Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba ingvar haraldsson skrifar 6. mars 2015 14:50 Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum veitingastaðarins Sushi Samba og vill banna notkun nafnsins. mynd/haraldur agnarsson Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum veitingastaðarins Sushi Samba, sem er staðsettur í Þingholtsstræti. Eigendur alþjóðlegu keðjunnar telja að eigendur hins íslenska veitingastaðar séu að nota nafnið Sushi Samba í leyfisleysi og telja sig eiga einkarétt á nafninu á alþjóðavísu. Aðstandendur hinnar alþjóðlegu keðju telja að einu veitingastaðirnir sem hafi til þess heimild að nota nafnið Sushi Samba séu staðsettir í New York, London, Las Vegas og Miami í Flórída. Á vefsíðu alþjóðlegu keðjunnar kemur fram að aðstandendur fyrirtækisins hafi staðið í málaferlum í öðrum löndum, til þess að meina veitingamönnum að nota nafnið Sushi Samba. Á síðunni kemur fram að eigendum hinnar aljóðlegu keðju hafi tekist að fá veitingastað með nafninu lokað í borginni Tel Aviv í Ísrael. Staðnum var lokað í febrúar í fyrra.Telur ólíklegt að þau hafi ekki þekkt vörumerkið Magnús Haukur Magnússon, lögfræðingur hins alþjóðlega fyrirtækisins, Samba LLC, segist telja lög um skráning vörumerkja nokkuð skýr. Í 9. tölulið 14. greinar laga um vörumerki frá árinu 1997 segir að ekki megi skrá vörumerki hér á landi „ef villast má á merkinu og merki sem verið hefur í notkun í öðru landi... og er enn notað þar fyrir sömu eða líkar vörur/þjónustu og yngra merkið óskast skráð fyrir og umsækjandi vissi eða hefði mátt vita um erlenda merkið.“ Magnús segist telja afar ólíklegt að veitingamenn hér á landi hafi ekki þekkt til hins alþjóðlega nafns og hafi ekki vitað af tilvist staðana erlendis enda noti þeir sama nafnið og bjóði upp á afar svipaðan mat. „Það er verið að nýta sér viðskiptavild sem aðrir hafa búið til,“ segir Magnús. Þá segir Magnús að a.m.k. tveir aðilar hafi sent Samba LLC kvörtun vegna þjónustu sem þeir fengu á Sushi Samba hér á landi og hafi haldið að talið að þeir væru að borða á veitingastað sem rekinn væri af alþjóðlega vörumerkinu.Einkaleyfastofa tók málið fyrir Einkaleyfastofa tók málið fyrir árið 2013 og úrskurðaði íslenska veitingastaðnum í vil. Því máli áfrýjaði Samba LCC til áfrýjunarnefndar Einkaleyfastofu. Máli sínu til rökstuðnings benti fyrirtækið áfrýjunarnefndinni á að erlendir dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushi Samba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki.Síðasta máltíð Tom Cruise og Katie Holmes meðal málsgagna Meðal málsgagna Samba LCC hjá einkaleyfastofu var frétt sem birtist á Vísi.is um að Tom Cruise og Katie Holmes hefðu snætt á Sushi Samba í Þingholtstrætinu þegar þau heimsóttu landið árið 2012. Talið er að þetta hafi verið síðasta máltíð hjónanna því þau skildu skömmu eftir heimkomu til Bandaríkjanna. „Heldur þú að þau hefðu borðað þarna af því þau hefðu ætlað að borða mat hjá einhverjum gæjum á Íslandi? Auðvitað ekki, auðvitað fóru þau og borðuðu þarna af því að þau voru búin að borða oft á Sushi Samba í New York. Þannig að fólk heldur að það séu tengsl milli þessara aðila og þar með halda þau að það séu sömu aðilar að reka staðina og þar með að fá sama matinn,“ segir Magnús.Áfrýjunarnefndin úrskurðaði Íslendingum í vil Áfrýjunarnefnd Einkaleyfastofu féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushi Samba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushi Samba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni. Samba LCC vill að þessi úrskurður verði felldur úr gildi og Sushi Samba ehf. hætti að nota nafnið hér á landi. Um þetta verður tekist í Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtaka er í málinu þann 10. mars næstkomandi. Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum veitingastaðarins Sushi Samba, sem er staðsettur í Þingholtsstræti. Eigendur alþjóðlegu keðjunnar telja að eigendur hins íslenska veitingastaðar séu að nota nafnið Sushi Samba í leyfisleysi og telja sig eiga einkarétt á nafninu á alþjóðavísu. Aðstandendur hinnar alþjóðlegu keðju telja að einu veitingastaðirnir sem hafi til þess heimild að nota nafnið Sushi Samba séu staðsettir í New York, London, Las Vegas og Miami í Flórída. Á vefsíðu alþjóðlegu keðjunnar kemur fram að aðstandendur fyrirtækisins hafi staðið í málaferlum í öðrum löndum, til þess að meina veitingamönnum að nota nafnið Sushi Samba. Á síðunni kemur fram að eigendum hinnar aljóðlegu keðju hafi tekist að fá veitingastað með nafninu lokað í borginni Tel Aviv í Ísrael. Staðnum var lokað í febrúar í fyrra.Telur ólíklegt að þau hafi ekki þekkt vörumerkið Magnús Haukur Magnússon, lögfræðingur hins alþjóðlega fyrirtækisins, Samba LLC, segist telja lög um skráning vörumerkja nokkuð skýr. Í 9. tölulið 14. greinar laga um vörumerki frá árinu 1997 segir að ekki megi skrá vörumerki hér á landi „ef villast má á merkinu og merki sem verið hefur í notkun í öðru landi... og er enn notað þar fyrir sömu eða líkar vörur/þjónustu og yngra merkið óskast skráð fyrir og umsækjandi vissi eða hefði mátt vita um erlenda merkið.“ Magnús segist telja afar ólíklegt að veitingamenn hér á landi hafi ekki þekkt til hins alþjóðlega nafns og hafi ekki vitað af tilvist staðana erlendis enda noti þeir sama nafnið og bjóði upp á afar svipaðan mat. „Það er verið að nýta sér viðskiptavild sem aðrir hafa búið til,“ segir Magnús. Þá segir Magnús að a.m.k. tveir aðilar hafi sent Samba LLC kvörtun vegna þjónustu sem þeir fengu á Sushi Samba hér á landi og hafi haldið að talið að þeir væru að borða á veitingastað sem rekinn væri af alþjóðlega vörumerkinu.Einkaleyfastofa tók málið fyrir Einkaleyfastofa tók málið fyrir árið 2013 og úrskurðaði íslenska veitingastaðnum í vil. Því máli áfrýjaði Samba LCC til áfrýjunarnefndar Einkaleyfastofu. Máli sínu til rökstuðnings benti fyrirtækið áfrýjunarnefndinni á að erlendir dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushi Samba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki.Síðasta máltíð Tom Cruise og Katie Holmes meðal málsgagna Meðal málsgagna Samba LCC hjá einkaleyfastofu var frétt sem birtist á Vísi.is um að Tom Cruise og Katie Holmes hefðu snætt á Sushi Samba í Þingholtstrætinu þegar þau heimsóttu landið árið 2012. Talið er að þetta hafi verið síðasta máltíð hjónanna því þau skildu skömmu eftir heimkomu til Bandaríkjanna. „Heldur þú að þau hefðu borðað þarna af því þau hefðu ætlað að borða mat hjá einhverjum gæjum á Íslandi? Auðvitað ekki, auðvitað fóru þau og borðuðu þarna af því að þau voru búin að borða oft á Sushi Samba í New York. Þannig að fólk heldur að það séu tengsl milli þessara aðila og þar með halda þau að það séu sömu aðilar að reka staðina og þar með að fá sama matinn,“ segir Magnús.Áfrýjunarnefndin úrskurðaði Íslendingum í vil Áfrýjunarnefnd Einkaleyfastofu féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushi Samba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushi Samba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni. Samba LCC vill að þessi úrskurður verði felldur úr gildi og Sushi Samba ehf. hætti að nota nafnið hér á landi. Um þetta verður tekist í Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtaka er í málinu þann 10. mars næstkomandi.
Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira