Fjörið eftir fæðinguna sigga dögg skrifar 13. apríl 2015 11:00 Vísir/Getty Það er mikið fjallað um meðgönguna og hversu mikið þarf að passa upp á líkama móður og ófædds barns á þeim tíma. Það sem er minna fjallað um eru fyrstu dagarnir eftir fæðinguna og hvað nýbökuð móðir þarf að huga að því það þarf að gera meira en bara hugsa um barnið eftir fæðinguna. Hér eru fimm hlutir sem þú mátt eiga vona á:1. Líkaminn gengur saman Hvort sem þú barnið fæddist í gegnum leggöng eða keisara þá þarf grindin að ganga saman og líffærin að finna sinn rétta stað. Ljósmóðir mun koma til þín fljótlega eftir fæðingu, hnoða á þér magann og kanna hvernig leginu gengur að skreppa saman og hvort allt líti eðlilega út. Sumum finnst þetta sársauki verri en inngróin tánögl í háum hælum en aðrir láta sér fátt um finnast og eru fegnir því að fæðing sé yfirstaðin. Ef þú fórst í keisara þá getur þér liðið eins og líffærin séu í frjálsu falli svona fyrstu dagana svo það er ekki mælt með miklu áhorfi á gamanefni líkt og Modern Family. Og reyndar ekki heldur á mjög dramatískt efni því þú gætir upplifað þig extra viðvkæma. Kannski er best að horfa bara á bandaríska raunveruleikaþætti sem fjalla um mat. Það gæti líka hjálpað þér varðandi næsta mál.2. Þú þarft að rembast Þú hélst að rembingi væri lokið en svo er sko aldeilis ekki. Þó þú hafir lokið við að fæða fylgjuna þá áttu enn eftir að hafa hægðir. Þú fagnar fæðingu barnsins en þínum eigin (þessu no.2), það kann að vera allt önnur saga. Það er sér fæðing útaf fyrir sig. Ljósmóðir í heimavitjun mun leggja mikla og ríka áherslu á að þú kúkir. Það kann að virðast óhugsandi að þurfa rembast aftur og ef þú fórst í keisara þá getur virst sem magavöðvarnir þínir hafi horfið og ef þú fæddir gæti þér fundist þú það bólgin að ef þú myndir rembast þá myndu saumarnir rifna. Engar áhyggjur, þú getur reddað þér fyrst um sinn á fljótandi lausn sem mýkir þetta allt saman en svo er gott að vera dugleg að drekka og búa til hrökkbrauð úr fræjum og grófu korni og maula á því. Þetta kemur allt á endanum.3. Pissað í sturtu Ef þú rifnaðir við fæðingu í gegnum leggöng þá gæti þér þótt óþægilegt að pissa (svo ekki sé meira sagt við sviðann sem getur myndast við að reyna pissa útaf samsaumuðum og bólgnum kynfærum). Gott ráð við því er að pissa í sturtu. Beindu voglum vatnsstraum úr sturtuhausnum að píkunni á meðan þú pissar. Svo má líta á þetta sem umhverfisvænt sparnaðarráð þar sem þú þarft ekki að nota pappír heldur þurrkar þér bara varlega með þvottapoka eða handklæði. Þá er reyndar gott að minna á að það getur blætt alveg óheyrilega mikið eftir fæðingu og eru bindin á stærð við rúllu af eldhúspappír. Það getur því verið gott að samnýta sturtuferðina sem þrif að neðan sem óhjákvæmilega ferðast víðar.4. Hreyfðu þig manneskjaÞað er mikilvægt að hreyfa sig eftir fæðingu. Hér er ekki verið að tala um mömmuleikfimi eða crossfit heldur göngutúr. Lítinn göngutúr. Það hjálpar líkamanum að komast í samt horf og það léttir lundina. Ágætis ráð er þó að muna að veglengdin sem þú ferð er alltaf tvöföld og það sem þú labbar þarftu líka að labba tilbaka. Farðu bara á þínum eigin hraða, nýttu tækifærið til að vera í friði og ró með eigin hugsunum eða hringdu í stuðningsnetið þitt (ekki fólkið sem býr með þér) og spjallaðu um daginn og veginn. Aðeins að hvíla hugann og líkamann á litla barninu og heimilislífinu, þó ekki sé nema í fimm mínútur.5. Flóðgáttir bresta Fólk er misviðkvæmt en í kjölfar fæðingar upplifa sumar mömmur miklar tilfinningalegar sveiflur og er gott að muna að það er allt í lagi. Það má. Þú varst að fæða barn og það er eðlilegt að ýlfra eins og sært dýr eða gráta yfir öllu í raunveruleikaþáttunum. Leyfðu þér bara að fylgja tilfinningunum og ef þú nennir ekki gestum, segðu það þá og biddu alla um að hafa samband við þig upp á tíma sem hentar að kíkja. Hlustaðu á þig og líkamann og fáðu fæðingarfélagann til að aðstoða þig eins mikið og hægt er. Hvort sem það sé að laga tölvuna, ná í vatnsglas og súkkulaði, eða bara kaupa pakka af risadömubindum, netanærbuxum (ekki þessum sexí heldur þessum sem eru risastórar) og verkjalyf. Þá er sjálfsagt að eignast góðar aðhalds nærbuxur ef flóðbylgjur bumbunnar trufla þig, sumum finnst þægilegt aðhaldið sem þær veita og sumum líður aðeins betur að láta sjúga þetta allt inn og halda saman. Passaðu bara að láta þér líða sem best í sál og hjarta og líkamanum. Heilsa Tengdar fréttir Fæðingarsögur Fæðingar geta verið allskonar og því getur verið gaman að renna í gegnum fæðingarreynslu nokkurra kvenna og eins föðurs 16. mars 2015 16:00 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það er mikið fjallað um meðgönguna og hversu mikið þarf að passa upp á líkama móður og ófædds barns á þeim tíma. Það sem er minna fjallað um eru fyrstu dagarnir eftir fæðinguna og hvað nýbökuð móðir þarf að huga að því það þarf að gera meira en bara hugsa um barnið eftir fæðinguna. Hér eru fimm hlutir sem þú mátt eiga vona á:1. Líkaminn gengur saman Hvort sem þú barnið fæddist í gegnum leggöng eða keisara þá þarf grindin að ganga saman og líffærin að finna sinn rétta stað. Ljósmóðir mun koma til þín fljótlega eftir fæðingu, hnoða á þér magann og kanna hvernig leginu gengur að skreppa saman og hvort allt líti eðlilega út. Sumum finnst þetta sársauki verri en inngróin tánögl í háum hælum en aðrir láta sér fátt um finnast og eru fegnir því að fæðing sé yfirstaðin. Ef þú fórst í keisara þá getur þér liðið eins og líffærin séu í frjálsu falli svona fyrstu dagana svo það er ekki mælt með miklu áhorfi á gamanefni líkt og Modern Family. Og reyndar ekki heldur á mjög dramatískt efni því þú gætir upplifað þig extra viðvkæma. Kannski er best að horfa bara á bandaríska raunveruleikaþætti sem fjalla um mat. Það gæti líka hjálpað þér varðandi næsta mál.2. Þú þarft að rembast Þú hélst að rembingi væri lokið en svo er sko aldeilis ekki. Þó þú hafir lokið við að fæða fylgjuna þá áttu enn eftir að hafa hægðir. Þú fagnar fæðingu barnsins en þínum eigin (þessu no.2), það kann að vera allt önnur saga. Það er sér fæðing útaf fyrir sig. Ljósmóðir í heimavitjun mun leggja mikla og ríka áherslu á að þú kúkir. Það kann að virðast óhugsandi að þurfa rembast aftur og ef þú fórst í keisara þá getur virst sem magavöðvarnir þínir hafi horfið og ef þú fæddir gæti þér fundist þú það bólgin að ef þú myndir rembast þá myndu saumarnir rifna. Engar áhyggjur, þú getur reddað þér fyrst um sinn á fljótandi lausn sem mýkir þetta allt saman en svo er gott að vera dugleg að drekka og búa til hrökkbrauð úr fræjum og grófu korni og maula á því. Þetta kemur allt á endanum.3. Pissað í sturtu Ef þú rifnaðir við fæðingu í gegnum leggöng þá gæti þér þótt óþægilegt að pissa (svo ekki sé meira sagt við sviðann sem getur myndast við að reyna pissa útaf samsaumuðum og bólgnum kynfærum). Gott ráð við því er að pissa í sturtu. Beindu voglum vatnsstraum úr sturtuhausnum að píkunni á meðan þú pissar. Svo má líta á þetta sem umhverfisvænt sparnaðarráð þar sem þú þarft ekki að nota pappír heldur þurrkar þér bara varlega með þvottapoka eða handklæði. Þá er reyndar gott að minna á að það getur blætt alveg óheyrilega mikið eftir fæðingu og eru bindin á stærð við rúllu af eldhúspappír. Það getur því verið gott að samnýta sturtuferðina sem þrif að neðan sem óhjákvæmilega ferðast víðar.4. Hreyfðu þig manneskjaÞað er mikilvægt að hreyfa sig eftir fæðingu. Hér er ekki verið að tala um mömmuleikfimi eða crossfit heldur göngutúr. Lítinn göngutúr. Það hjálpar líkamanum að komast í samt horf og það léttir lundina. Ágætis ráð er þó að muna að veglengdin sem þú ferð er alltaf tvöföld og það sem þú labbar þarftu líka að labba tilbaka. Farðu bara á þínum eigin hraða, nýttu tækifærið til að vera í friði og ró með eigin hugsunum eða hringdu í stuðningsnetið þitt (ekki fólkið sem býr með þér) og spjallaðu um daginn og veginn. Aðeins að hvíla hugann og líkamann á litla barninu og heimilislífinu, þó ekki sé nema í fimm mínútur.5. Flóðgáttir bresta Fólk er misviðkvæmt en í kjölfar fæðingar upplifa sumar mömmur miklar tilfinningalegar sveiflur og er gott að muna að það er allt í lagi. Það má. Þú varst að fæða barn og það er eðlilegt að ýlfra eins og sært dýr eða gráta yfir öllu í raunveruleikaþáttunum. Leyfðu þér bara að fylgja tilfinningunum og ef þú nennir ekki gestum, segðu það þá og biddu alla um að hafa samband við þig upp á tíma sem hentar að kíkja. Hlustaðu á þig og líkamann og fáðu fæðingarfélagann til að aðstoða þig eins mikið og hægt er. Hvort sem það sé að laga tölvuna, ná í vatnsglas og súkkulaði, eða bara kaupa pakka af risadömubindum, netanærbuxum (ekki þessum sexí heldur þessum sem eru risastórar) og verkjalyf. Þá er sjálfsagt að eignast góðar aðhalds nærbuxur ef flóðbylgjur bumbunnar trufla þig, sumum finnst þægilegt aðhaldið sem þær veita og sumum líður aðeins betur að láta sjúga þetta allt inn og halda saman. Passaðu bara að láta þér líða sem best í sál og hjarta og líkamanum.
Heilsa Tengdar fréttir Fæðingarsögur Fæðingar geta verið allskonar og því getur verið gaman að renna í gegnum fæðingarreynslu nokkurra kvenna og eins föðurs 16. mars 2015 16:00 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fæðingarsögur Fæðingar geta verið allskonar og því getur verið gaman að renna í gegnum fæðingarreynslu nokkurra kvenna og eins föðurs 16. mars 2015 16:00