Matur

Ljúffeng eplakaka með ostakökutvisti - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þessi kaka svíkur engan.
Þessi kaka svíkur engan.

Eplaostakaka

Botn

2½ bolli hveiti


½ bolli ljós púðursykur

¼ tsk. salt

225 g mjúkt smjör



Fylling

225 g mjúkur rjómaostur

½ bolli

2 stór egg

1 tsk. vanilludropar



Eplafylling

3 græn epli, skorin í bita


1 tsk. kanill

2 msk. sykur



Mulningur

1 bolli hveiti

1 bolli ljós púðursykur

½ bolli haframjöl

115 g mjúkt smjör



Hitið ofninn í 170°C og smyrjið kassalaga form. Byrjið á botninum. Blandið hveiti, púðursykri og salti saman. Því næst er smjörinu blandað saman við með höndunum. Setjið blönduna í formið og bakið í fimmtán mínútur.

Hrærið rjómaostinn létt og blandið sykrinum, eggjum og vanilludropum saman við. Hellið blöndunni yfir heitan botninn.

Því næst er komið að mulningnum. Blandið hveiti, púðursykri og haframjöli saman. Blandið smjörinu saman við með höndunum og setjið mulninginn til hliðar.

Blandið eplum, sykri og kanil saman og hellið eplunum yfir rjómaostsblönduna. Dreifið mulningnum yfir eplin og bakið í þrjátíu mínútur.

Geymist í ísskáp í allt að þrjá daga.

Fengið hér.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.