Flengingar, hnefun, saflát… Hildur Sverrisdóttir skrifar 6. desember 2014 08:00 Já, ég biðst afsökunar ef það skvettist upp úr kaffibollanum hjá einhverjum sem kýs almennt minni groddaskap við blaðlesturinn. Þessi fyrirbæri eru hins vegar á meðal þeirra kynlífsathafna sem opinber nefnd í Bretlandi hefur ákveðið að banna í breskum klámmyndum. Það er ekki búið að banna klámið sjálft, en það er búið að banna tiltekna þætti þess sem nefndarmönnum þóttu ógeðslegir. Sama kvöld og sú frétt barst frá Bretlandi fylgdist ég af aðdáun með Stephen Fry fljúga um heiminn til að reyna að eyða fordómunum gegn samkynhneigðum. Mikið er það vond tilfinning þegar maður hreinlega skilur ekki hvaðan fordómarnir koma, hvað þá hvernig þeir ná að grassera þrátt fyrir upplýsingu, glimmergleðikærleiksgöngur og kærleiksbangsa eins og hann sem leggjast á eitt við að afnema þessa vondu og vandræðalegu forpokun. Sumir segja sem svo að þó að þeir hafi ekkert á móti samkynhneigð sem slíkri sé bara svo ógeðslegt hvernig samkynhneigðir haga sér. Prestur í Úganda ræddi til að mynda mest um anatómíska áhættu af meintu samkynhneigðu kynlífi karlmanna, þegar Stephen Fry var að reyna að benda honum á að þetta snerist fyrst og fremst um ást. Í Bretlandi hafa margir orðið til að benda á að ákvörðun opinberrar nefndar um hvað séu fallegar kynlífsathafnir og hvað ekki sé aðför að tjáningarfrelsinu. „Klámið er kanarífuglinn í kolanámu tjáningarfrelsisins; það er fyrsta frelsið sem deyr,“ skrifaði lögfræðingurinn Myles Jackman. Það er margt til í því. Þótt margir geti ekki hugsað sér að taka þátt í kynlífi með einhverjum af sama kyni bera þeir engu að síður virðingu fyrir samkynhneigð. Með sama hætti er það svo að þótt einhverjum þyki tilteknar kynlífsathafnir skrýtnar og afbrigðilegar þá geta þær hvort sem okkur líkar betur eða verr verið jafnmikil trausts- og ástartjáning á milli tveggja einstaklinga sem eru þannig innstilltir. Fordómar gagnvart kynferðislegum hug og hegðun skána ekkert þó undir öðrum formerkjum séu. Það er jafn vont að vilja takmarka kynhneigð „því hún sé ógeðsleg“ og að vilja takmarka kynhegðun „því hún sé ógeðsleg“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Já, ég biðst afsökunar ef það skvettist upp úr kaffibollanum hjá einhverjum sem kýs almennt minni groddaskap við blaðlesturinn. Þessi fyrirbæri eru hins vegar á meðal þeirra kynlífsathafna sem opinber nefnd í Bretlandi hefur ákveðið að banna í breskum klámmyndum. Það er ekki búið að banna klámið sjálft, en það er búið að banna tiltekna þætti þess sem nefndarmönnum þóttu ógeðslegir. Sama kvöld og sú frétt barst frá Bretlandi fylgdist ég af aðdáun með Stephen Fry fljúga um heiminn til að reyna að eyða fordómunum gegn samkynhneigðum. Mikið er það vond tilfinning þegar maður hreinlega skilur ekki hvaðan fordómarnir koma, hvað þá hvernig þeir ná að grassera þrátt fyrir upplýsingu, glimmergleðikærleiksgöngur og kærleiksbangsa eins og hann sem leggjast á eitt við að afnema þessa vondu og vandræðalegu forpokun. Sumir segja sem svo að þó að þeir hafi ekkert á móti samkynhneigð sem slíkri sé bara svo ógeðslegt hvernig samkynhneigðir haga sér. Prestur í Úganda ræddi til að mynda mest um anatómíska áhættu af meintu samkynhneigðu kynlífi karlmanna, þegar Stephen Fry var að reyna að benda honum á að þetta snerist fyrst og fremst um ást. Í Bretlandi hafa margir orðið til að benda á að ákvörðun opinberrar nefndar um hvað séu fallegar kynlífsathafnir og hvað ekki sé aðför að tjáningarfrelsinu. „Klámið er kanarífuglinn í kolanámu tjáningarfrelsisins; það er fyrsta frelsið sem deyr,“ skrifaði lögfræðingurinn Myles Jackman. Það er margt til í því. Þótt margir geti ekki hugsað sér að taka þátt í kynlífi með einhverjum af sama kyni bera þeir engu að síður virðingu fyrir samkynhneigð. Með sama hætti er það svo að þótt einhverjum þyki tilteknar kynlífsathafnir skrýtnar og afbrigðilegar þá geta þær hvort sem okkur líkar betur eða verr verið jafnmikil trausts- og ástartjáning á milli tveggja einstaklinga sem eru þannig innstilltir. Fordómar gagnvart kynferðislegum hug og hegðun skána ekkert þó undir öðrum formerkjum séu. Það er jafn vont að vilja takmarka kynhneigð „því hún sé ógeðsleg“ og að vilja takmarka kynhegðun „því hún sé ógeðsleg“.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun