Össur hjólar í Bjarna vegna frumvarps um að leggja niður Bankasýsluna Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2015 17:25 Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum "í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Vísir/GVA/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega á Facebook-síðu sinni vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Færslu Össurar nefnir hann „Nýja Ísland ríður í hlað!“. Þar segir hann Bjarna hafa lagt fram „ótrúlegt frumvarp“ sem í grunnatriðum sé á þessa leið: „Bankasýslan er lögð niður og í staðinn leggur Bjarni til að hann sjálfur sem fjármálaráðherra fái vald til að taka aleinn – „að eigin frumkvæði“ -ákvörðun um sölu 30% hlutar í Landsbankanum, allra hluta ríkisins í Aríon og Íslandsbanka og í sparisjóðunum. Gleymum þá ekki að við afnám gjaldeyrishafta er stefnt að því að allir hlutir Aríon og Íslandsbanka, sem nú eru í eigu kröfuhafanna, komist í eigu ríkisins.“ Össur segir þetta þýða að Bjarni geti ákveðið að einkavæða bankana aftur, hann myndi ráða sölumeðferðinni og þar með hvort eignarhald yrði dreift, eða hvort bankarnir yrðu seldir stórum aðilum. „Bjarni leggur til að hann þurfi ekki að leita staðfestingar Alþingis á ákvörðun sinni. Hann þarf aðeins að leita umsagnar tveggja þingnefnda en í frumvarpinu segir beinlínis að honum sé ekki skylt að fara eftir athugasemdum þeirra. Hann meira að segja ræður frestinum sem þær fá. Helstu skorðurnar eru að hann þarf að samráð við Seðlabankann og síðan þriggja manna ráðgjafanefnd – sem líka hefur sjálfstæðan rétt til að leggja til söluferli. Þetta er eina beislið á fjármálaráðherrann. En hver skipar nefndarmennina þrjá? – Bjarni Benediktsson. Hver tilnefnir í hana? Náttúrlega Bjarni Benediktsson! Ef að líkum lætur eftir samráð við Sigmund Davíð. Þeir munu semsagt ráða öllu og Bjarni fær líka heimild til að smella sparisjóðunum inn í bankana. - Þetta er tærleiki og gagnsæi ríkisstjórnarinnar. Fortíðin er gleymd. Upphafinu að ógæfu Íslands er sópað undir teppið. – Fyrst þurfa þeir vitaskuld að ná pólitískum tökum á Seðlabankanum . Þess vegna á að fjölga bankastjórunum, síðan þeir nýju stöðunum á milli sín, þjarma að Má Guðmundssyni, og ráða síðan öllu um hvernig bankarnir verða seldir. Þetta er hið hulda lím sem heldur þessari ríkisstjórn saman. – Þetta er semsagt hið Nýja Ísland – eða hvað?,“ segir í færslu þingmannsins.Nýja Ísland ríður í hlað!Bjarni Benediktsson hefur lagt fram ótrúlegt frumvarp sem í grunnatriðum er svona: Bankasý...Posted by Össur Skarphéðinsson on Thursday, 9 April 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega á Facebook-síðu sinni vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Færslu Össurar nefnir hann „Nýja Ísland ríður í hlað!“. Þar segir hann Bjarna hafa lagt fram „ótrúlegt frumvarp“ sem í grunnatriðum sé á þessa leið: „Bankasýslan er lögð niður og í staðinn leggur Bjarni til að hann sjálfur sem fjármálaráðherra fái vald til að taka aleinn – „að eigin frumkvæði“ -ákvörðun um sölu 30% hlutar í Landsbankanum, allra hluta ríkisins í Aríon og Íslandsbanka og í sparisjóðunum. Gleymum þá ekki að við afnám gjaldeyrishafta er stefnt að því að allir hlutir Aríon og Íslandsbanka, sem nú eru í eigu kröfuhafanna, komist í eigu ríkisins.“ Össur segir þetta þýða að Bjarni geti ákveðið að einkavæða bankana aftur, hann myndi ráða sölumeðferðinni og þar með hvort eignarhald yrði dreift, eða hvort bankarnir yrðu seldir stórum aðilum. „Bjarni leggur til að hann þurfi ekki að leita staðfestingar Alþingis á ákvörðun sinni. Hann þarf aðeins að leita umsagnar tveggja þingnefnda en í frumvarpinu segir beinlínis að honum sé ekki skylt að fara eftir athugasemdum þeirra. Hann meira að segja ræður frestinum sem þær fá. Helstu skorðurnar eru að hann þarf að samráð við Seðlabankann og síðan þriggja manna ráðgjafanefnd – sem líka hefur sjálfstæðan rétt til að leggja til söluferli. Þetta er eina beislið á fjármálaráðherrann. En hver skipar nefndarmennina þrjá? – Bjarni Benediktsson. Hver tilnefnir í hana? Náttúrlega Bjarni Benediktsson! Ef að líkum lætur eftir samráð við Sigmund Davíð. Þeir munu semsagt ráða öllu og Bjarni fær líka heimild til að smella sparisjóðunum inn í bankana. - Þetta er tærleiki og gagnsæi ríkisstjórnarinnar. Fortíðin er gleymd. Upphafinu að ógæfu Íslands er sópað undir teppið. – Fyrst þurfa þeir vitaskuld að ná pólitískum tökum á Seðlabankanum . Þess vegna á að fjölga bankastjórunum, síðan þeir nýju stöðunum á milli sín, þjarma að Má Guðmundssyni, og ráða síðan öllu um hvernig bankarnir verða seldir. Þetta er hið hulda lím sem heldur þessari ríkisstjórn saman. – Þetta er semsagt hið Nýja Ísland – eða hvað?,“ segir í færslu þingmannsins.Nýja Ísland ríður í hlað!Bjarni Benediktsson hefur lagt fram ótrúlegt frumvarp sem í grunnatriðum er svona: Bankasý...Posted by Össur Skarphéðinsson on Thursday, 9 April 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37