Döðlukaka með dásamlegri karamellusósu Rikka skrifar 25. febrúar 2015 13:30 visir/eva Sjónvarpskokkurinn og matarbloggarinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir snýr aftur á skjáinn á Söð 2 innan skamms með girnilegar og freistandi uppskriftir sem einfalt er að leika eftir. Hérna gefur hún lesendum Matarvísis uppskrift af dásamlegri breskri döðluköku. Döðlukaka með dásamlegri karamellusósu 5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 210 g döðlur 1 tsk matarsódi 1/2 tsk kanill 1/2 salt 1/2 vanillu extract, eða dropar 1 1/2 tsk lyftiduft Byrjið á því að stilla ofninn á 180°C. Leggið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir. Hitið döðlurnar og vatnið í potti, þegar vatnið er byrjað að sjóða takið pottinn af hitanum og látið standa í 3 - 4 mínútur. Blandið matarsóda saman við döðlumaukið og hrærið vel saman. Leggið blönduna til hliðar. Hrærið saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einiu. Sigtið þurrefnin saman og bætið út í deigið ásamt vanillu. Blandið döðlumaukinu smám saman út í deigið og blandið varlega saman með sleif. Smyrjið hringlaga bökunarform (ég notaði 9" eða 24 cm). Mér finnst best að klippa út bökunarpappír og setja í botninn, það auðveldar að ná kökunni úr forminu. Hellið deiginu í formið og bakið í 30 - 40 mínútur eða þar til miðjan er alveg bökuð. Kakan tilbúin og lyktin dásamleg, leyfið kökunni að kólna aðeins áður en þið berið hana fram. Heit karamellusósa120 g smjör1 1/2 dl rjómi120 g púðursykur Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni. Ég vil ekki hafa hana of þykka og ég hræri þess vegna ekki of lengi. Þessa sósu er hægt að bera fram með flestum eftirréttum, en hún er algjört lostæti. Kakan er vissulega góð ein og sér en karamellusósan er eiginlega nauðsynleg. Svo er auðvitað afskaplega gott að hafa ís eða rjóma með. Eftirréttir Eva Laufey Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið
Sjónvarpskokkurinn og matarbloggarinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir snýr aftur á skjáinn á Söð 2 innan skamms með girnilegar og freistandi uppskriftir sem einfalt er að leika eftir. Hérna gefur hún lesendum Matarvísis uppskrift af dásamlegri breskri döðluköku. Döðlukaka með dásamlegri karamellusósu 5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 210 g döðlur 1 tsk matarsódi 1/2 tsk kanill 1/2 salt 1/2 vanillu extract, eða dropar 1 1/2 tsk lyftiduft Byrjið á því að stilla ofninn á 180°C. Leggið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir. Hitið döðlurnar og vatnið í potti, þegar vatnið er byrjað að sjóða takið pottinn af hitanum og látið standa í 3 - 4 mínútur. Blandið matarsóda saman við döðlumaukið og hrærið vel saman. Leggið blönduna til hliðar. Hrærið saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einiu. Sigtið þurrefnin saman og bætið út í deigið ásamt vanillu. Blandið döðlumaukinu smám saman út í deigið og blandið varlega saman með sleif. Smyrjið hringlaga bökunarform (ég notaði 9" eða 24 cm). Mér finnst best að klippa út bökunarpappír og setja í botninn, það auðveldar að ná kökunni úr forminu. Hellið deiginu í formið og bakið í 30 - 40 mínútur eða þar til miðjan er alveg bökuð. Kakan tilbúin og lyktin dásamleg, leyfið kökunni að kólna aðeins áður en þið berið hana fram. Heit karamellusósa120 g smjör1 1/2 dl rjómi120 g púðursykur Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni. Ég vil ekki hafa hana of þykka og ég hræri þess vegna ekki of lengi. Þessa sósu er hægt að bera fram með flestum eftirréttum, en hún er algjört lostæti. Kakan er vissulega góð ein og sér en karamellusósan er eiginlega nauðsynleg. Svo er auðvitað afskaplega gott að hafa ís eða rjóma með.
Eftirréttir Eva Laufey Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið