Vandræðalega mikið jólabarn Vera Einarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 11:15 Að dreypa á jólaglögg á aðventunni er rótgróin dönsk hefð. Hér er þó aðeins búið að hrista upp í hefðbundnu útgáfunni. Ljósmyndarinn Katrín Björk opnaði matar- og lífsstílsbloggið Modern Wifestyle fyrir þremur árum. Það hefur náð mikilli útbreiðslu enda skera myndirnar sig úr. Hér deilir hún uppskrift að lakkrísglöggi sem hún gerði í samstarfi við danska lakkrísframleiðandann Johan Bulow. Katrín Björk hefur verið búsett í Danmörku síðastliðin tólf ár. Hún opnaði matar- og lífsstílsbloggið Modern Wifestyle árið 2011. Bloggið er á ensku og eru Bandaríkjamenn hennar helstu fylgjendur. Þar á eftir koma Íslendingar og Danir.Katrín Björk bloggar á ensku. Flestir lesenda hennar eru bandarískir.MYNDIR/KATRÍN BJÖRKMyndirnar sem prýða bloggið gera það að verkum að það sker sig úr. Þar er líka að finna metnaðarfull myndbönd en Katrín Björk býr að því að hafa unnið við kvikmyndagerð í mörg ár. Í upphafi fjallaði bloggið um allt sem viðkemur nútímahúsmóðurinni en þróaðist svo út í að vera mestmegnis matarblogg. „Ég er þó aðeins áhugamanneskja um mat og legg áherslu á að ég er hvorki kokkur né bakari. Ég er fyrst og fremst húsmóðir og það ættu allir sem hafa áhuga að geta leikið þetta eftir.“ Katrín Björk segist vandræðalega mikið jólabarn og nýtur aðventunnar í botn. „Ég baka smákökur og annað jólatengt en er ekki týpan sem geymi allt ofan í kassa fram að jólum. Þá vil ég bara borða kjöt. Ég borða kökurnar því jafnóðum og þannig finnst mér þær bestar. Þá finnst mér sniðugt að geyma deig í kæli og geta skellt í kökur ef von er á gestum.“ Katrín Björk heldur jólin ávallt í Danmörku með dönskum eiginmanni sínum. Á blogginu segist Katrín Björk vera verðandi móðir og aðspurð segir hún þau hjónin bíða eftir barni til ættleiðingar. Hún segist nýjungagjörn þegar kemur að jólamatnum og í ár hefur hún ákveðið að vera með íslenskt lambalæri. Katrín Björk segir annað eiga við um Dani sem halda fast í sínar jólahefðir. „Þeir eru ekki mikið að rugla í rauðkálsuppskriftinni.“ Að dreypa á jólaglöggi er rótgróin dönsk jólahefð en Katrín Björk gefur hér uppskrift að glöggi með lakkrískeim. Það gerði hún í samstarfi við danska lakkrísframleiðandann Johan Bulow. Hún deilir jafnframt uppskrift að salt-karamellum, sem eru sniðugar í jólagjafir.Vörurnar frá Johan Bulow fást meðal annars á lakrids.nuLakkrísglögg 4 dl ylliblómasaft eða hreinn eplasafi ½ dl sítrónusafi ½ dl sætt lakkríssíróp frá Johan Bulow 4 lakkrísdropar frá Johan Bulow 2 kanilstangir 4 heilir stjörnuanís 6 dl hvítvín 1 dl dökkt romm 1. Setjið saft, sítrónusafa, síróp, lakkrísdropa, kanil og anís í pott og látið sjóða í örfáar mínútur. 2. Bætið hvítvíninu saman við og látið hitna að suðumarki. Slökkvið undir pottinum, setjið rommið saman við og berið fram sjóðandi heitt. Ef það er afgangur af glögginu má nota það í kokteil daginn eftir. Kokteiluppskrift er að finna á blogginu modernwifestyle.com.ÓmótstæðilegarSalt-karamellur 70 g smjör 2½ dl rjómi 1 tsk. vanilludropar ¼ tsk. salt 3 dl sykur ½ dl síróp ½ dl vatn sjávarsalt Hafið hitamæli tilbúinn og byrjið á því að setja bökunarpappír í 20x20 sentímetra form. 1. Bræðið smjörið í potti. Bætið svo rjóma, vanillu og salti við. Látið suðuna koma upp. Takið af hitanum og setjið til hliðar. 2. Blandið saman sykri, vatni og sírópi í stórum potti. Látið suðuna koma upp án þess að hræra og látið eiga sig þar til karamellan verður gullinbrúin og hitamælirinn nær 150°C. 3. Þegar sykurinn nær 150°C bætið þá rjómanum við. Sykurinn mun sjóða kröftuglega, þannig að gætið þess að brenna ykkur ekki. Hitinn mun snarlækka en hitið áfram þar til hitamælirinn nær 120°C. Nú má líka hræra í karamellunni. 4. Hellið karamellunni í formið og leyfið að kólna í 10 mínútur. Stráið þá sjávarsalti yfir og látið kólna alveg við stofuhita. 5. Þegar karamellan hefur kólnað skerið hana í litla ferninga og pakkið inn í (bökunar)pappír. 6. Fyllið litlar krukkur eða jólalega kassa með karamellum og gefið vinum og vandamönnum. Jól Jólamatur Mest lesið Jólasveinarnir búa hjá Grýlu Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Uppruni jólasiðanna Jól Gítargripin við Bjart er yfir Betlehem Jólin Erfið leiðin að jólaskónum Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Jólabrauð með ljúffengu hátíðabragði Jól Ég er algjört jólabarn Jól Rúsínukökur Jólin Gyðingakökur Jól
Ljósmyndarinn Katrín Björk opnaði matar- og lífsstílsbloggið Modern Wifestyle fyrir þremur árum. Það hefur náð mikilli útbreiðslu enda skera myndirnar sig úr. Hér deilir hún uppskrift að lakkrísglöggi sem hún gerði í samstarfi við danska lakkrísframleiðandann Johan Bulow. Katrín Björk hefur verið búsett í Danmörku síðastliðin tólf ár. Hún opnaði matar- og lífsstílsbloggið Modern Wifestyle árið 2011. Bloggið er á ensku og eru Bandaríkjamenn hennar helstu fylgjendur. Þar á eftir koma Íslendingar og Danir.Katrín Björk bloggar á ensku. Flestir lesenda hennar eru bandarískir.MYNDIR/KATRÍN BJÖRKMyndirnar sem prýða bloggið gera það að verkum að það sker sig úr. Þar er líka að finna metnaðarfull myndbönd en Katrín Björk býr að því að hafa unnið við kvikmyndagerð í mörg ár. Í upphafi fjallaði bloggið um allt sem viðkemur nútímahúsmóðurinni en þróaðist svo út í að vera mestmegnis matarblogg. „Ég er þó aðeins áhugamanneskja um mat og legg áherslu á að ég er hvorki kokkur né bakari. Ég er fyrst og fremst húsmóðir og það ættu allir sem hafa áhuga að geta leikið þetta eftir.“ Katrín Björk segist vandræðalega mikið jólabarn og nýtur aðventunnar í botn. „Ég baka smákökur og annað jólatengt en er ekki týpan sem geymi allt ofan í kassa fram að jólum. Þá vil ég bara borða kjöt. Ég borða kökurnar því jafnóðum og þannig finnst mér þær bestar. Þá finnst mér sniðugt að geyma deig í kæli og geta skellt í kökur ef von er á gestum.“ Katrín Björk heldur jólin ávallt í Danmörku með dönskum eiginmanni sínum. Á blogginu segist Katrín Björk vera verðandi móðir og aðspurð segir hún þau hjónin bíða eftir barni til ættleiðingar. Hún segist nýjungagjörn þegar kemur að jólamatnum og í ár hefur hún ákveðið að vera með íslenskt lambalæri. Katrín Björk segir annað eiga við um Dani sem halda fast í sínar jólahefðir. „Þeir eru ekki mikið að rugla í rauðkálsuppskriftinni.“ Að dreypa á jólaglöggi er rótgróin dönsk jólahefð en Katrín Björk gefur hér uppskrift að glöggi með lakkrískeim. Það gerði hún í samstarfi við danska lakkrísframleiðandann Johan Bulow. Hún deilir jafnframt uppskrift að salt-karamellum, sem eru sniðugar í jólagjafir.Vörurnar frá Johan Bulow fást meðal annars á lakrids.nuLakkrísglögg 4 dl ylliblómasaft eða hreinn eplasafi ½ dl sítrónusafi ½ dl sætt lakkríssíróp frá Johan Bulow 4 lakkrísdropar frá Johan Bulow 2 kanilstangir 4 heilir stjörnuanís 6 dl hvítvín 1 dl dökkt romm 1. Setjið saft, sítrónusafa, síróp, lakkrísdropa, kanil og anís í pott og látið sjóða í örfáar mínútur. 2. Bætið hvítvíninu saman við og látið hitna að suðumarki. Slökkvið undir pottinum, setjið rommið saman við og berið fram sjóðandi heitt. Ef það er afgangur af glögginu má nota það í kokteil daginn eftir. Kokteiluppskrift er að finna á blogginu modernwifestyle.com.ÓmótstæðilegarSalt-karamellur 70 g smjör 2½ dl rjómi 1 tsk. vanilludropar ¼ tsk. salt 3 dl sykur ½ dl síróp ½ dl vatn sjávarsalt Hafið hitamæli tilbúinn og byrjið á því að setja bökunarpappír í 20x20 sentímetra form. 1. Bræðið smjörið í potti. Bætið svo rjóma, vanillu og salti við. Látið suðuna koma upp. Takið af hitanum og setjið til hliðar. 2. Blandið saman sykri, vatni og sírópi í stórum potti. Látið suðuna koma upp án þess að hræra og látið eiga sig þar til karamellan verður gullinbrúin og hitamælirinn nær 150°C. 3. Þegar sykurinn nær 150°C bætið þá rjómanum við. Sykurinn mun sjóða kröftuglega, þannig að gætið þess að brenna ykkur ekki. Hitinn mun snarlækka en hitið áfram þar til hitamælirinn nær 120°C. Nú má líka hræra í karamellunni. 4. Hellið karamellunni í formið og leyfið að kólna í 10 mínútur. Stráið þá sjávarsalti yfir og látið kólna alveg við stofuhita. 5. Þegar karamellan hefur kólnað skerið hana í litla ferninga og pakkið inn í (bökunar)pappír. 6. Fyllið litlar krukkur eða jólalega kassa með karamellum og gefið vinum og vandamönnum.
Jól Jólamatur Mest lesið Jólasveinarnir búa hjá Grýlu Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Uppruni jólasiðanna Jól Gítargripin við Bjart er yfir Betlehem Jólin Erfið leiðin að jólaskónum Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Jólabrauð með ljúffengu hátíðabragði Jól Ég er algjört jólabarn Jól Rúsínukökur Jólin Gyðingakökur Jól