Tími á milli barneigna sigga dögg skrifar 20. apríl 2015 11:00 Vísir/Getty Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (CDC) sendi nýlega frá sér yfirlýsingu um hvenær væri hentugur tími fyrir konur sem eiga barn að eignast annað barn. Í skýrslunni kemur fram að margar konur í Bandaríkjunum láta oft ekki líða nógu langt á milli meðganga en mælt er með að láta líða að minnsta kosti 18 mánuði á milli meðganga því það er tíminn sem það tekur líkamann að jafna sig. Þá virðist áhættuþættir við meðgöngu, svo sem að fæða fyrir tímann og lág fæðingarþyngd, aukast eftir því sem styttra er á milli meðganga. Þá eru einhverjar vísbendingar sem benda til þess að börnum geti liðið betur í fjölskyldunni og gengið betur í lestri og reikningi ef það eru að minnsta kosti tvö ár á milli þeirra. Það getur stafað af því að eldara barnið fær þá meiri athygli frá foreldrum sínum. Konur geta orðið ófrískar mánuði eftir fæðingu barns og því er vissara að nota verjur, svo sem brjóstapilluna og/eða smokkinn því erfitt getur verið að stóla á brjóstagjöf sem getnaðarvörn. Það er mælt með því að bíða með samfarir þangað til að getnaðarvarnir eru komnar á hreint og fólk treystir sér til þess.Rannsóknir benda til þess að tvö og hálft ár til þrjú ár séu ákjósanlegasti tíminn til að láta líða á milli fæðinga (sem þýðir í raun lágmark 18 mánuðir á milli meðganga). Heilsa Tengdar fréttir Andleg og líkamleg barátta um barneignir Þetta barneignamál hefur komið fyrir andlegum innri hnút. Það er svo skrýtið að vera kona sem langar að eignast barn. 17. janúar 2015 11:30 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (CDC) sendi nýlega frá sér yfirlýsingu um hvenær væri hentugur tími fyrir konur sem eiga barn að eignast annað barn. Í skýrslunni kemur fram að margar konur í Bandaríkjunum láta oft ekki líða nógu langt á milli meðganga en mælt er með að láta líða að minnsta kosti 18 mánuði á milli meðganga því það er tíminn sem það tekur líkamann að jafna sig. Þá virðist áhættuþættir við meðgöngu, svo sem að fæða fyrir tímann og lág fæðingarþyngd, aukast eftir því sem styttra er á milli meðganga. Þá eru einhverjar vísbendingar sem benda til þess að börnum geti liðið betur í fjölskyldunni og gengið betur í lestri og reikningi ef það eru að minnsta kosti tvö ár á milli þeirra. Það getur stafað af því að eldara barnið fær þá meiri athygli frá foreldrum sínum. Konur geta orðið ófrískar mánuði eftir fæðingu barns og því er vissara að nota verjur, svo sem brjóstapilluna og/eða smokkinn því erfitt getur verið að stóla á brjóstagjöf sem getnaðarvörn. Það er mælt með því að bíða með samfarir þangað til að getnaðarvarnir eru komnar á hreint og fólk treystir sér til þess.Rannsóknir benda til þess að tvö og hálft ár til þrjú ár séu ákjósanlegasti tíminn til að láta líða á milli fæðinga (sem þýðir í raun lágmark 18 mánuðir á milli meðganga).
Heilsa Tengdar fréttir Andleg og líkamleg barátta um barneignir Þetta barneignamál hefur komið fyrir andlegum innri hnút. Það er svo skrýtið að vera kona sem langar að eignast barn. 17. janúar 2015 11:30 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Andleg og líkamleg barátta um barneignir Þetta barneignamál hefur komið fyrir andlegum innri hnút. Það er svo skrýtið að vera kona sem langar að eignast barn. 17. janúar 2015 11:30