Matur

Einfalt og gott sushi

VISIR/SHUTTERSTOCK

Vala Matt fékk að kynnast japanskri matargerð í síðasta þætti Sælkeraheimsreisunnar sem sýndir eru á þriðjudagskvöldum á Stöð 2.

Sushi er sennilega eitt það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar minnst er á japanskan mat og í þættinum fékk Vala uppskrift af mjög einföldum sushirétt sem tilvalið er að bera fram í sumar.

Sushi á einfaldan máta

Noriblöð

Sushi hrísgrjón

Hráefni að eigin vali t.d.

agúrka

mangó

gulrætur

lax

soyasósa

wasabi 

Aðferð:

Klippið Nori blöð í litla ferninga. Sjóðið sushi hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.

Setjið hrísgrjón og hráefni að eigin vali á nori blöðin sem síðan eru sveipuð um hráefnin eins og kramarhús.

Berið fram með soya sósu og wasabi.

Fylgist með Sælkeraheimsreisunni öll þriðjudagskvöld á Stöð 2. 








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.