Matur

Sætkartöfluostakaka

Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum.

Sætkartöfluostakaka

320 g rjómaostur

120 g sykur

2 egg, slegin saman

200 g bökuð sæt kartafla, afhýdd og köld

1½ tsk. 5 krydda blanda

1 tsk. vanilludropar

Botn

300 g hafrakex

100 g smjör (við stofuhita)

Skraut

Granatepli

Jarðarber

Bláber



Hitið ofninn í 180 gráður. Spreyið formið með formspreyi og setjið smjörpappírsörk í formið. Myljið kexið í hrærivél eða matvinnsluvél. Þegar kexið er allt orðið maukað bætið þið smjörinu út í og blandið öllu saman. Þrýstið blöndunni vel í botninn á forminu og alveg upp á hliðarnar líka. Bakið botninn í 15-18 mín. eða þar til gullinbrúnn og þéttur viðkomu. Kælið botninn. Lækkið hitann á ofninum í 150 gráður.

Þeytið saman rjómaost og sykur þar til blandan er orðin mjúk og vel blönduð saman. Blandið eggjunum smátt saman við og þeytið vel á milli. Bætið við kartöflum, kryddi og vanilludropunum. Setjið blönduna í kexformið og strjúkið yfir toppinn með spaða. Bakið í miðjum ofninum í um 45 mín. eða þar til þú getur stungið hníf í gegnum hana miðja og hann kemur þurr upp. Leyfið kökunni að ná stofuhita eftir að hún kemur úr ofninum og áður en hún er sett í ísskápinn. Takið úr forminu og skreytið eftir smekk.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.