5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2015 14:15 Fjölskylda frá Sýrlandi komin til borgarinnar Trípolí í Líbanon. Þau fengu hæli í Úrúgvaí ásamt rúmlega 100 öðrum sýrlenskum flóttamönnum. VÍSIR/AP 5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs í Mið-Austurlöndum, Afríku og víðar á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. Um mitt það ár nutu 46,3 milljónir manna aðstoðar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) en það er 3,4 milljónum meira en í árslok 2013 og er metfjöldi. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UNHCR höfðu 5,5 milljónir orðið að flýja, þar af 1,4 yfir alþjóðleg landamæri og teljast þar með flóttamenn samkvæmt alþjóðalögum. Aðrir eru á flótta innan landamæra heimalanda sinna. Sýrlendingar eru nú í fyrsta skipti fjölmennasti hópur flóttamanna sem Flóttamannahjálpin aðstoðar. Palestínumenn njóta hins vegar aðstoðar UNRWA, sérstakrar stofnunar SÞ um þeirra málefni. Afganir hafa verið fjölmennastir um rúmlega þriggja áratugaskeið. Sýrlenskir flóttamenn eru nú 23% allra flóttamanna sem UNHCR aðstoðar. Þrátt fyrir að Afganir séu nú aðeins næst fjölmennastir eru þeir mjög fjölmennir, eða 2,7 milljónir. Á eftir Sýrlandi og Afganistan hafa flestir flúið frá eftirfarandi ríkjum: Sómalíai (1,1 milljón), Súdan (670 þúsund), Suður-Súdan (509 þúsund), Lýðveldið Kongó (493 þúsund), Myanmar (480 þúsund) og Írak 426 þúsund). Pakistan, hýsir flesta flóttamenn allra ríkja heimsins eða 1,6 milljónir Afgana. Önnur ríki sem hafa tekið á móti miklum fjölda flóttamanna eru Líbanon (1,1 milljón), Íran (982 þúsund), Tyrkland (824 þúsund), Jórdanía (737 þúsund), Eþíópía (588 þúsund), Kenía (537 þúsund) og Tsjad (455 þúsund). Í skýrslu Flóttamannahjálparinnar er einnig litið til þess hversu hátt hlutfall flóttamanna er af íbúatölu og efnahag móttökulandsins. Miðað við íbúafjölda hafa Líbanon og Jórdaníu tekið á móti flestum flóttamönnum, en sé miðað við stærð hagkerfisins eru þyngstar byrðar lagðar á Eþíópiú og Pakistan. Þegar tillit hefur verið tekið til þeirra sem snúið hafa aftur heim og tölur hafa verið endurskoðaðar var fjöldi þeirra sem eru landflótta eða flóttamenn í heimalöndum sínum 46,3 miljónir um mitt síðasta ár. Gera má ráð fyrir að tölur yfir þá sem flosnað hafa upp innan heimalandsins séu í raun hærri því tölur UNHCR ná einungis yfir þau ríki sem leitað hafa aðstoðar Flóttamannahjálparinnar. Flóttamenn sem leitað hafa skjóls í öðrum ríkjum og njóta lagalegrar stöðu sem slíkir eru nú 13 milljónir og hafa aldrei verið fleiri. „Árið 2014 hefur fjöldi fólks sem við sinnum aukist meir en dæmi eru um. Svo lengi sem alþjóðasamfélagið er ekki í stakk búið til að finna pólitískar lausnir á deilumálum sem leitt hafa til átaka, er það hlutskipti okkar að takast á við hörmulegar mannlegar afleiðingar,” segir António Guterres, forstjóri Flóttamannahjálparinnar (UNHCR).Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs í Mið-Austurlöndum, Afríku og víðar á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. Um mitt það ár nutu 46,3 milljónir manna aðstoðar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) en það er 3,4 milljónum meira en í árslok 2013 og er metfjöldi. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UNHCR höfðu 5,5 milljónir orðið að flýja, þar af 1,4 yfir alþjóðleg landamæri og teljast þar með flóttamenn samkvæmt alþjóðalögum. Aðrir eru á flótta innan landamæra heimalanda sinna. Sýrlendingar eru nú í fyrsta skipti fjölmennasti hópur flóttamanna sem Flóttamannahjálpin aðstoðar. Palestínumenn njóta hins vegar aðstoðar UNRWA, sérstakrar stofnunar SÞ um þeirra málefni. Afganir hafa verið fjölmennastir um rúmlega þriggja áratugaskeið. Sýrlenskir flóttamenn eru nú 23% allra flóttamanna sem UNHCR aðstoðar. Þrátt fyrir að Afganir séu nú aðeins næst fjölmennastir eru þeir mjög fjölmennir, eða 2,7 milljónir. Á eftir Sýrlandi og Afganistan hafa flestir flúið frá eftirfarandi ríkjum: Sómalíai (1,1 milljón), Súdan (670 þúsund), Suður-Súdan (509 þúsund), Lýðveldið Kongó (493 þúsund), Myanmar (480 þúsund) og Írak 426 þúsund). Pakistan, hýsir flesta flóttamenn allra ríkja heimsins eða 1,6 milljónir Afgana. Önnur ríki sem hafa tekið á móti miklum fjölda flóttamanna eru Líbanon (1,1 milljón), Íran (982 þúsund), Tyrkland (824 þúsund), Jórdanía (737 þúsund), Eþíópía (588 þúsund), Kenía (537 þúsund) og Tsjad (455 þúsund). Í skýrslu Flóttamannahjálparinnar er einnig litið til þess hversu hátt hlutfall flóttamanna er af íbúatölu og efnahag móttökulandsins. Miðað við íbúafjölda hafa Líbanon og Jórdaníu tekið á móti flestum flóttamönnum, en sé miðað við stærð hagkerfisins eru þyngstar byrðar lagðar á Eþíópiú og Pakistan. Þegar tillit hefur verið tekið til þeirra sem snúið hafa aftur heim og tölur hafa verið endurskoðaðar var fjöldi þeirra sem eru landflótta eða flóttamenn í heimalöndum sínum 46,3 miljónir um mitt síðasta ár. Gera má ráð fyrir að tölur yfir þá sem flosnað hafa upp innan heimalandsins séu í raun hærri því tölur UNHCR ná einungis yfir þau ríki sem leitað hafa aðstoðar Flóttamannahjálparinnar. Flóttamenn sem leitað hafa skjóls í öðrum ríkjum og njóta lagalegrar stöðu sem slíkir eru nú 13 milljónir og hafa aldrei verið fleiri. „Árið 2014 hefur fjöldi fólks sem við sinnum aukist meir en dæmi eru um. Svo lengi sem alþjóðasamfélagið er ekki í stakk búið til að finna pólitískar lausnir á deilumálum sem leitt hafa til átaka, er það hlutskipti okkar að takast á við hörmulegar mannlegar afleiðingar,” segir António Guterres, forstjóri Flóttamannahjálparinnar (UNHCR).Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira