Ekki nægjanlegt að hækka barnabætur Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2014 11:45 Sá munur sem er á aðstæðum foreldra sem eiga lögheimili með barni og umgengnisforeldra myndi aukast enn meira ef barnabætur yrðu notaðar sem mótvægisaðgerð. fréttablaðið/Vilhelm Hækkun barnabóta er ekki nægjanleg mótvægisaðgerð við fimm prósentustiga hækkun neðra þreps tekjuskattsins, að mati Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar. Hann leggur til hækkun persónuafsláttar í staðinn. Fyrstu umræðu um tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar og virðisaukaskattsfrumvarpið er lokið á Alþingi. Nú mun umræðan fara fram í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem Guðmundur situr. Hann telur að það yrði mun sanngjarnara, einkum fyrir barnlaust fólk og umgengnisforeldra, að hækka persónuafslátt sem mótvægisaðgerð við hækkun neðra virðisaukaskattsþrepsins. Ekkert sé gert til að mæta þessum hópi.Guðmundur Steingrímsson„Þetta eru meðlagsgreiðendur margir og ég held að þeir hafi það margir mjög skítt. Þeir eru skráðir núna sem einstæðingar en þeir eru uppalendur barna og foreldrar. Barnabætur ná ekkert til þessa hóps og við erum að nota tækifærið og vekja máls á þessu fyrst barnabætur eru eina mótvægisaðgerðin við hækkun á matarskatti,“ segir hann. Að sögn Guðmundar gagnast persónuafsláttur öllum sem hafi úr litlu að spila. „Sú leið nær líka til umgengnisforeldra, hún nær til námsmanna og hún nær til aldraðra og örorkubótaþega. Mér finnst það sanngjarnara ef hún nær til allra hópa sem mótvægisaðgerð við aðgerð sem kemur niður á öllum hópum.“Karl GarðarssonKarl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, segir hækkun á neðra þrepi ekki mega fara í tólf prósent. „Ég vil ekki nefna tölu núna en ég tel að hún þyrfti að vera lægri auk þess sem mótvægisaðgerðirnar þyrftu að ná til fleiri hópa. Það er ekki nóg að þær nái bara til barnafólks. Það eru svo margir aðrir stórir hópar sem yrðu skildir út undan,“ segir hann. Karl segir að sú hugmynd að hækka persónuafslátt hljómi ekki illa, en vandamálið sé að þá kæmu mótvægisaðgerðir líka til móts við þá sem eru með mestu tekjurnar og það sé kannski fullmikið. „Þó mér finnist alveg sjálfsagt að skoða það,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Hækkun barnabóta er ekki nægjanleg mótvægisaðgerð við fimm prósentustiga hækkun neðra þreps tekjuskattsins, að mati Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar. Hann leggur til hækkun persónuafsláttar í staðinn. Fyrstu umræðu um tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar og virðisaukaskattsfrumvarpið er lokið á Alþingi. Nú mun umræðan fara fram í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem Guðmundur situr. Hann telur að það yrði mun sanngjarnara, einkum fyrir barnlaust fólk og umgengnisforeldra, að hækka persónuafslátt sem mótvægisaðgerð við hækkun neðra virðisaukaskattsþrepsins. Ekkert sé gert til að mæta þessum hópi.Guðmundur Steingrímsson„Þetta eru meðlagsgreiðendur margir og ég held að þeir hafi það margir mjög skítt. Þeir eru skráðir núna sem einstæðingar en þeir eru uppalendur barna og foreldrar. Barnabætur ná ekkert til þessa hóps og við erum að nota tækifærið og vekja máls á þessu fyrst barnabætur eru eina mótvægisaðgerðin við hækkun á matarskatti,“ segir hann. Að sögn Guðmundar gagnast persónuafsláttur öllum sem hafi úr litlu að spila. „Sú leið nær líka til umgengnisforeldra, hún nær til námsmanna og hún nær til aldraðra og örorkubótaþega. Mér finnst það sanngjarnara ef hún nær til allra hópa sem mótvægisaðgerð við aðgerð sem kemur niður á öllum hópum.“Karl GarðarssonKarl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, segir hækkun á neðra þrepi ekki mega fara í tólf prósent. „Ég vil ekki nefna tölu núna en ég tel að hún þyrfti að vera lægri auk þess sem mótvægisaðgerðirnar þyrftu að ná til fleiri hópa. Það er ekki nóg að þær nái bara til barnafólks. Það eru svo margir aðrir stórir hópar sem yrðu skildir út undan,“ segir hann. Karl segir að sú hugmynd að hækka persónuafslátt hljómi ekki illa, en vandamálið sé að þá kæmu mótvægisaðgerðir líka til móts við þá sem eru með mestu tekjurnar og það sé kannski fullmikið. „Þó mér finnist alveg sjálfsagt að skoða það,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira