Nýsköpun – fagmennska – iðnmenntun Ari Trausti Guðmundsson skrifar 24. september 2015 08:00 Engum dylst að nýsköpun, sem nýtur aukins ríkisstuðnings, hefur verið og er einn af leiðarvísunum við endurreisn samfélagsins eftir 2008. Stór hluti nýsköpunar snýst um tæki og tól. Skoði menn vél frá Marel, gólf úr umhverfisvænstu steypu heims (Ecocrete) eða tækjasamstæðu úr stáli í Hellisheiðarvirkjun, sem minnir á litla geimstöð, má spyrja: Hver leggur, hver smíðar? Og áfram: Hverjir leggja íslenskan rafbúnað, í nýtt, erlent iðjuver? Hverjir fá verðlaun í erlendri samkeppni um matarrétti og hárgreiðslu – eða hljóta verðlaun fyrir prentgripi unna á Íslandi? Það eru íslenskir iðnaðarmenn. Sú fagmennska sem einkennir 30-40 iðngreinar hefur orðið til og þróast allt frá því danskir, þýskir og íslenskir iðnaðarmenn komu á nútíma vinnubrögðum við þær flestar. Fagmennska innifelur margt: Endingargóða vöru, trausta þjónustu, sanngjarnt verð, öryggi og ábyrgð vegna löggildingar iðngreina og loks færslu á þekkingu og vinnubrögðum frá einni kynslóð til annarrar. Tækni getur gert að verkum að mörk milli greina hverfa að hluta og ófaglært fólk freistast til að vinna fyrir greiðslu við ýmislegt sem áður var of flókið. Hitt verður þá að muna: Samfélagið á skilið að sem mest fagmennska standi undir þjónustu, smíðum, viðgerðum og öðru því sem greiða þarf fyrir og gerir lífið léttara og betra. Hvað þá með iðnmenntunina sem mikið er í tísku að hvetja til og óska eftir? Hún hlýtur að eiga að endurspegla kröfur um fyrsta flokks iðnaðarmenn - konur og karla. Nú er stefnt hröðum og hljóðum skrefum að því að einkavæða iðnnám að stórum hluta, stytta námið, minnka starfsþjálfun, snarfækka löggiltum greinum, semja námsskrár á skrifstofum, grafa undan slípuðu meistarakerfi með því að hætta samfelldri handleiðslu og koma ábyrgð á nemum á herðar fyrirtækja og skóla. Þarna er víða rangt að farið. Það verður að kynna stöðu iðnmenntunar og fyrirhugaðar breytingar á henni, efna til umræðu á mörgum stöðum, að Alþingi meðtöldu, og sjá til þess að góð staða iðna á Íslandi breytist ekki í afturför. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Engum dylst að nýsköpun, sem nýtur aukins ríkisstuðnings, hefur verið og er einn af leiðarvísunum við endurreisn samfélagsins eftir 2008. Stór hluti nýsköpunar snýst um tæki og tól. Skoði menn vél frá Marel, gólf úr umhverfisvænstu steypu heims (Ecocrete) eða tækjasamstæðu úr stáli í Hellisheiðarvirkjun, sem minnir á litla geimstöð, má spyrja: Hver leggur, hver smíðar? Og áfram: Hverjir leggja íslenskan rafbúnað, í nýtt, erlent iðjuver? Hverjir fá verðlaun í erlendri samkeppni um matarrétti og hárgreiðslu – eða hljóta verðlaun fyrir prentgripi unna á Íslandi? Það eru íslenskir iðnaðarmenn. Sú fagmennska sem einkennir 30-40 iðngreinar hefur orðið til og þróast allt frá því danskir, þýskir og íslenskir iðnaðarmenn komu á nútíma vinnubrögðum við þær flestar. Fagmennska innifelur margt: Endingargóða vöru, trausta þjónustu, sanngjarnt verð, öryggi og ábyrgð vegna löggildingar iðngreina og loks færslu á þekkingu og vinnubrögðum frá einni kynslóð til annarrar. Tækni getur gert að verkum að mörk milli greina hverfa að hluta og ófaglært fólk freistast til að vinna fyrir greiðslu við ýmislegt sem áður var of flókið. Hitt verður þá að muna: Samfélagið á skilið að sem mest fagmennska standi undir þjónustu, smíðum, viðgerðum og öðru því sem greiða þarf fyrir og gerir lífið léttara og betra. Hvað þá með iðnmenntunina sem mikið er í tísku að hvetja til og óska eftir? Hún hlýtur að eiga að endurspegla kröfur um fyrsta flokks iðnaðarmenn - konur og karla. Nú er stefnt hröðum og hljóðum skrefum að því að einkavæða iðnnám að stórum hluta, stytta námið, minnka starfsþjálfun, snarfækka löggiltum greinum, semja námsskrár á skrifstofum, grafa undan slípuðu meistarakerfi með því að hætta samfelldri handleiðslu og koma ábyrgð á nemum á herðar fyrirtækja og skóla. Þarna er víða rangt að farið. Það verður að kynna stöðu iðnmenntunar og fyrirhugaðar breytingar á henni, efna til umræðu á mörgum stöðum, að Alþingi meðtöldu, og sjá til þess að góð staða iðna á Íslandi breytist ekki í afturför.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar