Að stíga til hliðar Pawel Bartoszek skrifar 15. nóvember 2014 07:00 Það er búið að dæma aðstoðarmann ráðherra fyrir brot á hegningarlögum. Það er alvarlegt mál. Aðstoðarmenn ráðherra eru ekki eins og hverjir aðrir opinberir starfsmenn. Um ráðningar þeirra gilda sérstakar reglur. Stöður þeirra þarf ekki að auglýsa. Ráðherrum er í raun í sjálfsvald sett hverja þeir ráða sem aðstoðarmenn sína en aðstoðarmennirnir missa hins vegar vinnuna þegar ráðherrann fer frá. Þetta er alls ekki galið fyrirkomulag. Kjörnir fulltrúar sitja stutt. Embættismenn og hagsmunaaðilar sitja lengi. Það væri því erfitt fyrir ráðherra að koma inn, segjum í landbúnaðarráðuneytið, og ætla sér að gera breytingar á kerfinu meðan allt kerfið er þeim andsnúið. Pólitískar ráðningar í ákveðnar stöður eru hugsaðar sem leið til að styrkja pólitíkina gagnvart kerfinu. Því fylgir hins vegar það að pólitíkusarnir sem ráða í þessar stöður geta varla þvegið hendur sínar af þeim sem í þær veljast. Sú skoðun sem Brynjar Níelsson setti fram (áður en á hana reyndi) að ef pólitískur aðstoðarmaður gerist sekur um brot á hegningarlögum í starfi sínu ætti ráðherrann að víkja er auðvitað rökrétt. Af henni leiðir að Hanna Birna ætti að íhuga stöðu sína.Bólusetning gegn ábyrgðarleysi Sú meginregla að afbrot aðstoðarmanna leiði til afsagnar ráðherra kann að virka ósanngjörn í þeim tilfellum sem ráðherrann gerir sannarlega ekkert af sér. Hins vegar verður að hafa í huga að samskipti ráðherra og aðstoðarmanna þeirra eru gjarnan mjög náin og engir aðrir eru oftast til frásagnar um það sem þeim fer á milli. Það er svo heimsþekkt vandamál að undirmenn eru gjarnan látnir taka skellinn þegar yfirmaðurinn klúðrar málum. Sjálfkrafa ábyrgð yfirmanna á alvarlegum afglöpum undirmanna er eins og bólusetning gegn slíkum freistingum. Auðvitað mætti benda á nokkur dæmi þess, til dæmis á seinasta kjörtímabili, þegar aðstoðarmenn ráðherra sendu tölvupósta á ranga staði þar sem þeir sögðu heimskulega hluti með orðbragði sem hæfir varla reykjandi blaðamönnum á Ölstofunni. Í þeim tilfellum var móðurlegt tiltal látið duga þótt brottvikning úr starfi hefði ekki þótt óvenjuleg í öðrum löndum. En við ættum samt að auka kröfurnar á stjórnmálin frekar en hitt. Annað sem skiptir ekki síður máli, og er nú fullsannað, er að viðkvæmum, persónulegum gögnum var lekið úr innanríkisráðuneytinu. Gögnum um útlending sem var rekinn úr landi og hafði vart sömu burði og aðrir íbúar þessa lands til að bera hönd fyrir höfuð sér. Því til viðbótar var lekið fullyrðingum sem teljast vart annað en dylgjur um hann og aðra nafngreinda einstaklinga. Þetta gerðist, því miður, á vakt núverandi ráðherra. Það einnig ætti að vera tilefni til að hún íhugaði stöðu sína.„Hvenær má ég fara í yfirheyrslu?“ Í Kastljósviðtali við Hönnu Birnu sem tekið var í lok ágúst virðist hún ekki neita því að hún hafi komið þeirri ósk áleiðis til lögreglustjórans að yfirheyrslum yfir aðstoðarmanni hennar, þeim sem nú hefur verið dæmdur, yrði flýtt. Þar var stigið yfir ákveðna línu sem ekki hefði átt að stíga yfir. Vinnuveitendur okkar hinna hafa ekki sömu tækifæri til að kalla lögreglustjóra á sinn fund þegar við erum grunuð um lögbrot. Auðvitað hefði verið heppilegra ef einhver annar hefði gegnt stöðu innanríkisráðherra á meðan lögreglurannsóknin fór fram. Að lágmarki hefði mátt setja annan ráðherra yfir þau mál sem beinlínis sneru að rannsókninni. Það er verulega óheppilegt að ráðherra ræði við lögreglu um framgang rannsóknar sem varðar hennar nánasta samstarfsfólk. Sama þótt það sé ekki nema til þess að lýsa yfir áhyggjum af því hve langan tíma rannsóknin taki. Hvað þá að biðja um að menn séu yfirheyrðir á einhverjum tilteknum tíma. Eflaust eru þeir til sem trúa öllum illum ásetningi upp á Hönnu Birnu. Ég er sjálfur raunar ekki í þeim hópi. En í ljósi þess að ráðuneyti hennar lak viðkvæmum upplýsingum um borgara til fjölmiðla, í ljósi þess að einn hennar nánasti samstarfsmaður gerði það og í ljósi þess að hún gerði þau mistök að ræða fyrirkomulag rannsóknarinnar við yfirmann þess sem stjórnaði henni er eðlilegt að hún íhugi stöðu sína. Og ef sú íhugun myndi enda með afsögn þá yrði það réttari ákvörðun en hitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Það er búið að dæma aðstoðarmann ráðherra fyrir brot á hegningarlögum. Það er alvarlegt mál. Aðstoðarmenn ráðherra eru ekki eins og hverjir aðrir opinberir starfsmenn. Um ráðningar þeirra gilda sérstakar reglur. Stöður þeirra þarf ekki að auglýsa. Ráðherrum er í raun í sjálfsvald sett hverja þeir ráða sem aðstoðarmenn sína en aðstoðarmennirnir missa hins vegar vinnuna þegar ráðherrann fer frá. Þetta er alls ekki galið fyrirkomulag. Kjörnir fulltrúar sitja stutt. Embættismenn og hagsmunaaðilar sitja lengi. Það væri því erfitt fyrir ráðherra að koma inn, segjum í landbúnaðarráðuneytið, og ætla sér að gera breytingar á kerfinu meðan allt kerfið er þeim andsnúið. Pólitískar ráðningar í ákveðnar stöður eru hugsaðar sem leið til að styrkja pólitíkina gagnvart kerfinu. Því fylgir hins vegar það að pólitíkusarnir sem ráða í þessar stöður geta varla þvegið hendur sínar af þeim sem í þær veljast. Sú skoðun sem Brynjar Níelsson setti fram (áður en á hana reyndi) að ef pólitískur aðstoðarmaður gerist sekur um brot á hegningarlögum í starfi sínu ætti ráðherrann að víkja er auðvitað rökrétt. Af henni leiðir að Hanna Birna ætti að íhuga stöðu sína.Bólusetning gegn ábyrgðarleysi Sú meginregla að afbrot aðstoðarmanna leiði til afsagnar ráðherra kann að virka ósanngjörn í þeim tilfellum sem ráðherrann gerir sannarlega ekkert af sér. Hins vegar verður að hafa í huga að samskipti ráðherra og aðstoðarmanna þeirra eru gjarnan mjög náin og engir aðrir eru oftast til frásagnar um það sem þeim fer á milli. Það er svo heimsþekkt vandamál að undirmenn eru gjarnan látnir taka skellinn þegar yfirmaðurinn klúðrar málum. Sjálfkrafa ábyrgð yfirmanna á alvarlegum afglöpum undirmanna er eins og bólusetning gegn slíkum freistingum. Auðvitað mætti benda á nokkur dæmi þess, til dæmis á seinasta kjörtímabili, þegar aðstoðarmenn ráðherra sendu tölvupósta á ranga staði þar sem þeir sögðu heimskulega hluti með orðbragði sem hæfir varla reykjandi blaðamönnum á Ölstofunni. Í þeim tilfellum var móðurlegt tiltal látið duga þótt brottvikning úr starfi hefði ekki þótt óvenjuleg í öðrum löndum. En við ættum samt að auka kröfurnar á stjórnmálin frekar en hitt. Annað sem skiptir ekki síður máli, og er nú fullsannað, er að viðkvæmum, persónulegum gögnum var lekið úr innanríkisráðuneytinu. Gögnum um útlending sem var rekinn úr landi og hafði vart sömu burði og aðrir íbúar þessa lands til að bera hönd fyrir höfuð sér. Því til viðbótar var lekið fullyrðingum sem teljast vart annað en dylgjur um hann og aðra nafngreinda einstaklinga. Þetta gerðist, því miður, á vakt núverandi ráðherra. Það einnig ætti að vera tilefni til að hún íhugaði stöðu sína.„Hvenær má ég fara í yfirheyrslu?“ Í Kastljósviðtali við Hönnu Birnu sem tekið var í lok ágúst virðist hún ekki neita því að hún hafi komið þeirri ósk áleiðis til lögreglustjórans að yfirheyrslum yfir aðstoðarmanni hennar, þeim sem nú hefur verið dæmdur, yrði flýtt. Þar var stigið yfir ákveðna línu sem ekki hefði átt að stíga yfir. Vinnuveitendur okkar hinna hafa ekki sömu tækifæri til að kalla lögreglustjóra á sinn fund þegar við erum grunuð um lögbrot. Auðvitað hefði verið heppilegra ef einhver annar hefði gegnt stöðu innanríkisráðherra á meðan lögreglurannsóknin fór fram. Að lágmarki hefði mátt setja annan ráðherra yfir þau mál sem beinlínis sneru að rannsókninni. Það er verulega óheppilegt að ráðherra ræði við lögreglu um framgang rannsóknar sem varðar hennar nánasta samstarfsfólk. Sama þótt það sé ekki nema til þess að lýsa yfir áhyggjum af því hve langan tíma rannsóknin taki. Hvað þá að biðja um að menn séu yfirheyrðir á einhverjum tilteknum tíma. Eflaust eru þeir til sem trúa öllum illum ásetningi upp á Hönnu Birnu. Ég er sjálfur raunar ekki í þeim hópi. En í ljósi þess að ráðuneyti hennar lak viðkvæmum upplýsingum um borgara til fjölmiðla, í ljósi þess að einn hennar nánasti samstarfsmaður gerði það og í ljósi þess að hún gerði þau mistök að ræða fyrirkomulag rannsóknarinnar við yfirmann þess sem stjórnaði henni er eðlilegt að hún íhugi stöðu sína. Og ef sú íhugun myndi enda með afsögn þá yrði það réttari ákvörðun en hitt.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun