Frábær íslensk tónverk frumflutt Jónas Sen skrifar 22. desember 2014 13:30 Ragnheiður Fyrir tíu árum skrifaði ég nokkuð umdeilda opnugrein sem bar fyrirsögnina „Er Íslenska óperan dauðadæmd?“ Þar gagnrýndi ég stofnunina og fann að því að eingöngu vinsælar óperur væru settar upp, en nýjar íslenskar óperur vanræktar. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Óperan fékk einn á lúðurinn. Í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaðinu tveimur árum áður hafði verið stungið upp á að hún fetaði í fótspor Íslenska dansflokksins og skapaði sér sérstöðu með því að einbeita sér að nýbreytni í óperuuppfærslum. Þáverandi óperustjóri, Bjarni Daníelsson, mótmælti þessu og benti á að ekki væri mikil gróska í ritun íslenskra ópera sem næðu hylli almennings. Það var að einhverju leyti rétt hjá honum. En ekki lengur. Á árinu sem er að líða náðu nefnilega bæði sígildar og nýjar íslenskar óperur miklum vinsældum. Don Carlo eftir Verdi í haust þótti sérlega skemmtileg, sviðsmyndin var frábær og tónlistarflutningurinn magnaður. Einhver flottasti sviðseffekt sem hefur sést á Íslandi var þegar rannsóknarrétturinn brenndi nokkra sakamenn á báli. Eins og allir vita er Eldborgin í Hörpu rauð, og þegar gervieldi var varpað á sviðið var það svo rautt að það var hreinlega eins og maður væri kominn til helvítis!Ekkasog og snýtingar Áhorfendur grenjuðu af hrifningu. En þeir voru líka djúpt snortnir á uppfærslu óperunnar Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson við texta eftir Friðrik Erlingsson. Ragnheiður kom verulega á óvart. Það voru ekkasog og snýtingar allt kringum mig þegar líða tók á sýninguna. Sjálfur þóttist ég vera með ofnæmi. Óperan var rómantísk eins og gömlu óperurnar, en samt ekki klisjukennd. Tónlistin, þótt hún væri þægilega lagræn, var aldrei fyrirsjáanleg. Svo var bara eitthvað sjarmerandi íslenskt við hana. Önnur íslensk ópera var frumflutt í konsertuppfærslu á árinu. Það var barnaóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson. Hún leit fyrst dagsins ljós á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í sumar, en var flutt í Langholtskirkju nokkrum dögum síðar. Rétt eins og ópera Gunnars var hún alþýðleg og grípandi. Hún var af og til skreytt þjóðlögum, og húmorinn sveif yfir vötnunum. Þegar ég gekk út að tónleikum loknum heyrði ég fólk vera að blístra stef úr óperunni. Það eru sko meðmæli! Íslenskar óperur eru því í sókn um þessar mundir. En nokkur önnur íslensk tónverk voru frumflutt á árinu sem voru afburðagóð. Hér er ekki hægt að minnast á þau öll, en nefna verður klarinettukonsert eftir Svein Lúðvík Björnsson og sellókonsert eftir John A. Speight. Errata collective var jafnframt með stórsniðuga tónleika í sumar; The Isle Is Full of Noises eftir Daníel Bjarnason á Myrkum músíkdögum var sömuleiðis hrífandi. Einnig Scape of Grace eftir Hallvarð Ásgeirsson og Sögu Sigurðardóttur. Það síðastnefnda var bæði dans- og tónverk, rétt eins og svo margt í heimi nútímadansins.Afmælisveislur og dræm aðsókn Tvö 40 ára afmæli voru áberandi á árinu. Sumartónleikar í Skálholti fögnuðu þessum áfanga, sem og Kammersveit Reykjavíkur. Upphafstónleikarnir í Skálholti í sumar voru einstaklega veglegir. Þar var boðið upp á sjaldheyrða barokktónlist frá Suður-Ameríku. Það var meira að segja dansað við hana í sjálfri Skálholtskirkju sem þó sökk ekki! Kammersveitin bauð líka til afmælisveislu með því að endurskapa fyrstu tónleika sveitarinnar á Kjarvalsstöðum. Það var góð hugmynd. En nú er maður orðinn spilltur af eftirlæti eftir að Harpan reis, svo tónleikar á Kjarvalsstöðum eru ekkert sérstaklega aðlaðandi lengur. Húsið er auðvitað skemmtilegt, en hljómburðurinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Húrrahrópunum rigndi ekki heldur yfir Listahátíð í vor. Eitthvað virtist hún illa sótt, a.m.k. fékk ég nokkra dreifipósta þar sem mér voru boðnir tveir miðar fyrir einn á mismunandi viðburði hátíðarinnar. Það var ekki góðs viti. Enda ollu sumir tónleikar á hátíðinni vonbrigðum. Þó stóð 3. sinfónía Mahlers undir stjórn Osmo Vänskä upp úr – og vel það. Hún var svo voldug og tignarleg að það hlýtur að teljast með betri tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árinu.Évgení KissinMynd: Sheila RockKissin og Megas Talandi um sinfóníutónleika þá held ég að ég hafi aldrei upplifað önnur eins fagnaðarlæti á klassískum tónleikum og þegar Évgení Kissin lék einleikinn í 2. píanókonsert Rakmaninoffs. Það var hreinlega geggjað. Fólk stökk á fætur og gargaði. Ekki varð betur séð en að Kissin sjálfur yrði hálf hvumsa. Það var komið fram við hann eins og rokkstjörnu. Margt fleira gerðist á árinu, Sinfóníuhljómsveitin í Toronto var t.d. með eindæmum glæsileg og sömu sögu er að segja um Fílharmóníusveitina í London, þótt hún væri kannski ekki alveg eins góð. Svo verður lokum að nefna stórfenglega tónleika í Grafarvogskirkju með tónlist Megasar við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Það var einstakur listviðburður. Passíusálmarnir eru auðvitað grafalvarlegur kveðskapur, en tónlist Megasar er full af gleði. Sjálfsagt vakti hún einhverja hneykslun af þeim sökum, en hún á eftir að lifa! Hægt er að horfa á Jesú og líf hans út frá svo mörgum sjónarhólum, og tónlist Megasar er nýr vinkill á þá sögu.Í það heila var 2014 gott ár í tónlistarlífinu á Íslandi og óhætt er að hlakka til þess næsta. Ég óska lesendum mínum gleðilegs árs og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða. Fréttir ársins 2014 Menning Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Fyrir tíu árum skrifaði ég nokkuð umdeilda opnugrein sem bar fyrirsögnina „Er Íslenska óperan dauðadæmd?“ Þar gagnrýndi ég stofnunina og fann að því að eingöngu vinsælar óperur væru settar upp, en nýjar íslenskar óperur vanræktar. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Óperan fékk einn á lúðurinn. Í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaðinu tveimur árum áður hafði verið stungið upp á að hún fetaði í fótspor Íslenska dansflokksins og skapaði sér sérstöðu með því að einbeita sér að nýbreytni í óperuuppfærslum. Þáverandi óperustjóri, Bjarni Daníelsson, mótmælti þessu og benti á að ekki væri mikil gróska í ritun íslenskra ópera sem næðu hylli almennings. Það var að einhverju leyti rétt hjá honum. En ekki lengur. Á árinu sem er að líða náðu nefnilega bæði sígildar og nýjar íslenskar óperur miklum vinsældum. Don Carlo eftir Verdi í haust þótti sérlega skemmtileg, sviðsmyndin var frábær og tónlistarflutningurinn magnaður. Einhver flottasti sviðseffekt sem hefur sést á Íslandi var þegar rannsóknarrétturinn brenndi nokkra sakamenn á báli. Eins og allir vita er Eldborgin í Hörpu rauð, og þegar gervieldi var varpað á sviðið var það svo rautt að það var hreinlega eins og maður væri kominn til helvítis!Ekkasog og snýtingar Áhorfendur grenjuðu af hrifningu. En þeir voru líka djúpt snortnir á uppfærslu óperunnar Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson við texta eftir Friðrik Erlingsson. Ragnheiður kom verulega á óvart. Það voru ekkasog og snýtingar allt kringum mig þegar líða tók á sýninguna. Sjálfur þóttist ég vera með ofnæmi. Óperan var rómantísk eins og gömlu óperurnar, en samt ekki klisjukennd. Tónlistin, þótt hún væri þægilega lagræn, var aldrei fyrirsjáanleg. Svo var bara eitthvað sjarmerandi íslenskt við hana. Önnur íslensk ópera var frumflutt í konsertuppfærslu á árinu. Það var barnaóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson. Hún leit fyrst dagsins ljós á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í sumar, en var flutt í Langholtskirkju nokkrum dögum síðar. Rétt eins og ópera Gunnars var hún alþýðleg og grípandi. Hún var af og til skreytt þjóðlögum, og húmorinn sveif yfir vötnunum. Þegar ég gekk út að tónleikum loknum heyrði ég fólk vera að blístra stef úr óperunni. Það eru sko meðmæli! Íslenskar óperur eru því í sókn um þessar mundir. En nokkur önnur íslensk tónverk voru frumflutt á árinu sem voru afburðagóð. Hér er ekki hægt að minnast á þau öll, en nefna verður klarinettukonsert eftir Svein Lúðvík Björnsson og sellókonsert eftir John A. Speight. Errata collective var jafnframt með stórsniðuga tónleika í sumar; The Isle Is Full of Noises eftir Daníel Bjarnason á Myrkum músíkdögum var sömuleiðis hrífandi. Einnig Scape of Grace eftir Hallvarð Ásgeirsson og Sögu Sigurðardóttur. Það síðastnefnda var bæði dans- og tónverk, rétt eins og svo margt í heimi nútímadansins.Afmælisveislur og dræm aðsókn Tvö 40 ára afmæli voru áberandi á árinu. Sumartónleikar í Skálholti fögnuðu þessum áfanga, sem og Kammersveit Reykjavíkur. Upphafstónleikarnir í Skálholti í sumar voru einstaklega veglegir. Þar var boðið upp á sjaldheyrða barokktónlist frá Suður-Ameríku. Það var meira að segja dansað við hana í sjálfri Skálholtskirkju sem þó sökk ekki! Kammersveitin bauð líka til afmælisveislu með því að endurskapa fyrstu tónleika sveitarinnar á Kjarvalsstöðum. Það var góð hugmynd. En nú er maður orðinn spilltur af eftirlæti eftir að Harpan reis, svo tónleikar á Kjarvalsstöðum eru ekkert sérstaklega aðlaðandi lengur. Húsið er auðvitað skemmtilegt, en hljómburðurinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Húrrahrópunum rigndi ekki heldur yfir Listahátíð í vor. Eitthvað virtist hún illa sótt, a.m.k. fékk ég nokkra dreifipósta þar sem mér voru boðnir tveir miðar fyrir einn á mismunandi viðburði hátíðarinnar. Það var ekki góðs viti. Enda ollu sumir tónleikar á hátíðinni vonbrigðum. Þó stóð 3. sinfónía Mahlers undir stjórn Osmo Vänskä upp úr – og vel það. Hún var svo voldug og tignarleg að það hlýtur að teljast með betri tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árinu.Évgení KissinMynd: Sheila RockKissin og Megas Talandi um sinfóníutónleika þá held ég að ég hafi aldrei upplifað önnur eins fagnaðarlæti á klassískum tónleikum og þegar Évgení Kissin lék einleikinn í 2. píanókonsert Rakmaninoffs. Það var hreinlega geggjað. Fólk stökk á fætur og gargaði. Ekki varð betur séð en að Kissin sjálfur yrði hálf hvumsa. Það var komið fram við hann eins og rokkstjörnu. Margt fleira gerðist á árinu, Sinfóníuhljómsveitin í Toronto var t.d. með eindæmum glæsileg og sömu sögu er að segja um Fílharmóníusveitina í London, þótt hún væri kannski ekki alveg eins góð. Svo verður lokum að nefna stórfenglega tónleika í Grafarvogskirkju með tónlist Megasar við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Það var einstakur listviðburður. Passíusálmarnir eru auðvitað grafalvarlegur kveðskapur, en tónlist Megasar er full af gleði. Sjálfsagt vakti hún einhverja hneykslun af þeim sökum, en hún á eftir að lifa! Hægt er að horfa á Jesú og líf hans út frá svo mörgum sjónarhólum, og tónlist Megasar er nýr vinkill á þá sögu.Í það heila var 2014 gott ár í tónlistarlífinu á Íslandi og óhætt er að hlakka til þess næsta. Ég óska lesendum mínum gleðilegs árs og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða.
Fréttir ársins 2014 Menning Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira