Sveitarfélög eru ekki fyrirtæki Sóley Tómasdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Frumvarp um afnám lágmarksútsvars hefur verið lagt fram á Alþingi enn eina ferðina. Markmiðið virðist vera að auka frelsi sveitarstjórna og takmarka óhófleg afskipti löggjafans. Afnáminu er ætlað að leiða til jákvæðrar samkeppni milli sveitarfélaga með tilliti til útsvarsgreiðslna.Ha? Hvernig geta það talist óhófleg afskipti að kveða á um lágmarksútsvar í lögum, þegar það telst eðlilegt að hafa ákvæði um hámarksútsvar? Og hvernig er hægt að fullyrða að ekki sé verið að leggja til breytingar á lögbundnu hlutverki sveitarfélaganna? Þessi skilgreining á frelsi og afskiptum er þröng og tækifærissinnuð. Hún er kunnugleg og til þess eins gerð að þjóna markmiðum frjálshyggjunnar um lægri skatta án þess að afleiðingar fyrir samfélagið séu kannaðar til hlítar.Hlutverk sveitarfélaga Lögbundnar skyldur sveitarfélaga eru margar og flóknar og felast m.a. í rekstri grunnskóla, félagslegs húsnæðis og sorphirðu. Ólögbundin verkefni eru síst færri en ekki síður mikilvæg. Verkefnin kosta peninga. Mest er fjármagnað með útsvarinu, sem byggir á samfélagssáttmála um að við fjármögnum ákveðna grundvallarþjónustu í sameiningu. Auðvitað ríkir ágreiningur um hversu stór hluti verkefnanna skuli fjármagnaður með útsvarinu, hvort þau skuli fjármögnuð að fullu eða hvort notendur beri að greiða hluta. Aldrei nokkurn tímann hefur þó verið stungið upp á annars konar tekjuöflun að fullu.Sveitarfélög eru ekki fyrirtæki Samkeppnissjónarmið frumvarpsins halda ekki, enda ekki um fyrirtæki að ræða heldur samfélög. Verkefni sveitarfélaganna eru ekki vara sem hægt er að bjóða á afslætti, ekki frekar en verkefni heimila eða fjölskyldna. Sveitarfélögin eru mynduð utan um þessi verkefni og íbúarnir fjármagna þau og framkvæma með lýðræðislegum aðferðum. Aftur tek ég fram að auðvitað er ágreiningur um fjármögnun eða framkvæmd einstakra verkefna, en ekki fyrirkomulagið í heild. Eigi sveitarfélög að keppa um eitthvað, þá er margt mikilvægara en útsvarið. Lífsgæði, menntun, frístundir, umhverfi, samgöngur og húsnæði og hvernig hægt sé að nýta fjármunina sem best í þágu samfélagsins alls.Annars konar samfélag Frumvarp um afnám lágmarksútsvars endurspeglar gerbreytta hugmyndafræði, þar sem gert er ráð fyrir möguleikanum á að ekkert útsvar verði innheimt. Frumvarpið boðar rof á þeirri sátt sem ríkt hefur um að íbúar fjármagni verkefni sveitarfélaganna í sameiningu og kynnir til leiks hugmyndafræði um sveitarfélög sem fyrirtæki sem bjóði varning á hagstæðum kjörum. Það væri mikil afturför og því óskandi að Alþingi hafni frumvarpinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um afnám lágmarksútsvars hefur verið lagt fram á Alþingi enn eina ferðina. Markmiðið virðist vera að auka frelsi sveitarstjórna og takmarka óhófleg afskipti löggjafans. Afnáminu er ætlað að leiða til jákvæðrar samkeppni milli sveitarfélaga með tilliti til útsvarsgreiðslna.Ha? Hvernig geta það talist óhófleg afskipti að kveða á um lágmarksútsvar í lögum, þegar það telst eðlilegt að hafa ákvæði um hámarksútsvar? Og hvernig er hægt að fullyrða að ekki sé verið að leggja til breytingar á lögbundnu hlutverki sveitarfélaganna? Þessi skilgreining á frelsi og afskiptum er þröng og tækifærissinnuð. Hún er kunnugleg og til þess eins gerð að þjóna markmiðum frjálshyggjunnar um lægri skatta án þess að afleiðingar fyrir samfélagið séu kannaðar til hlítar.Hlutverk sveitarfélaga Lögbundnar skyldur sveitarfélaga eru margar og flóknar og felast m.a. í rekstri grunnskóla, félagslegs húsnæðis og sorphirðu. Ólögbundin verkefni eru síst færri en ekki síður mikilvæg. Verkefnin kosta peninga. Mest er fjármagnað með útsvarinu, sem byggir á samfélagssáttmála um að við fjármögnum ákveðna grundvallarþjónustu í sameiningu. Auðvitað ríkir ágreiningur um hversu stór hluti verkefnanna skuli fjármagnaður með útsvarinu, hvort þau skuli fjármögnuð að fullu eða hvort notendur beri að greiða hluta. Aldrei nokkurn tímann hefur þó verið stungið upp á annars konar tekjuöflun að fullu.Sveitarfélög eru ekki fyrirtæki Samkeppnissjónarmið frumvarpsins halda ekki, enda ekki um fyrirtæki að ræða heldur samfélög. Verkefni sveitarfélaganna eru ekki vara sem hægt er að bjóða á afslætti, ekki frekar en verkefni heimila eða fjölskyldna. Sveitarfélögin eru mynduð utan um þessi verkefni og íbúarnir fjármagna þau og framkvæma með lýðræðislegum aðferðum. Aftur tek ég fram að auðvitað er ágreiningur um fjármögnun eða framkvæmd einstakra verkefna, en ekki fyrirkomulagið í heild. Eigi sveitarfélög að keppa um eitthvað, þá er margt mikilvægara en útsvarið. Lífsgæði, menntun, frístundir, umhverfi, samgöngur og húsnæði og hvernig hægt sé að nýta fjármunina sem best í þágu samfélagsins alls.Annars konar samfélag Frumvarp um afnám lágmarksútsvars endurspeglar gerbreytta hugmyndafræði, þar sem gert er ráð fyrir möguleikanum á að ekkert útsvar verði innheimt. Frumvarpið boðar rof á þeirri sátt sem ríkt hefur um að íbúar fjármagni verkefni sveitarfélaganna í sameiningu og kynnir til leiks hugmyndafræði um sveitarfélög sem fyrirtæki sem bjóði varning á hagstæðum kjörum. Það væri mikil afturför og því óskandi að Alþingi hafni frumvarpinu.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun