Seljum fólki rafrettur Pawel Bartoszek skrifar 6. september 2014 07:00 Miklar vonir eru bundnar við nýtt lyf sem talið er geta dregið úr neikvæðum áhrifum alvarlegs sjúkdóms sem hrjáir um einn milljarð manna um heim allan. Sjúkdómurinn er langvinnur og dregur á endanum um helming þeirra sem af honum þjást til dauða. Ekki nóg með það heldur rýrir hann lífsgæði margra annarra. Sjúkdómurinn er smitandi, sérstaklega meðal ungs fólks og þótt dregið hafi úr tíðni hans í þróuðum ríkjum sækir hann fram, sem aldrei fyrr, í fátækari löndum heims. Talið er að nýja lyfið geti aukið lífslíkur sjúklinga töluvert og í einhverjum tilfellum jafnvel læknað sjúkdóminn að fullu. Einn þekktasti sérfræðingur heims á því sviði læknavísindanna sem fæst við sjúkdóminn telur að tilkoma lyfsins gæti orðið ein stærsta bylting í læknavísindum í heila öld. Hann líkir tilkomu lyfsins við það þegar sýklalyf voru fundin upp. Margir aðrir innan læknastéttarinnar hafa þó meiri efasemdir. Sumir vilja meina að lyfið hafi ekki verið nægilega vel rannsakað. Aðrir óttast að lyfið kunni að vera misnotað af öðrum en sjúklingum. Loks eru margir sem telja að lyfið sé óþarft því að sjúkdóminn megi lækna án sérstakrar lyfjagjafar. Þá telja margir að ef til væri lyf sem dempaði áhrif sjúkdómsins myndi draga úr skýrleika forvarnasjónarmiða.Vongóðir vísindamenn Sjúkdómurinn er tóbaksfíkn. „Lyfið“ er rafsígarettur. Rafsígarettur eru tæki sem líkjast gjarnan sígarettum en gefa frá sér gufu, ýmist með nikótíni eða án, í stað reyks. Þær eru tiltölulega nýleg uppfinning og langtímaáhrif af neyslunni ekki þekkt en þó má ætla að þeir sem innbyrða nikótín með þessum hætti sleppa í það minnsta við afleiðingar þess að fylla lungu sín af hvers kyns eiturefnum sem jafnan má finna í reyk. Sérfræðingurinn sem minnst var á er David Nutt, breskur sálfræðingur og fyrrverandi ráðgjafi breskra stjórnvalda í fíkniefnamálum. Afstaða Davids Nutts til rafsígarettna er í anda þeirrar hugmyndafræði að markmið með fíkniefnastefnu ætti að vera að lágmarka þann skaða sem fíkniefni valda en ekki endilega að lágmarka, eða jafnvel útrýma, neyslu þeirra. David Nutts er ekki sá eini sem telur að rafsígarettur geti falið í sér byltingu. Í nýlegri grein í tímaritinu Addiction Journal var sagt frá fimm ára rannsókn hóps vísindamanna sem komust að því að þeir sem notuðu rafsígarettur hættu frekar að reykja hefðbundnar sígarettur heldur en þeir sem hættu án aðstoðar eða notuðu plástra eða tyggjó. Vísindamennirnir telja að rafretturnar geti hjálpað við að draga úr reykingum. Í rannsókn tveggja lækna í British Journal of General Practice er því haldið fram að ef allir breskir reykingamenn myndu skipta yfir í rafsígarettur myndi það bjarga 54 þúsund mannslífum árlega þar í landi. Ef þessar tölur væru heimfærðar yfir á Ísland myndi það þýða að hægt væri að bjarga 200 mannslífum á ári ef allir íslenskir reykingamenn myndu skipta yfir.Kreddufull andstaða Margir benda á að við vitum ekki margt um langtímaáhrifin. Eins hafa sumir áhyggjur af því að tóbaksfyrirtækin sjái sér nú leik á borði til að græða enn meira á nikótínfíkn. Aðrir óttast að sum þessara tækja geti höfðað til barna: Menn framleiði þegar rafrettur með ávaxtabragði og svo framvegis. Og auðvitað vilja sumir bara banna þetta strax. Rafsígarettur með nikótíni eru bannaðar í Ástralíu og eitt fylki landsins, Vestur-Ástralía, hefur meira að segja bannað rafsígarettur sem nota ekki nikótín. Í mörgum ríkjum er þrýstingur á að fara sömu leið. Menn eru hræddir við að þetta normaliseri reykingar. Það er dálítið fjarstæðukennt: Að bara sú aðgerð ein að innbyrða lofttegund úr ílöngu priki sé syndug í sjálfu sér því hún líkist athöfn sem sannarlega er óholl. Næsta skrefið er væntanlega að banna óáfengan bjór. Segjum að einhverjum tækist að búa til sígarettu sem uppfyllti allar þarfir reykingamanna en myndi ekki valda neinum teljandi skaða. Ætti að banna hana? Auðvitað ekki. Menn hafa reynt að draga úr reykingum af því að þær eru mjög skaðlegar ekki út af því að þær eru siðferðislega rangar í sjálfu sér. Eins: Ef fram kemur fíkniefni sem, miðað við bestu þekkingu dagsins í dag, er skaðminna en sígarettur en getur hjá sumum komið í staðinn fyrir þær þá á að leyfa það fíkniefni. Og leyfa jafngóða dreifingu á því og hefðbundnum sígarettum. Menn mega ekki láta kredduna bera sig ofurliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Rafrettur Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Miklar vonir eru bundnar við nýtt lyf sem talið er geta dregið úr neikvæðum áhrifum alvarlegs sjúkdóms sem hrjáir um einn milljarð manna um heim allan. Sjúkdómurinn er langvinnur og dregur á endanum um helming þeirra sem af honum þjást til dauða. Ekki nóg með það heldur rýrir hann lífsgæði margra annarra. Sjúkdómurinn er smitandi, sérstaklega meðal ungs fólks og þótt dregið hafi úr tíðni hans í þróuðum ríkjum sækir hann fram, sem aldrei fyrr, í fátækari löndum heims. Talið er að nýja lyfið geti aukið lífslíkur sjúklinga töluvert og í einhverjum tilfellum jafnvel læknað sjúkdóminn að fullu. Einn þekktasti sérfræðingur heims á því sviði læknavísindanna sem fæst við sjúkdóminn telur að tilkoma lyfsins gæti orðið ein stærsta bylting í læknavísindum í heila öld. Hann líkir tilkomu lyfsins við það þegar sýklalyf voru fundin upp. Margir aðrir innan læknastéttarinnar hafa þó meiri efasemdir. Sumir vilja meina að lyfið hafi ekki verið nægilega vel rannsakað. Aðrir óttast að lyfið kunni að vera misnotað af öðrum en sjúklingum. Loks eru margir sem telja að lyfið sé óþarft því að sjúkdóminn megi lækna án sérstakrar lyfjagjafar. Þá telja margir að ef til væri lyf sem dempaði áhrif sjúkdómsins myndi draga úr skýrleika forvarnasjónarmiða.Vongóðir vísindamenn Sjúkdómurinn er tóbaksfíkn. „Lyfið“ er rafsígarettur. Rafsígarettur eru tæki sem líkjast gjarnan sígarettum en gefa frá sér gufu, ýmist með nikótíni eða án, í stað reyks. Þær eru tiltölulega nýleg uppfinning og langtímaáhrif af neyslunni ekki þekkt en þó má ætla að þeir sem innbyrða nikótín með þessum hætti sleppa í það minnsta við afleiðingar þess að fylla lungu sín af hvers kyns eiturefnum sem jafnan má finna í reyk. Sérfræðingurinn sem minnst var á er David Nutt, breskur sálfræðingur og fyrrverandi ráðgjafi breskra stjórnvalda í fíkniefnamálum. Afstaða Davids Nutts til rafsígarettna er í anda þeirrar hugmyndafræði að markmið með fíkniefnastefnu ætti að vera að lágmarka þann skaða sem fíkniefni valda en ekki endilega að lágmarka, eða jafnvel útrýma, neyslu þeirra. David Nutts er ekki sá eini sem telur að rafsígarettur geti falið í sér byltingu. Í nýlegri grein í tímaritinu Addiction Journal var sagt frá fimm ára rannsókn hóps vísindamanna sem komust að því að þeir sem notuðu rafsígarettur hættu frekar að reykja hefðbundnar sígarettur heldur en þeir sem hættu án aðstoðar eða notuðu plástra eða tyggjó. Vísindamennirnir telja að rafretturnar geti hjálpað við að draga úr reykingum. Í rannsókn tveggja lækna í British Journal of General Practice er því haldið fram að ef allir breskir reykingamenn myndu skipta yfir í rafsígarettur myndi það bjarga 54 þúsund mannslífum árlega þar í landi. Ef þessar tölur væru heimfærðar yfir á Ísland myndi það þýða að hægt væri að bjarga 200 mannslífum á ári ef allir íslenskir reykingamenn myndu skipta yfir.Kreddufull andstaða Margir benda á að við vitum ekki margt um langtímaáhrifin. Eins hafa sumir áhyggjur af því að tóbaksfyrirtækin sjái sér nú leik á borði til að græða enn meira á nikótínfíkn. Aðrir óttast að sum þessara tækja geti höfðað til barna: Menn framleiði þegar rafrettur með ávaxtabragði og svo framvegis. Og auðvitað vilja sumir bara banna þetta strax. Rafsígarettur með nikótíni eru bannaðar í Ástralíu og eitt fylki landsins, Vestur-Ástralía, hefur meira að segja bannað rafsígarettur sem nota ekki nikótín. Í mörgum ríkjum er þrýstingur á að fara sömu leið. Menn eru hræddir við að þetta normaliseri reykingar. Það er dálítið fjarstæðukennt: Að bara sú aðgerð ein að innbyrða lofttegund úr ílöngu priki sé syndug í sjálfu sér því hún líkist athöfn sem sannarlega er óholl. Næsta skrefið er væntanlega að banna óáfengan bjór. Segjum að einhverjum tækist að búa til sígarettu sem uppfyllti allar þarfir reykingamanna en myndi ekki valda neinum teljandi skaða. Ætti að banna hana? Auðvitað ekki. Menn hafa reynt að draga úr reykingum af því að þær eru mjög skaðlegar ekki út af því að þær eru siðferðislega rangar í sjálfu sér. Eins: Ef fram kemur fíkniefni sem, miðað við bestu þekkingu dagsins í dag, er skaðminna en sígarettur en getur hjá sumum komið í staðinn fyrir þær þá á að leyfa það fíkniefni. Og leyfa jafngóða dreifingu á því og hefðbundnum sígarettum. Menn mega ekki láta kredduna bera sig ofurliði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun