Allt vitlaust á Alþingi í dag vegna virkjana Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2015 18:45 Umhverfisráðherra er sáttur við að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir með nýtingu í huga en gert var ráð fyrir í þingsályktun fyrrverandi ráðherra. Stjórnarandstaðan segir það hins vegar lögbrot að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn um nýtingu og verndun landsvæða hefur samþykkt. Það varð allt vitlaust á Alþingi í nóvember í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði til að átta virkjanakostir yrðu skoðaðir með nýtingu í huga. Og í dag endurtók leikurinn sig eftir að meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að skoðað yrði að fjórir nýir virkjanakostir sem eru í biðflokki verði settir í nýtingarflokk. Dagskrá Alþingis raskaðist vegna umræðna utan dagskrár um þessi mál í dag. Meirihluti atvinnuveganefndar undir formennsku Jóns Gunnarssonar leggur til að þrír virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár verði skoðaðir ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu.Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/DaníelStjórnarandstaðan er einhuga um að það stríði gegn lögum um nýtingu og verndun landssvæða, eða rammaáætlun, að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn áætlunarinnar hefur mælt með. En það er Hvammsvirkjun sem einnig var í upprunalegri þingsályktun Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi umhverfisráðherra. Þingmönnum var heitt í hamsi og þurfti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að slá oft og mikið í bjölluna, meðal annars í hátt í mínútu undir ræðu Helga Hjörvar þingflokksformanns Samfylkingarinnar þegar hann fór langt yfir ræðutíma sinn. „Virðulegur forseti, mér heyrist að reglur hér í þinginu séu ekki almennt í gildi. Svo ég bið háttvirtan forseta um að lemja jafn oft í þessa bjöllu og hann hefur lamið í Jón Gunnarsson á þessum morgni. Það eru allir þingmenn hér á einu máli um að það er auðvitað algerlega óboðlegt að afgreiða mál með þessum hætti án þess að það sé sett á dagskrá fundarins,“ sagði Helgi undir háværum bjölluslætti forseta sem kallaði að honum í föðurlegum skipunartón „að þingmaðurinn hefði lokið máli sínu.“Einar úrskurðaði að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál.VÍSIR/GVAEftir fund forseta með þingflokksformönnum úrskurðaði forsetinn að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. „Það er eindregin skoðun þess forseta að auðvitað geti hann ekki gripið inn í þessa málsmeðferð og þar með takmarkað rétt þingmanna,“ sagði Einar. Sigrún Magnúsdóttir nýr umhverfisráðherra tekur undir með forseta Alþingis og setur sig ekki upp á móti því að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir og segist jákvæð gagnvart virkjanakostum í neðrihluta Þjórsár.En er það ekki einhvern veginn að byrja á öfugum enda? „Þingið hefur.... við erum alla daga hér að breyta þingsályktunartillögum og frumvörpum. Við gerum ekki annað. Nefndir þingsins eru mjög mikils virði og þar fer kannski fram helsta starf Alþingis,“ segir Sigrún. En boðaði jafnframt að ný þingsályktunartillaga kæmi eftir um ár þegar verkefnisstjórnin, sem væri ráðherra til ráðgjafar, hefði skoðað fleiri virkjanakosti. En sú vinna væri hafin og væri mun viðameiri en sú vinna sem væri að baki núverandi þingsályktunartillögu. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Umhverfisráðherra er sáttur við að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir með nýtingu í huga en gert var ráð fyrir í þingsályktun fyrrverandi ráðherra. Stjórnarandstaðan segir það hins vegar lögbrot að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn um nýtingu og verndun landsvæða hefur samþykkt. Það varð allt vitlaust á Alþingi í nóvember í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði til að átta virkjanakostir yrðu skoðaðir með nýtingu í huga. Og í dag endurtók leikurinn sig eftir að meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að skoðað yrði að fjórir nýir virkjanakostir sem eru í biðflokki verði settir í nýtingarflokk. Dagskrá Alþingis raskaðist vegna umræðna utan dagskrár um þessi mál í dag. Meirihluti atvinnuveganefndar undir formennsku Jóns Gunnarssonar leggur til að þrír virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár verði skoðaðir ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu.Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/DaníelStjórnarandstaðan er einhuga um að það stríði gegn lögum um nýtingu og verndun landssvæða, eða rammaáætlun, að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn áætlunarinnar hefur mælt með. En það er Hvammsvirkjun sem einnig var í upprunalegri þingsályktun Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi umhverfisráðherra. Þingmönnum var heitt í hamsi og þurfti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að slá oft og mikið í bjölluna, meðal annars í hátt í mínútu undir ræðu Helga Hjörvar þingflokksformanns Samfylkingarinnar þegar hann fór langt yfir ræðutíma sinn. „Virðulegur forseti, mér heyrist að reglur hér í þinginu séu ekki almennt í gildi. Svo ég bið háttvirtan forseta um að lemja jafn oft í þessa bjöllu og hann hefur lamið í Jón Gunnarsson á þessum morgni. Það eru allir þingmenn hér á einu máli um að það er auðvitað algerlega óboðlegt að afgreiða mál með þessum hætti án þess að það sé sett á dagskrá fundarins,“ sagði Helgi undir háværum bjölluslætti forseta sem kallaði að honum í föðurlegum skipunartón „að þingmaðurinn hefði lokið máli sínu.“Einar úrskurðaði að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál.VÍSIR/GVAEftir fund forseta með þingflokksformönnum úrskurðaði forsetinn að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. „Það er eindregin skoðun þess forseta að auðvitað geti hann ekki gripið inn í þessa málsmeðferð og þar með takmarkað rétt þingmanna,“ sagði Einar. Sigrún Magnúsdóttir nýr umhverfisráðherra tekur undir með forseta Alþingis og setur sig ekki upp á móti því að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir og segist jákvæð gagnvart virkjanakostum í neðrihluta Þjórsár.En er það ekki einhvern veginn að byrja á öfugum enda? „Þingið hefur.... við erum alla daga hér að breyta þingsályktunartillögum og frumvörpum. Við gerum ekki annað. Nefndir þingsins eru mjög mikils virði og þar fer kannski fram helsta starf Alþingis,“ segir Sigrún. En boðaði jafnframt að ný þingsályktunartillaga kæmi eftir um ár þegar verkefnisstjórnin, sem væri ráðherra til ráðgjafar, hefði skoðað fleiri virkjanakosti. En sú vinna væri hafin og væri mun viðameiri en sú vinna sem væri að baki núverandi þingsályktunartillögu.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira