Skreið út úr bílnum og bað Valgeir um Popplag í G-dúr Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2015 16:26 Valgeir Guðjónsson reyndist Helga Lund betri en enginn laugardagskvöld Vísir „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson sem ók fram á alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði laugardagskvöld í mars árið 2012. Fimm voru í bílnum og slösuðust tveir alvarlega. Fór málið fyrir héraðsdóm þar sem ökumaðurinn var dæmdur í fangelsi. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en töluvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Einn farþeganna sem slapp með skrekkinn í slysinu, Helgi Lund, naut aðstoðar Valgeirs augnablikum eftir að bíllinn stöðvaðist. Talið er að bíllinn hafi verið á um 180 km/klst hraða í aðdraganda slyssins. „Það var sjúkraflutningamaður á frívakt, á leið til Keflavíkur, sem kom fyrstur á vettvang,“ segir Helgi um slysið. Sá hafi komið honum og vini hans, sem einnig sat í aftursætinu út úr bílnum. Því næst sneri hann sér að mönnunum sem sátu fram í á meðan Helgi skríður út úr bílnum. Allt í einu stendur maður fyrir framan Helga sem hann kannast við. Valgeir Guðjónsson.Fannst eðlilegt að biðja um lagið „Ég var alveg út úr heiminum, ringlaður enda búinn að drekka heil ósköp,“ segir Helgi og bætir við að í bílveltunni hafi hann skallað hnéð sitt með þeim afleiðingum að hann fékk þungt höfuðhögg. Hann hafi verið pikkastur í bílnum og mjög ruglaður. Sjúkraflutningamaðurinn hafi svo náð þeim út. Helgi rifjar upp hvernig Valgeir hafi sest niður með sér og byrjað að spjalla. Það fyrsta sem hafi komið upp í huga hans hafi þó verið beiðni um að syngja með sér popplag, og ekkert venjulegt popplag. Sjálft Popplag í G-dúr. „Þetta var svo furðulegt. Ég veit ekkert af hverju. Ég þekki svo mörg lög með honum, mörg miklu betur og á svo sem enga aðra tengingu eða minningu við þetta lag,“ segir Helgi um ástæðu þess að hann bað Valgeir um að syngja fyrrnefnt lag. „Ég vissi hver hann var og þetta var það fyrsta sem kom upp í hugann. Mér fannst þetta voða eðlilegt á þessum tímapunkti.“Hægt er að hlusta á lagið Popplag í G-dúr hér að neðanSviplegur endir á frábærum degi Helgi fagnaði afmæli sínu þennan dag ásamt vini sínum og buðu þeir til veislu. Þeir höfðu hafið fagnaðarlætin snemma dag, farið saman í Bláa lónið og svo heim til Helga þar sem kokkur eldaði fyrir þá dýrindismat. „Dagurinn hafði verið æðislegur, alveg frábær,“ segir Helgi. Voru þeir vinirnir á leið saman í miðbæ Reykjavíkur til frekari fagnaðarfunda þegar slysið varð. Það kom í hlut Valgeirs að hringja í föður Helga og tilkynna honum af slysinu. Segist Helgi afar þakklátur Valgeiri og hafði samband við hann síðar til að ítreka þakklæti sitt fyrir aðstoðina á slysstað. Hún hafi skipt hann miklu máli.„Þú söngst Popplag í G-dúr“ „Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Hann hafi verið á leiðinni til Reykjavíkur að loknum tónleikum í Garðinum. Þar tróð hann upp með Gunnari Þórðarsyni, Of Monsters and Men og fleiri þekktum hljómsveitum. „Þarna var Of Monsters and Men við það að stíga upp í flugvél á leið til heimsfrægðar,“ segir Valgeir sem hafði greinilega gaman af því að hitta sveitarmeðlimi. Hann hafi svo verið kominn langleiðina heim til sín í Reykjavík þegar hann ekur fram á slysið í Hafnarfirði. Hann segist hafa stoppað enda gert sér grein fyrir að slysið væri nýafstaðið. „Ég fer út óstyrkur enda er maður aldrei tilbúinn að takast á við svona,“ segir Valgeir. Sjúkraflutningamaðurinn hafi verið kominn á vettvang og greinilega kunnað til verka. Aðkoman hafi verið hræðileg og bíllinn á hvolfi. Þá hafi skriðið í áttina til hans ungur maður sem hann fékk síðar að heyra að væri sonur ágæts kunningja, Helgi Lund. Það hafi hann ekki haft hugmynd um fyrr en hann ræddi við föður Helga daginn eftir.„Ég þekki þig“ „Helgi kemur út úr bílnum og veit ekki hvort hann er að koma eða að fara. Þetta var örugglega hrikaleg lostupplifun. Hann vissi ekki hvað hafði gerst,“ segir Helgi. Valgeir hafi staðið og reynt að hjálpa til. „Þá segir hann: „Ég þekki þig. Ég veit ekkert hvað þú heitir en þú söngst Popplag í G-dúr.“ Já, sagði ég. Þá sagði hann: „Ertu til í að syngja það fyrir mig?“ Valgeir hafi leitt hann til hliðar í lítinn grasbala. „Og ég bara söng Popplag í G-dúr.“Algjör bömmer Greinilegt er að minningin situr fast í kollum þeirra Helga og Valgeirs. Valgeir á sjálfur minningu af bílslysum þar sem kona hans meðal annars meiddist. „Það er nógu erfitt að koma að svona,“ segir Valgeir og finnur greinilega til með þeim sem slösuðust í slysinu. Aðspurður hvort lagið sem hann söng, Popplag í G-dúr, hafi ekki verið tilvalið í ljósi upphafslínu lagsins tekur Valgeir undir með blaðamanni. „Þetta er bömmer eins og hann getur orðið af dýpstu upplifun,“ en lagið hefst sem kunnugt er á orðunum: „Ég er hér staddur á algörum bömmer…“ Helgi hafi tekið undir í viðlaginu og honum hafi liðið eins og hann væri að gera eitthvað gagn. Ljóst er á orðum Helga að hann er svo sannarlega sama sinnis. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við kirkjugarðinn, um miðnætti á laugardagskvöld. 6. mars 2012 17:46 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson sem ók fram á alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði laugardagskvöld í mars árið 2012. Fimm voru í bílnum og slösuðust tveir alvarlega. Fór málið fyrir héraðsdóm þar sem ökumaðurinn var dæmdur í fangelsi. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en töluvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Einn farþeganna sem slapp með skrekkinn í slysinu, Helgi Lund, naut aðstoðar Valgeirs augnablikum eftir að bíllinn stöðvaðist. Talið er að bíllinn hafi verið á um 180 km/klst hraða í aðdraganda slyssins. „Það var sjúkraflutningamaður á frívakt, á leið til Keflavíkur, sem kom fyrstur á vettvang,“ segir Helgi um slysið. Sá hafi komið honum og vini hans, sem einnig sat í aftursætinu út úr bílnum. Því næst sneri hann sér að mönnunum sem sátu fram í á meðan Helgi skríður út úr bílnum. Allt í einu stendur maður fyrir framan Helga sem hann kannast við. Valgeir Guðjónsson.Fannst eðlilegt að biðja um lagið „Ég var alveg út úr heiminum, ringlaður enda búinn að drekka heil ósköp,“ segir Helgi og bætir við að í bílveltunni hafi hann skallað hnéð sitt með þeim afleiðingum að hann fékk þungt höfuðhögg. Hann hafi verið pikkastur í bílnum og mjög ruglaður. Sjúkraflutningamaðurinn hafi svo náð þeim út. Helgi rifjar upp hvernig Valgeir hafi sest niður með sér og byrjað að spjalla. Það fyrsta sem hafi komið upp í huga hans hafi þó verið beiðni um að syngja með sér popplag, og ekkert venjulegt popplag. Sjálft Popplag í G-dúr. „Þetta var svo furðulegt. Ég veit ekkert af hverju. Ég þekki svo mörg lög með honum, mörg miklu betur og á svo sem enga aðra tengingu eða minningu við þetta lag,“ segir Helgi um ástæðu þess að hann bað Valgeir um að syngja fyrrnefnt lag. „Ég vissi hver hann var og þetta var það fyrsta sem kom upp í hugann. Mér fannst þetta voða eðlilegt á þessum tímapunkti.“Hægt er að hlusta á lagið Popplag í G-dúr hér að neðanSviplegur endir á frábærum degi Helgi fagnaði afmæli sínu þennan dag ásamt vini sínum og buðu þeir til veislu. Þeir höfðu hafið fagnaðarlætin snemma dag, farið saman í Bláa lónið og svo heim til Helga þar sem kokkur eldaði fyrir þá dýrindismat. „Dagurinn hafði verið æðislegur, alveg frábær,“ segir Helgi. Voru þeir vinirnir á leið saman í miðbæ Reykjavíkur til frekari fagnaðarfunda þegar slysið varð. Það kom í hlut Valgeirs að hringja í föður Helga og tilkynna honum af slysinu. Segist Helgi afar þakklátur Valgeiri og hafði samband við hann síðar til að ítreka þakklæti sitt fyrir aðstoðina á slysstað. Hún hafi skipt hann miklu máli.„Þú söngst Popplag í G-dúr“ „Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Hann hafi verið á leiðinni til Reykjavíkur að loknum tónleikum í Garðinum. Þar tróð hann upp með Gunnari Þórðarsyni, Of Monsters and Men og fleiri þekktum hljómsveitum. „Þarna var Of Monsters and Men við það að stíga upp í flugvél á leið til heimsfrægðar,“ segir Valgeir sem hafði greinilega gaman af því að hitta sveitarmeðlimi. Hann hafi svo verið kominn langleiðina heim til sín í Reykjavík þegar hann ekur fram á slysið í Hafnarfirði. Hann segist hafa stoppað enda gert sér grein fyrir að slysið væri nýafstaðið. „Ég fer út óstyrkur enda er maður aldrei tilbúinn að takast á við svona,“ segir Valgeir. Sjúkraflutningamaðurinn hafi verið kominn á vettvang og greinilega kunnað til verka. Aðkoman hafi verið hræðileg og bíllinn á hvolfi. Þá hafi skriðið í áttina til hans ungur maður sem hann fékk síðar að heyra að væri sonur ágæts kunningja, Helgi Lund. Það hafi hann ekki haft hugmynd um fyrr en hann ræddi við föður Helga daginn eftir.„Ég þekki þig“ „Helgi kemur út úr bílnum og veit ekki hvort hann er að koma eða að fara. Þetta var örugglega hrikaleg lostupplifun. Hann vissi ekki hvað hafði gerst,“ segir Helgi. Valgeir hafi staðið og reynt að hjálpa til. „Þá segir hann: „Ég þekki þig. Ég veit ekkert hvað þú heitir en þú söngst Popplag í G-dúr.“ Já, sagði ég. Þá sagði hann: „Ertu til í að syngja það fyrir mig?“ Valgeir hafi leitt hann til hliðar í lítinn grasbala. „Og ég bara söng Popplag í G-dúr.“Algjör bömmer Greinilegt er að minningin situr fast í kollum þeirra Helga og Valgeirs. Valgeir á sjálfur minningu af bílslysum þar sem kona hans meðal annars meiddist. „Það er nógu erfitt að koma að svona,“ segir Valgeir og finnur greinilega til með þeim sem slösuðust í slysinu. Aðspurður hvort lagið sem hann söng, Popplag í G-dúr, hafi ekki verið tilvalið í ljósi upphafslínu lagsins tekur Valgeir undir með blaðamanni. „Þetta er bömmer eins og hann getur orðið af dýpstu upplifun,“ en lagið hefst sem kunnugt er á orðunum: „Ég er hér staddur á algörum bömmer…“ Helgi hafi tekið undir í viðlaginu og honum hafi liðið eins og hann væri að gera eitthvað gagn. Ljóst er á orðum Helga að hann er svo sannarlega sama sinnis.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við kirkjugarðinn, um miðnætti á laugardagskvöld. 6. mars 2012 17:46 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við kirkjugarðinn, um miðnætti á laugardagskvöld. 6. mars 2012 17:46
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21