Fjárlög 2016: Er tiltektinni lokið? Frosti Ólafsson skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Fjárlagafrumvarp ársins 2016 verður lagt fram á næstu vikum. Viðfangsefnið er af öðrum toga en verið hefur enda er rekstur hins opinbera kominn í jafnvægi eftir viðvarandi halla síðustu ár. Þá bendir flest til að hagvöxtur næstu ára skapi enn frekara rekstrarsvigrúm. Skynsamleg stefna í opinberum fjármálum er ekki síður mikilvæg á uppgangstímum en í samdrætti. Því ber sagan glöggt vitni. Þrír valkostir eru í boði þegar afgangur myndast við rekstur hins opinbera. Hægt er að greiða niður skuldir, draga úr skattbyrði eða auka útgjöld. Af þessum valkostum er sá fyrsti skynsamlegastur. Lækkun skulda hefur margþætt jákvæð áhrif, bæði fyrir núverandi íbúa landsins sem og komandi kynslóðir. Rétt útfærðar skattalækkanir væru jafnframt skynsamlegt skref, enda var fjárlagahalli síðustu ára að mestu brúaður með skattahækkunum. Aukin útgjöld eru aftur á móti lakasti valkosturinn. Fyrir þessu eru ýmis rök.Dýrt að skulda Vaxtabyrði hins opinbera er þyngri á Íslandi en í Grikklandi. Vaxtakjör íslenskra heimila og fyrirtækja eru jafnframt langt yfir því sem gengur og gerist í öðrum þróuðum ríkjum. Hvort tveggja bitnar harkalega á lífskjörum hérlendis. Niðurgreiðsla opinberra skulda væri lóð á vogarskálarnar gegn háum vöxtum. Lánshæfi innlendra aðila batnar, endurfjármögnun verður auðveldari og hagstæðari, fjárfesting og langtímahagvöxtur eflast sem styrkir á endanum tekjugrunn hins opinbera enn frekar. Þessa þróun mætti kalla himnahring, enda andstæðan við þann vítahring sem sem ýmis skuldsett ríki hafa þurft að glíma við.Skattahækkunum skilað til baka Samtals hafa 132 skattahækkanir verið gerðar frá árinu 2007. Í mörgum tilfellum er um verulegar hækkanir að ræða, t.d. tvöföldun fjármagnstekjuskatts og þriðjungshækkun tryggingagjalds. Nú þegar svigrúm er að myndast er því eðlilegt að draga þessar hækkanir til baka. Að mati Viðskiptaráðs ætti lækkun tveggja skatta að vera í forgangi: tryggingagjalds og fjármagnstekjuskatts. Lækkun tryggingagjalds myndi draga úr verðbólguþrýstingi vegna nýlegra kjarasamninga og þannig viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem stefnt var að. Lækkun fjármagnstekjuskatts hvetur til aukins sparnaðar og styður við langtímafjárfestingu. Þegar um hægist í efnahagslífinu á ný gæfist síðan tækifæri til að draga aðrar skattahækkanir til baka. Þannig mætti hverfa aftur til einfalds og samkeppnishæfs skattkerfis.Bætum þjónustu án útgjaldaukningar Aðhaldsaðgerðir hins opinbera hafa einkennst af niðurskurði fjárfestinga fremur en hagræðingu í rekstri. Þannig héldust launagjöld óbreytt á föstu verðlagi á tímabilinu 2009 til 2014. Viðskiptaráð hefur bent á umsvifamikil tækifæri til að gera betur, fyrst og fremst í gegnum kerfisbreytingar og forgangsröðun verkefna. Í stað þess að leggja árar í bát og auka útgjöld á ný ættu stjórnvöld þvert á móti að vinna enn harðar að því að fá meira út úr opinberum fjármunum. Þannig mætti bæta þjónustu hins opinbera án þess að stofna þurfi til þensluhvetjandi útgjalda.Áfangi en ekki endastöð Jafnvægi í rekstri hins opinbera ætti að líta á sem áfanga en ekki endastöð. Enn á eftir að greiða niður íþyngjandi opinberar skuldir, skila skattahækkunum til baka og innleiða mikilvægar kerfisbreytingar hjá hinu opinbera. Ráðist stjórnvöld í þessi verkefni eru horfur hérlendis bjartar á komandi árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp ársins 2016 verður lagt fram á næstu vikum. Viðfangsefnið er af öðrum toga en verið hefur enda er rekstur hins opinbera kominn í jafnvægi eftir viðvarandi halla síðustu ár. Þá bendir flest til að hagvöxtur næstu ára skapi enn frekara rekstrarsvigrúm. Skynsamleg stefna í opinberum fjármálum er ekki síður mikilvæg á uppgangstímum en í samdrætti. Því ber sagan glöggt vitni. Þrír valkostir eru í boði þegar afgangur myndast við rekstur hins opinbera. Hægt er að greiða niður skuldir, draga úr skattbyrði eða auka útgjöld. Af þessum valkostum er sá fyrsti skynsamlegastur. Lækkun skulda hefur margþætt jákvæð áhrif, bæði fyrir núverandi íbúa landsins sem og komandi kynslóðir. Rétt útfærðar skattalækkanir væru jafnframt skynsamlegt skref, enda var fjárlagahalli síðustu ára að mestu brúaður með skattahækkunum. Aukin útgjöld eru aftur á móti lakasti valkosturinn. Fyrir þessu eru ýmis rök.Dýrt að skulda Vaxtabyrði hins opinbera er þyngri á Íslandi en í Grikklandi. Vaxtakjör íslenskra heimila og fyrirtækja eru jafnframt langt yfir því sem gengur og gerist í öðrum þróuðum ríkjum. Hvort tveggja bitnar harkalega á lífskjörum hérlendis. Niðurgreiðsla opinberra skulda væri lóð á vogarskálarnar gegn háum vöxtum. Lánshæfi innlendra aðila batnar, endurfjármögnun verður auðveldari og hagstæðari, fjárfesting og langtímahagvöxtur eflast sem styrkir á endanum tekjugrunn hins opinbera enn frekar. Þessa þróun mætti kalla himnahring, enda andstæðan við þann vítahring sem sem ýmis skuldsett ríki hafa þurft að glíma við.Skattahækkunum skilað til baka Samtals hafa 132 skattahækkanir verið gerðar frá árinu 2007. Í mörgum tilfellum er um verulegar hækkanir að ræða, t.d. tvöföldun fjármagnstekjuskatts og þriðjungshækkun tryggingagjalds. Nú þegar svigrúm er að myndast er því eðlilegt að draga þessar hækkanir til baka. Að mati Viðskiptaráðs ætti lækkun tveggja skatta að vera í forgangi: tryggingagjalds og fjármagnstekjuskatts. Lækkun tryggingagjalds myndi draga úr verðbólguþrýstingi vegna nýlegra kjarasamninga og þannig viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem stefnt var að. Lækkun fjármagnstekjuskatts hvetur til aukins sparnaðar og styður við langtímafjárfestingu. Þegar um hægist í efnahagslífinu á ný gæfist síðan tækifæri til að draga aðrar skattahækkanir til baka. Þannig mætti hverfa aftur til einfalds og samkeppnishæfs skattkerfis.Bætum þjónustu án útgjaldaukningar Aðhaldsaðgerðir hins opinbera hafa einkennst af niðurskurði fjárfestinga fremur en hagræðingu í rekstri. Þannig héldust launagjöld óbreytt á föstu verðlagi á tímabilinu 2009 til 2014. Viðskiptaráð hefur bent á umsvifamikil tækifæri til að gera betur, fyrst og fremst í gegnum kerfisbreytingar og forgangsröðun verkefna. Í stað þess að leggja árar í bát og auka útgjöld á ný ættu stjórnvöld þvert á móti að vinna enn harðar að því að fá meira út úr opinberum fjármunum. Þannig mætti bæta þjónustu hins opinbera án þess að stofna þurfi til þensluhvetjandi útgjalda.Áfangi en ekki endastöð Jafnvægi í rekstri hins opinbera ætti að líta á sem áfanga en ekki endastöð. Enn á eftir að greiða niður íþyngjandi opinberar skuldir, skila skattahækkunum til baka og innleiða mikilvægar kerfisbreytingar hjá hinu opinbera. Ráðist stjórnvöld í þessi verkefni eru horfur hérlendis bjartar á komandi árum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun