Hætta gæti aukist á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2015 20:15 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur hættu aukast á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu eftir því sem dragi úr yfirstandandi gosi í Holuhrauni. Þá telur hann enn hættu á því að ný eldsprunga opnist undir Dyngjujökli með flóðbylgju niður í Jökulsá á Fjöllum. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun könnuðu eldstöðina um síðustu helgi og tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður þá þær myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Eldár flæddu til norðvesturs og austurs frá gígnum um helgina. Fjær er sporður Dyngjujökuls.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Allt frá því jarðeldurinn kom fyrst upp í lok ágústsmánaðar hefur gosið haldið sig á þessum sama stað, í hinu gamla Holuhrauni norðan Dyngjujökuls. Almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðallega vegna hættu á að gossprunga gæti opnast undir jökli og valdið miklu hlaupi. Þær spár hafa ekki ræst til þessa en Ármann Höskuldsson telur hættuna enn vera til staðar. „Það þarf voðalega lítið til þess að það verði einhver höft í þessari hraunrás, sem er að leiða kvikuna upp á yfirborð, og ef það gerist er allt eins víst að kvikan brjóti sér leið undir jöklinum,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Stöð 2/Einar Þorsteinsson.Þótt eldgosið teljist enn mjög öflugt hefur talsvert dregið úr þrótti þess og kvikumagnið sem upp kemur á hverri sekúndu er núna um fimmtungur af því sem mest var í haust. Kvikan er talin koma úr Bárðarbungu og ein stærsta spurningin hefur verið sú hvort gos kæmi þar upp. Ármann segir vísbendingar um að Bárðarbunga hafi verið að safna í sig kviku allt frá árinu 1974, að minnsta kosti. Varmaforðinn undir Bárðarbungu sé þar ennþá til staðar. „Það er eins víst að þegar dregur úr þessu gosi, kannski fyrstu vikurnar eftir að þetta gos fer virkilega að minnka, eða jafnvel hætti, þá bara eykst áhættan á því að Bárðarbunga fari af stað.“Ólgandi hrauneðjan flæðir út úr gígnum á laugardag. Magn kvikunnar er áætlað meira en meðalrennsli Blöndu.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Ármann segir óskandi að slíkt gos yrði lítið, í líkingu við Gjálpargosið eða síðasta Grímsvatnagos. „En við getum líka alveg átt von á því að fá bara mjög stórt gos upp úr Bárðarbungu. Það er mikil kvika búin að vera á ferðinni og svona kvika er nógu heit til þess að geta brætt umhverfi sitt og búið til meiri sprengivirkari kviku, sem er bara ekki alveg nógu jákvætt.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur hættu aukast á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu eftir því sem dragi úr yfirstandandi gosi í Holuhrauni. Þá telur hann enn hættu á því að ný eldsprunga opnist undir Dyngjujökli með flóðbylgju niður í Jökulsá á Fjöllum. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun könnuðu eldstöðina um síðustu helgi og tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður þá þær myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Eldár flæddu til norðvesturs og austurs frá gígnum um helgina. Fjær er sporður Dyngjujökuls.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Allt frá því jarðeldurinn kom fyrst upp í lok ágústsmánaðar hefur gosið haldið sig á þessum sama stað, í hinu gamla Holuhrauni norðan Dyngjujökuls. Almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðallega vegna hættu á að gossprunga gæti opnast undir jökli og valdið miklu hlaupi. Þær spár hafa ekki ræst til þessa en Ármann Höskuldsson telur hættuna enn vera til staðar. „Það þarf voðalega lítið til þess að það verði einhver höft í þessari hraunrás, sem er að leiða kvikuna upp á yfirborð, og ef það gerist er allt eins víst að kvikan brjóti sér leið undir jöklinum,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Stöð 2/Einar Þorsteinsson.Þótt eldgosið teljist enn mjög öflugt hefur talsvert dregið úr þrótti þess og kvikumagnið sem upp kemur á hverri sekúndu er núna um fimmtungur af því sem mest var í haust. Kvikan er talin koma úr Bárðarbungu og ein stærsta spurningin hefur verið sú hvort gos kæmi þar upp. Ármann segir vísbendingar um að Bárðarbunga hafi verið að safna í sig kviku allt frá árinu 1974, að minnsta kosti. Varmaforðinn undir Bárðarbungu sé þar ennþá til staðar. „Það er eins víst að þegar dregur úr þessu gosi, kannski fyrstu vikurnar eftir að þetta gos fer virkilega að minnka, eða jafnvel hætti, þá bara eykst áhættan á því að Bárðarbunga fari af stað.“Ólgandi hrauneðjan flæðir út úr gígnum á laugardag. Magn kvikunnar er áætlað meira en meðalrennsli Blöndu.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Ármann segir óskandi að slíkt gos yrði lítið, í líkingu við Gjálpargosið eða síðasta Grímsvatnagos. „En við getum líka alveg átt von á því að fá bara mjög stórt gos upp úr Bárðarbungu. Það er mikil kvika búin að vera á ferðinni og svona kvika er nógu heit til þess að geta brætt umhverfi sitt og búið til meiri sprengivirkari kviku, sem er bara ekki alveg nógu jákvætt.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45