins vegar það sem þyrfti og ætlunin var að tvöföldunin yrði einkaframkvæmd. Yfir 6.000 bifreiðir aka yfir Hellisheiði á degi hverjum að jafnaði í báðar áttir. Það er fjöldi fólks og stór hluti á leið til og frá vinnu. Auk þess hefur umferð ferðamanna aukist umtalsvert og því ljóst að allt aðrar aðstæður eru uppi nú en fyrir tæpum áratug eða tveimur. Þó að auðvitað skuli lofa forvarnaraðgerðir Vegagerðarinnar, að vilja frekar loka vegum oftar og áður en ökumenn lenda í vandræðum, verður að taka undir óskir stofnunarinnar um tvöföldun vegarins. Öryggissjónarmið mega ekki verða svo íþyngjandi að þau geri út um fyrri yfirlýsingar stjórnvalda um að líta beri á Reykjavíkurborg og nærsveitir sem eitt atvinnusvæði. Vert væri að skipulagsyfirvöld á Stór-Reykjavíkursvæðinu kæmu saman til að dusta rykið af sóknaráætluninni 20/20. Suðurlandsundirlendið hlýtur að þurfa sömu samgöngubætur og önnur nágrannasvæði höfuðborgarsvæðisins. Tveir plús einn „dugar“ ekki lengur. Stór-Reykjavíkursvæðið er stærsta atvinnusvæði landsins og það hlýtur að vera bæði afar bagalegt og dýrt ef ein helsta samgönguæðin lokast oft og reglulega yfir vetrartímann.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun